Þjóðólfur - 19.01.1894, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 19.01.1894, Blaðsíða 4
16 Tombóla. Með því bárust útlend blöð til 7. þ. m. — AHgóð tíð ytra og vörur í líku verði sera fyr. „Inflúenza" geisar allvíða, einna mannskæðust í Wien. og var þar öllum skólum lokað. — Ráðaneytisskipti orðin á Ítalíu, Giolitti farinn frá, en Crispi gamli korainn í hans stað. — Óeirðir allmiklar á Sikiley — Óaldarraaður sá, er bezt hefur g>ragið fram í spellvirkjunum og spreng- ingunum á Spáni næstl. ár, hefur verið tekinn höndum. Hann heitir Codina. — Bismarck er í apturbata, en lætur lítið á sér bera, og ætla menn, að það stafi af þvi, að ný ákæra hefur enn verið hafln gegn honum í þýzkum" blöðum. Hefur Arnim Schlagenhin greifi sonur Harry Arnims gieifa mótstöðumanns Bismarcks, er hann fékk dæmdan til 5 ára hegningarhúsvinnu (1881) sakað Bismarck um, að hann hafi borið Iognar sakargiptir á föður hans, og hefur Bismarck enn engu svarað. — Heg- erruann Lindencrone, nafnkunnur danskur hershöfðingi, er dauður. Undlrréttardómur. í gær kvað sýslu- maðurinn í Kjósar- og Gullbringusýsln hafa lesið upp á bæjarþinersstofunni hér dðm sinn í máli því, er amtmaðurinn (Kr. Jónsson) bauð bæjarfógetan- um (Halld. Dan.) að höfða gegn ritstjóra „Þjóðólfs“ út af greininni „Óaldarbragur" í 51. tölubl. Kvað sýslumaður sem skipaður setudómari i þessu stór- máli! hafa sektað stefnda um 50 kr., auk 45 kr., er greiðast skulu setudómaranum fyrir 4—5 (skemmti)ferðir hingað til bæjarins og 15 kr. handa hinum skipaða málsfærslumanni bæjarfógetans, svo sem það væri ekki gjafsóknarmál, eða allsUOkr.! ásamt venjulegum ómerkingarummælum. Þessum „vísa“ dómi Siemsens sýslumanns verður vísað lengra til athugunar. Jörðin Reykhólar í Barðastrandarsýslu fæst til kaups með góðu verði og góðum afborgunarskilmáium. Hún er einhver bezta og mesta jörð landsins, sem framfleytir um 1000 fjár og 20 nautgripum, auk margrahrossa. Tún- ið er þvínær allt rennislétt. Selveiði er þar mikil hæði vor og haust (um 200 kópar að meðaltali á ári), svo og dúutekja og kofnatekja. Jörðinni fylgja margar eyjar, þar sem, auk æðarvarps, eru slægjur miklar af töðu- gæfu heyi og vetrarbeit svo góð, að þar ganga venjulega sjálfala allan veturinn um 100 lömb og um 20 folöld og tryppi. Svo fylgir og jörðinni eyjan Stagley i Bjarneyjafióa 20 hundr. að dýrl. og jörðin Barmar. — Menn snúi sér til undirskrifaðs. Reykhólum 3. jan. 1894. Bjarni Þórðarson. í haust var Vigfúsi Magnússyni á Lundi dreginn tvævetur sauður, bvítur, með hans marki: stýft h., hvatt v., en hann á ekki þennan sauð; getur því réttur eigandi gefið sig fram og sannað eignarrétt sinn og fengið andvirði kindarinnar að frádregnum öllum kostnaði. Oddsstöðum 20. desember 1893. Árni Sveinbjarnarson. Laugardaginn og sunnudaginn 27. og 28. þ. m. heldur Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík „lombólu" í leikhúsi W.Ó.Breið- fjörð. Ágóðanum verður varið til að byggja hús handa félaginu. Þeir, sem kynnu að viJja styrkja þetta fyrirtæki eru beðnir að senda muni þá, eða það sem þeir vilja gefa, til W. ó. Breiðfjörð. Tombólunefndin. Sjónleikir byrja annað kveld í Goodtemplarahúsinu, og verður fyrst um sinn að eins leikið fáein kvéld. P^T’ Nánara með auglýsingum á göt- unum. Tómas Helgason „praktiserandi“ lækni í Reykjavík er allan daginn að hitta í Bankastræti nr. 7. Eyrna- nef- og hálssjúkdómar kl. 12—2. Samskot til liáskólasjóðsins. Halldór Jónsson bankagjaldkeri Rvík 5 kr., Jóhannes Böðvarsson snikkari Hvít- árvöllum 5 kr., Þorlákur Guðmundsson alþm. Fífuhvammi 10 kr.. Björn Bjarnar- son alþm. Reykjakoti 10 kr., Jón Einarsson bóndi Skorhaga í Kjós 50 aura, Tryggvi Gurinarsson bankastjóri 24 kr. 50 a., Int- ernationale Correspondence Association í Bollesó á Ur.gverjalandi 70 kr. 79 a., August Gebhardt cand. phil. gerra. í Leipzig 10 kr., E. Tvede lyfsali Rvík 20 kr.. Kona ónefnd í Rvík 4 kr., N. N. í Roykjavík 10 kr. AIls eru samskotin orðiu 1. janúar 1894 1105 kr. 29 aur. • Ekta anilínlitir tn •s-H ••H ^■H fást hvergi eins gððir og ódýrir eins og sc ••H í verzlun & ts 3 Sturlu Jónssonar K eS Aðalstræti Nr. 14. ** i— W •JWIUJlTUt! Fundur í stúdentafélaginu verður haldinn annað kveld kl. 9 á hótél Island• Seldar óskilakindur í Mosfellshreppi haustið 1893. 1. Svartur sauður, veturg., mark: blaðstýft fr., fjöður apt. h.; gagnbitað v. 2. Svartur sauður, veturg., mark: sneitt apt., biti fr. h.; sneitt fr. standfj. apt. v. 3. Hvítur sauður 2—3ja v., mark: stúfrifað h.; tvístýft apt. v. 4. Hvítur lambhrútur, mark: stýfður helmingur apt., fjöður fr. h.; stýfður helmingur apt., fjöð- ur fr. v. Brennim.: I. B. S. 5. Svartflekkótt lambgimbur, mark: hamarskorið, biti apt. h.; vaglskorið apt., biti fr. v. 6. Hvítur lambhrútur, mark: hamarskorið h. 7. Hvít gimbur, mark: sneittog biti apt. h.; gat, biti apt. v. 8. Hvit girnbur, mark: sneitt fr. h.; stýft v. 9. Hvit girnbur, mark: tvístýft apt., fjöður fr. h.; sneiðrifað fr. v. Þeir sem sanna fullan eignarrétt sinn að ofan- rituðum kinduin, geta vitjað andvirðis þeirra að frádregnum kostnaði til undirskrifaðs hreppstjóra, fyrir 6. júuí næstkomandi. Mosfo.llshrepp 2. janúar 1894. Halldór Jónsson. Oskilalömb seld í Gnúpverjahreppi næstl. baust. 1. Hvítt geldingslamb, mark: heilrifað, stig fr. h.; tvírifað í lieiit, gagnfjaðrað v. 2. Hvítt geldingslamb, raark: 2 staudfjaðrir fr., biti aptan h.; raiðhlutað v. 3. Hvítt gimbrarlamb, mark: sneiðrifað fr. h.; sneiðrifað aptan v. Bigendur geta fengið virði þessara lamba hjá undirskrifuðuui að fráteknum eptirleitartolli og öðr- um koBtnaði. Hlið 10. jan. 1894. L. Guðmundsson. Ágeetar appelsínur fást í Knudtzons verzlun á 6 aura stykkið. Kigandi og AbyrgSarmaíur Ilannes Þorstelnsson, cand. theol. Félagsprentsmihjan

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.