Þjóðólfur - 02.02.1894, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr.
Erlendis 5 kr. — Borgist
fyrir 15. júli.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsogn, bundin viö áramót,
ógild nema komi til útgefanda
fyrir 1. október.
XLVI. árg.
Bókmenntir.
pauðastundin. Eptir Bjarna Jönsson
stud. mag. Rvík 1893. Kostnaðar-
maður Sig. Kristjánsson. 52 bls. 12.
Höfundur kvæðis þessa er gáfaður ung-
ur námsmaður í Kaupmannahöfn. Dvaldi
hann hér á landi næstliðið sumar og hafði
atvinnu við þingskriptir, en mun hafa ort
meiri hluta þessa kvæðis í tómstundum
sinum þann tímann, og má það kallast
lagleg aukavinna, þótt kvæðið sé ekki
lengra. Ber það samt engan veginn vott
um, að því sé flaustrað af, því að yrkis-
efnið er nákvæmlega hugsað og samlík-
ingarnar margar mjög frumlegar og skáld-
legar.
Framan við kvæðið sjálft eru tvö smá-
kvæði til foreldra lians, bæði vel ort. Eru
þau í rauninni eins konar einkunn (,,motto“)
aðalkvæðisins. Vér viljum taka t. d. í
kvæðinu til föður skáldsins þessa vísu:
Hallar nú undan fæti fram að gröf,
ferðu að skila þeirri hefndargjöf,
allir sem kalla líf, en löngum ber
langan og þungan dauða í skauti sér.
Pað er þessi grundvallarhugsun, sem
ljósast ber á í aðalkvæðinu, að allt lífið
sé árangurslaust strit og einskis vert, því
að allar fegurstu vonir bregðist og háleit-
ustu hugsjónir hjaðni og verði að engu á
hinni „þungu sigling um lífsins lá“, og að
lífið sé því í rauninni hefndargjöf, en dauð-
inn bezti vinurinn, þótt menn óttist hann.
Samt sem áður elska menn lífið, því að
vonin lifir æ og ávallt. Hið eina, sem
ljúft er að minnast að æfilokum, er „lífs-
ins vinnau, það er meðvitundin um, að
maður hafi ekki legið á liði sínu, heldur
neytt allra krapta sinna til að halda sér
uppi í baráttunui og leitast við með ein-
lægum vilja að hefja samferðamenn sina
á lífsleiðinni á æðra stig og brjóta af þeim
hlekki ófrelsis, heimsku og hleypidóma,
enda þótt slíkar tilraunir hafi engan sýni-
leg&n árangur. Höfuðpersónan í aðal-
kvæðinu; er Helgi nefnist, hann er einn
þcssara manna, sem gengur út í baráttuna
á morgni iifsins með glæstar vonir, gullinn
hjálm og biturt sverð og „hugsjónir marg-
ar hreinar 0g bjartar, er hann valdi að
Reykjavík, föstudaginn 2. febrúar 1894.
vegaljósi“, en ást til fríðrar meyjar, er Sig-
rún nefnist, er sá árgeisli, er vermir hjarta-
rætur hans og varpar sólskini yfir anda
hans. Þessi ástmær hans kemur fram í
kvæðinu sem eins konar endurskin, sem
dýrðleg ímynd alls hins fegursta og há-
leitasta, er hreyfir sér í brjósti hins unga
manns. Hún er sú leiðarstjarna, er bein-
ir hugsjónum hans að háu og veglegu
takmarki, hún er það lyptiafl, sem varpar
þeim út á meðal almennings, út í barátt-
una. Þessar hugsjónir og frækorn þau,
er af þeim spretta, það eru börn Helga
og Sigrúnar. Sigrún er nauðug gipt öðr-
um, en Helgi flæmdur burtu, þá er hann
tekur að hefjast handa og flytja liinar
nýju kenningar sínar. Þó „missir hann
ekki móðinn“, því að það er minningin
um Sigrúnu, sem veitir honum nýjan þrótt,
og hann trúir því að takast muni, að
vekja enn gott í gumna brjóstum:
Hóf eg þvi móti hleypidömum
herskjöld og haslaði heimskunni völl
segir hann. Fer hann til bænda og fá-
tæklinga og bendir þeim á þá leið, er til
sannarlegs frelsis liggi. Þar á meðal bið-
ur hánn þá að binda ekki hug sinn við
úreltar kreddur og trúa aldrei í blindni
þeim orðum, er enginn skilji o. s. frv.
Þessum boðskap er í fyrstu vel tekið, en
svo kemur apturkastið. Klerkarnir koma
með krossmark í hendi og „bókina helgu“
og bændurnir stökkva hræddir heiin til
búa sinna. Hreyfingunni er lokið. Það
kemur víðar fram en á þessum stað, að
höfundur kvæðisins stendur alls ekki á
trúarlegum grundvelli, en ekki lítilsvirð-
um vér skáldskap hans sakir þess, því að
hann hefur jafnmikið gildi þrátt fyrir það.
Helgi berst alla æfi fyrir hugsjónum sín-
um, en verður ekkert ágengt, og þó hef-
ur hann þá von, að einhvern tíma muni
gróa flötin, sem hann færði í lag.
Að rekja þráð kvæðisins frá upphafi
til enda er óþarft. Helgi kemur að síð-
ustu í elli sinui aptur í æskudalinn sinn,
sofnar þar og dreymir Sigrúnu, sem þá er
látin og verður hann henni allshugar feg-
inn. Ræðast þau alllengi við um börnin
sín, hugsjónirnar hreinu og fögru, er þau
sendu frá sér á vormorgni lífsins. Þau
Nr. 6.
komu hrjáð og hrakin aptur til Sigrúnar
og geymdi hún þeirra svo vel, sem henni
var auðið. En þessar hugsjónir, sem ást
og von vakti í æsku, eru hyllingar einar.
Bleikur dauðinn stendur yfir höfði hins
gamla manns og ávarpar hann þess-
um orðum, er allvel lýsa meginhugsun
kvæðisins:
„Veslingsmaður, vonir fagrar
gera hyllingar huga ungum.
Hlæja þær fagrar í fjarska jafnan
eltirðn þær meðan endist lif.
Bn þótt þú hraðir og herðir göngu
firrast þær þig og í fjarska hverfa.
Verpur þá skugga á vegu þína
og sorti leggst yfir lífs þíns dag.
Altaf berstu, en aldrei sigrar,
leitar æ, en aldrei finnur,
elskar lífið en óttast dauðann,
þó er það ég, sem þér er beztur".
í þessari síðustu vísu er einkum dreginn
saman aðalmergur, aðalgrundvallarhug-
mynd kvæðisins í heild sinni, að menn
berjist ávallt, en sigri aldrei, leiti ávallt
en finni aldrei. Það er óneitanlega nokk-
uð myrk lífsskoðun, meira að segja ram-
asti „pessimismus", er auðvitað hefur við
mikinn sannleik að styðjast. Það erum
vér manna fúsastir að viðurkenna. En
það eru einnig til ýmsir ljósdeplar í til-
verunni. Hið sanna, fagra og góða ryður
sér braut með tímanum, að svo miklu leyti,
sem auðið er. Það er vor trú. Og vér
getum ekki neitað því, að oss virðist starf
ýmsra manna hafa borið blessunarríka á-
vexti. En þrátt fyrir þennan stefnumun
í skoðunum hljótum vér að ljúka lofsorði
á þetta kvæði hins unga skálds, því að
það ber vott um allmikla skáldskapargáfu,
djúpa og skýra hugsun og sannleikselsk-
andi, hræsnislausan anda. Málið á kvæð-
inu er ágætt og klætt í smekklegan, forn-
an búning. Kvæði þetta er yfirhöfuð eitt
með hinum beztu heimsádeilukvæðum vor-
um og ágæt byrjun hjá jafnungum höf.
Má óhætt vænta þees, að hann láti ekki
hér staðar nurnið, og viljum vér enda
þessar fáu línur með þeirri ósk, að hann
yrki mörg kvæði hér eptir með ofurlítið
ánægjulegri og bjartari skoðun á tilver-
unni og lífsstarfi manna yfirhöfuð, heldur
en kemur fram í þessu kvæði.