Þjóðólfur - 02.03.1894, Blaðsíða 2
42
Sú þjóð, sem veit sitt hlutverk er helgast
afl í heim,
eins hátt sem lágt má víkja fyrir krapt-
inum þeim.
Ciufubáturinn „Elín“. Samkvæmt
ferðaáætlun, sem nú er nýprentuð, á „Elín“
að hefja ferðir sínar frá Reykjavík 10.
apríl næstk. og fer þá fyrst til Akraness,
Borgarness og Straumfjarðar. Á hún að
fara alls 20 ferðir, til þessara staða (síð-
ast 6. okt.), en þó er Straumfirði sleppt
úr í 4 ferðunum. Til Maríuhafnar og Saur-
bæjar (á Hvalfjarðarströnd) á hún að fara
alls 4 ferðir, en 3 til Búða og Skógarness
(14. maí, 11. júlí og 19. sept.). Til Kefla-
víkur eru áætlaðar 16 ferðir. (hin fyrsta
12. apríl, síðasta 9. okt.) Á þessum ferð-
um kemur báturinn við í Hafnarfirði (i 7
ferðum) Vogunum (í 13 ferðum) Njarðvík-
um (í 8 ferðum) Garðinum (í 13 ferðum)
Sandgerði Hafnaleir og Grindavík (í 4 ferð-
um) optast í báðum leiðum á öllum þess-
um stöðum. Ennfremur er sú nýbreytni,
að í 3 þessum ferðum á báturinn að halda
alla leið til Eyrarbakka, Stokkseyrar, Yest-
manneyja og Víkur í Mýrdal. Hefjast
ferðir þessar frá Reykjavík 24. maí, 28.
júní og 9. ágúst, og er sú ferð hin eina,
sem báturinn á að íara í þeim mánuði,
samkvæmt þessari fastákveðnu ferðaáætl-
un, enda eru þá flutningar litlir, en eins
og í fyrra sumar mun báturinn skreppa
ýmsar aukaferðir auk skemmtiferða á
sunnudögum. Verður ekki anuað séð af
áætluninni, en að ferðunum sé allhagan-
lega niðurraðað, og ættu þær nú að geta
komið að fullum notum og veita nægilega
reynslu til að byggja á í framtíðinni.
Nýdáin er Anna Sigríður Jónsdóttir
(prófasts Melsteðs í Klausturhólum Páls-
sonar amtmanns) kona G-uðjóns bónda Vig-
fússonar í Klausturhólum, ung kona og vel
þokkuð.
Sjálfsmorð. Úr Borgarfirði er ritað
22. f. m. „Maður nokkur Jón Davíðsson
að nafni, (frá Fornahvammi) fyrirfór sér
í Norðurá nokkru eptirnýárið; hafði hann
verið grunaður um sauðatöku ásamt öðr-
um manni og er sagt, að sýslumaður hafi
haldið rétt yfir þeim að Hvammi i Norð-
urárdal, en að því loknu hafi þeir átt að
mæta á skrifstofu sýslumanus, til frekari
rannsókna, en áfangastaðir verða stundum
misjafnir og svo varð hér. Sýslumaður
komst heim að Arnarholti, Jón Davíðsson
drekkti sér í Norðurá, en Guðmundur
Magnússon hvarf felmtsfullur heim að
Laxfossi. Út af rannsóknum þessum hafa
myndast ýmsar þjóðsagnir, sem ekki er að
henda reiður á“.
--o> ci*o<e> fc.ii —
Austur-Skaptafellssýslu 3. febr.: „ Veð-
wrátta hefur verið fremur hagstæð og jarðbannir
ekki teljandi, það sem af vetri er. Reyndar gerði
hagleysur i Öræfum í vikunni fyrir jólaföstu og
hélzt þar til út úr jðlum, að hlánaði svo að alautt
varð. Austan Breiðamerkursands tðk aldrei fyrir
haga, og eru að eins sumir þar farnir að gefa full-
orðnu fé með útbeit, enda eru enn að kalla auðar
jarðir. Mest frost. er komið hefur á vetrinum — í
Öræfunum var 30. nóv. 15° á R. i skugga.
Þung kvefsótt, er líkist Influenza, gengur nú
almennt, sem tekur nálega hvern mann á sumum
heimilum, svo að til vandræða horfir með að gegna
gripum.
Mikið hefur verið tiðrætt nm vöruskortinn, sem
verið hefur á Papós, einkum síðan Jörgen Johnsen
seldi þá verzlun. Af því að þar var enga korn-
vöru að hafa síðan skömmu eptir sumarkauptíð,
voru margir svo illa staddir, að þeir áttu ekki
mjöl út í blóð sín að haustinu, og urðu því að
sækja helztu nauðsynjar sínar austur á Djúpavog.
Áttu menn fjarska erfitt að verða að fara svo
langan veg fram hjá sínum verzlunarstað um haust
og vetur, og fá þar ekkert nema hönd seldi hendi.
17. jan. kom nú skip það til Papósverzlunar, sem
átti að koma í haust. Dað var Iengi að hrekjast
í hvassviðrunum í haust fyrir suðurlandi. Seinast
náði það inn á Reyðarfjörð og lá þar lengi. Lagði
svo þaðan og komst fyrir jólin inn undir Papós,
hraktist svo þaðan aptur til Reyðarfjarðar. Bggert
verzlunarstjóri á Papós fór síðan austur á Seyðis-
fjörð og samdi við O.Wathne um að koma skipinu
suður á Papós með gufúskipi fyrir 1400 kr. Gekk sú
ferð allvel, og urðu menn næsta fegnir komu skipsins.
Til þess að reyna að ráða bót á þeira tilfinnan-
lega vöruskorti og þar af leiðandi erfiðum haust- og
vetrarferðum, var haldinn fundur í Bjarnanesi 26. jan.
til þess að panta lausakaupmann á Hornafjörð í
sumar. Var það álit fundarins, að heppilegast mundi
að fara þess fyrst á leit við S. Johansen á Seyðis-
firði. Yörum var honum lofað, i hið minnsta 3000
pd. af ull, ef hann kæmi með nauðsynjavörur á
Hornafjörð nálægt 15. júní. í lok fundar kom
Eymundur Jónsson járnsmiður í Dilksnesi með þá
uppástungu, að menn reyndu að mynda kaupfélag
fyrir þessa sýslu og meiri hluta Suðurmúlasýslu;
skyldi koma upp húsi og góðri bryggju við Beru-
fjörð; gætu svo Skaptfellingar fengið þaðan fluttar
vörur með strandferðum á Hornafjörð. TJppástungan
þótti góð, en ekki framkvæmanleg að svo stöddn
vegna efnaleysis almennt.
Helzta vöruverð á Papós var i sumar: hvít ull
nr 1 60 a., nr. 2 55 a., mislit 40 a., kaffi 1,25 a.,
export 50 a., melís 35 a., rúg 17 kr., bankabygg
23 kr., ertur 23 kr. 200 pd., salt 35 a. og kol
35 a. kúturinn, steinolia 22 a. potturinn“.
Eptirmæli.
Um Finn bónda Finnsson á Finnsmörk í Mið-
firði, er andaðist næstliðið sumar, eins ogminnsthefur
verið á í Þjóðólfi, hefur nákunnugur maður ritað svo:
„Úr blárri fátækt og þrátt fyrir lítilfjörlegt upp-
eldi komst Finnur svo langt að verða mesti sóma-
og rausnarbóndi i sínu héraði og lang stórvirk-
astur í öllum búskaparframkvæmdum og hjálpsemi
við aumingja. Á sinum efstu árum, er hann hafði
gefið frá sér allar eigur, voru hans gráu hár, hans
hrikalegi vöxtur, hans ljúfmannlega hjarta og glaða
yfirbragð nóg til þess að ávinna honum meiri virð-
ingu, en nokkur annar honum samhéraðs átti skilið.
— Þess má geta sem dæmis upp á hús hans og
heybirgðir, að hann einn harðindavetur tók 80
hross á hús og hey af þurfandi náungum, og þess
má einnig geta, að hann var sæmdur verðlaunum
af styrktarsjóði Kristjáns konungs 9. fyrir framúr-
skarandi dugnað í jarðabótum11.1
Tómas Eggertsson hreppstjóri á Ingjaldshóli
andaðist 27. (ekki 26.) desbr. f. á., 71 eins árs að
aldri. Hann var fæddur 19. júní 1822, og hafði
búið að Ingjaldshóli samfleytt 32 ár, verið hrepp-
stjóri um 30 ér og optastnær hreppsnefndar- og
sóknarnefndarmaður; einnig var hann skipaður af
amtmanni sáttanefndarmaður og bólusetjari og hafði
hvorttveggja á hendi um mjög mörg ár; 2. febr.
1853 kvongaðist hann Matthildi Narfadóttur og
eignaðist með henni 6 börn, er uppkomust, missti
konu sína 1873 og síðan einnig 3 fullorðin, efnileg
börn. Faðir hans var Eggert í Haukatungu, sem
dó þegar Tómas var á unga-aldri. Tómas mun
hafa alizt upp hjá Sigurði Helgasyni dbrm. á Jörfa,
þar til hann var hér um bii hálf-þrítugur. Áður
en hann fluttist að Ingjaldshóli hafði hann verið
verzlunarmaður í Ólafsvík 12 ár. Þegar hann
flutti að Ingjaldshóli var hann við góð efni, en
sem öll voru alveg farin, sem mikið orsakaðist af
margra ára legu hans. Tómas sál. ávann sér virð-
ingu og elsku allra þeirra, er þekktu hann. Hann
var glaðlyndur, friðsamur og blíðlyndur við alia,
þó hann auk annars mótlætis ætti síðari hluta æfi
sinnar við megna vanheilsu að berjast. Haun lét
sér einkum annt um að styðja og efla allt fagurt
og gott hjá sveitungum sínum, sem lengi munu
sakna bans góðfræga gestrisnis-heimilis. 8 & 10.
Ghmnar Melkjörsson Bachmann snikkari og
fyrrum verzlunarmaður andaðist úr brjóstveiki 18.
jan. á Geirseyri við Patreksfjörð 51 árs að aldri.
Hann var sonur Melkjörs bónda i Efranesi í Staf
holtstungum Eggertssonar prests í Statholti Bjarna-
sonar Iandlæknis, en móðir Gunnars var Björg Jóns-
dóttir prests Hallgrímssonar Bachmanns, systir séra
Geirs Bachmanns og ekkjufrú Ingileifar Melsteð.
Hanu var lengi í þjónustu N. Chr. Gram kaup-
manns, bæði við verzlanir haus í Stykkishólmi og
síðar á Þingeyri, en stundaði eptir það trésmíði á
ísafirði, unz hann fluttist til Patreksfjarðar síðast-
liðið sumar. Kona hans var Guðrún Jónsdóttir,
ættuð úr Helgafellssveit. „Hann var mjög vel met-
J) Erfiljóð, er fylgdu minningarorðum þossum,
verða ekki tekin í blaðið, og viljum vér eptirleiðis
helzt vera lausir við slíkar sendingar, því að þær
eru sjaldnast mikils virði í skáldlegu tilliti, þótt
tilgangur höf. sé góður. Jafnframt viljum vér og
skora á þá, er senda oss æfiatriði látinna merkis-
manna, að gera það svo fljótt sem unnt er, en
draga það ekki vikum og mánuðum saman, eða
jafnvel lengur, en annars veitum vér öllum stutt-
um skýrslum um dáið merkisfólk fúslega viðtöku,
ef oss berast þær nógu tímanlega í hendur.
Bitstj.