Þjóðólfur - 02.03.1894, Qupperneq 4
44
Fundur í stúdentafélaginu verður
haldinn annað kveld kl. 9 á hötel Island.
Umræður um háskðlamálið.
Gott Útliey, hvort held-
nr handa hestum eða kúm, fæst til kaups.
Ritstj. vísar á.
Singers saumavélar, bezta tegund,
komnar aptur í
verzlun Sturlu Jónssonar.
• Ekta anilínlitir fcr:
fást hvergi eins góðir og ódýrir eins og s»
a 1 verzlun S
S «8 Sturlu Jónssonar
Aðalstræti Nr. 14.
;rt-
•
Öllum þeim, sem sýndu mér og minni látnu
móður þá alúðarhluttekningn, að í'ylgja henni til
grafar 20. þ. m., og sér í lagi líkmönnunum, sem
af sinni miklu góðvild gáfu mér alla sína fyrir-
höfn, votta eg hérmeð mitt innilegasta þakklæti og
bið algóðan guð að launa þeim af ríkdómi sinnar
náðar, er þeim mest á liggur.
Kópavogi 28. febr. 1894.
Árni Árnason.
Vatnsstígvélaáburðurinn ágæti fæst
hjá Rafni Sigurðssyni.
Seldar óskilakindur í Þingvallahreppi
haustið 1893:
1. Hvítur sauður veturgamall, mark: sneitt apt.
h.; lögg apt. v.
2. Hvítur hrútur tvævetur, mark: (óglöggt h.);
blaðstýft apt. v. Brennimark: H. ö. S.
3. Hvítur sauður veturg., mark: stúfrifað h.; sneið-
rifað apt., biti fr. v.
4. Hvít gimbur veturg., mark: sneitt fr., gat h.;
sneitt apt., gat v.
ð. Hvítur sauður veturg. mark: sýlt h.; vaglrifa
apt. v.
6. Hvít gimbur, lamb, mark: stúfrifað h.; tvístýft
fr., gagnbitað v.
7. Hvítur geldingur, lamb, mark: miðhlutað, stig
fr., fjöður apt. b.; tvístýft fr. v.
8. Hvítur geldingur, lamb, mark: sneift fr., gagn-
bitað h.; stýft, biti fr., fjöður apt. v.
9. Hvítur hrútur, lamb, mark: sýlt, biti fr. h.j
gagnbitað v.
10. Morílekkótt gimbur, lamb, mark: hálftaf fr.
b.; hálftaf apt. v.
11. Svartkápótt gimbur, lamb, mark: tvírifað í
stúf h.; blaðstýft fr. v.
12. Hvítur geldingur, lamb, mark: (kalineyrt h.);
sýlt v.
13. Hvít gimbur, lamb, mark: heilrifað, biti fr. h.;
hálftaf apt. v.
14. Hvít gimbur, lamb, mark: sýlt, biti fr. h.;
biti fr. v.
Þeir sem sanna eignarrétt sinn til ofanritaðra
kinda geta fengið andvirðið, að frádregnum kostn-
aði, hjá undirskrifuðum til veturnótta 1894.
Hrauntúni 28. desbr. 1893.
Jónas Halldórsson.
(P
„Piano“-verzlun
,5Skandinavien“
verksmiðja og sölubúð
Kongens Nytorv 22, Kjöbenhavn.
Verksmiðjunuar eigið smíði ásamt
verðlaunuðum, útlendum hljóðfærum.
Birgðir af Orgel-Harmonium.
Er alit selt með 5°/0 afsiætti gegn
borgun í peningum, eða
gegn afborgun.
■jl G-ömui hljóðfæri tekin í skiptum.
jj Yerðskrá send ókeypis.
Bigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Félagsprentsmiðjan.
10
„Eg ætla að segja þér, Henning! að eg iðrast ekki
þess, er eg hef gert“.
Að svo mæltu gekk hún burtu.
Henning sat lengi í eins konar leiðslu, en reikaði
því næst inn í svefnherbergi sitt og fleygði sér ofan á
rúmið. Hann hafði andstyggð á sjálfum sér. Nú var
öll von úti, og hann hugði, að snjallasta ráðið fyrir sig
væri, að skjóta kúlu gegnum höfuðið á sér, en að lifa —
að læðast. áfram gegnum líflð með flóttalegu augnaráði,
eins og barinn hundur, nei, það vildi hann ekki gera.
Hún hafði markað hann þrælsmarki með Iöðrungnum og
hún hafði fulla heimild ti! þess, því að sá ódrerigskapur,
sem hann hafði sýnt af sér, átti ekki betra skilið. En hve
mjög hann hafði elskað hana, svo brennandi heitt og þó
heimskulega, ekki sem maður, heldur sem hundur: hann
hafði legið fyrir fótum hennar, eins og frammi fyrir
guðalikneskju. Þau höfðu staðið í aldingarðinum og
hún hafði skorið nafnið sitt á trjástofn um leið og hár
hennar sveipaðist fyrir vindblænum, og hann hafði
laumast að henni og kysst einn hárlokkinn og verið
innilega glaður marga daga á eptir. Nei, þrekmikill
kjarkur eða örugg von hafði aldrei verið samfara ást
hans; hann var þræll í öllu, ást sinni, von og hatri. —
Hvers vegna hafði hún ekki trúað því, sem hann sagði
henni, heldur treyst Niels í biindni? Hann hafði þó
n
aldrei logið að henni fyr; þetta var fyrsta ódrengskap*
arbragðið, sem hann nokkru sinni hafði gert sig sekan
í, og hún hafði undir eins orðið: þess vör! Pað hlaut
að vera sakir þess, að hún hefði aldrei búizt við öðru
af honum en lítilmennsku og óþokkaskap. Hún hafði
aldrei þekkt hann rétt. Hann hafði hennar vegna látið
sér lynda þetta langa, vesaldarlíf í Stavnede, þar sem
hver brauðbiti, er hann bar að munni sér, hafði verið
sýrður með hinu sífellda nöldri um, að þetta væri gjöf.
Honum virtist, að hann gæti orðið frávita við þessa
hugsun. Hann hataði sjálfan sig fyrir hina heimsku-
legu þolinmæði og hégómlegu von. Honum fannst, að
hann gæti myrt hana fyrir það, sem hún hafði gert á
hluta hans, og hann ásetti sér að hefna sín; hún hlaut
að greiða honum iðgjöld fyrir hin löngu niðurlægingar-
ár, fyrir hinar ótal mörgu kvalafullu stundir. Hann
vildi hefna sín fyrir það, að hann hafði misst virðing-
una fyrir sjálfum sér, fyrir það, að hann hafði elskað
sem þræll og fyrir kinnhestinn.
Nú vaggaði hann sér í hefndardraumum, eins og
fyr í ástardraumum, og hann skaut sig ekki og fór
ekki heldur burtu.
Pað var snemma dags 2—3 dögum síðar, að Henn-
ing stóð íyrir dyrurn úti með byssu og veiðitösku. Þá