Þjóðólfur - 02.03.1894, Page 3

Þjóðólfur - 02.03.1894, Page 3
43 inn af öllum, sem honum kynntnst, ástúðlegur og nmhyggjusamur eiginmaður og heimilisfaðir, vand- aður í allri hegðun og hreinn í lund, fjölhæfur smiður og mesti dugnaðarmaður11. (J. P.). Edison ver árlega um 750,000 kr. til kostn- aðar við vinnustofu sína. Hann hefur þegarfengið einkaleyfi á 400 uppfundningum. Eigur hans eru metnar yfir 11 miljónir króna og aukast þær ér frá ári. Hann er hófsmaður mikill í mat og drykk, lifir á jurtafæðu, en reykir þó 20 vindla á dag. Hann hefur litla eða enga samblendni við aðra menn, enda er hann nær heyrnarlaus, en hann er fjörugur í anda og óþreytandi starfsmaður. Fyrirspurnir og svör. 1. Eg hef uppkomna syni mína fyrir vinnu- menn og fóðra fyrir þá kindur i kaup, því eg hef ekki peninga til að borga þeim kaupið með. Nú mun eg eptir Iögunum skyldur að telja fram þess- ar kindur þeirra með mínu fé, en ber mér eða þeim að borga af þessum kindum opinher gjöld, eða til sveitar, þegar vinnumenn í sömu sveit, sem hafa */2 hlut eða peningakaup, þurfa ekkert að gjalda til ofannefndra gjalda? Svar: Hreppsnefndin hefur heimild til að leggja útsvar á vinnumenn eptir „efnum og ástæðum11, og þarf hún ekki að taka tillit til, hvort þeim er goldið kaupið í peningum eða á annan hátt, held- ur til þess, hversu efnaðir þeir eru. Leggi nefnd- in útsvar á efnalitla vinnumenn, en sleppi öðrum, sem betur efnaðir eru, er rétt að kæra það, en að öðru leyti er enginn viss mælikvarði, sem nefndin getur fylgt, að því er útsvar vinnumanna snertir, heldur er það að eins komið undir álitum hennar. 2. Mega prestar leyfa stúdentum og öðrum mönnum, sem eigi stunda guðfræðisnám, að stiga í stólinn til að prédika? Svar: Prestum er fyllilega heimilt að láta stúdenta stíga i stól til að prédika, þótt þeir stundi ekki guðfræðisnám, nema hegðun þeirra og siðferði sé að almenningsáliti eitthvað hneykslan- legt. Að óskólagengnir menn haldi stólræður i í kirkjum mun óalgengt hér á landi, enda munu prestar ekki hafa heimild til að leyfa það, nema við einhver sérstök tækifæri, t. d. við minningar- hátíðir o. s. frv., þá er guðsþjónustuathöfnin hefur nokkru veraldlegra snið en ella. 3. Er það lögum samkvæmt, að menn af öðr- um hæjum' fiski bæði þorsk og spröku mér óaðspurt, rétt upp við útfirið við ábýlisjörð mína, þar eð það ekki hefur verið venjulegt fiskipláss, og þeir mega þess vel án vera, þegar nægur fiskur er víðar, en eg hafði borið þar niður, ti! að venja þangað fisk? Liggja ekki hætur til þessa? Svar: Spyrjandi hefur ekki heimild til að banna mönnum fiskdrátt úti fyrir landeign sinni eða i landhelgi, enda þótt hann hafi borið þar niður fyrir fisk, en landhlut af veiðinni getur hann heimtað. 4. Qetur ekki skriflegur samningur eða arfleiðsla persóna á milli haft fullt gildi, þótt ekki séu vott- ar undirritaðir eða skjalinu þinglýst á manntals- þingi, ef það komur fram eða er til sýnis, þá er annaðhvort fellur frá? Svar: Slik arfleiðsluskrá hefur ekkert laga- gildi. Arinbj. Sveinbjarnarson bókbindari tekur bækur til bands og heptingar með sanngjörim verði. Bækur gyltar í sniðum, ef æskt er. Vinnustofa: Skólastræti 3. Nr. 8 Gothersgades Materialhandel Nr. 8 í Khöfn, stofiiuð 1865, selur í stórkaupum og smákaupum allar material- og kolonial og delikatesse-vörur, ágætlega vandaðar og fyrir vægt verð. M. L. Meyer & Möller. Kaupmannahöfn K. •oV^ ægte Normal-Kaífe (Fabrikken („Nörrejyiland“) sern er miklu ódyrra, bragðbetra og hollara en nokkuð annað kaffi. Undirskrifaöur hefur til sölu talsvert af tilbúrium sk'ofainaði af flestum tegundum og stærðum. Jón Brynjólfsson skósmiður. 12. Bankastræti 12. 12 var það, að Niels Bryde bar þar að ríðandi, og var hanu einnig búinn til veiðifarar. Þótt hann og Henning væru litlir vinir, töluðu þeir þó hlýlega saman og virt- ust vera mjög glaðir yfir því, að það skyldi hittast svo vel á, að þeir gætu orðið samferða. Þeir gengu svo sarnan niður að „Reyninum11, sem var allstór hólmi út við fjarðarmynnið, lyngivaxinn og flatlendur. Þar hóp- aðist saman á haustin mikill fjöldi sela, er léku sér á hinum Iágu sandrifjum, er gengu út frá ströndinni, eða sváfu á hinum stóru malarklettum í lendingunui. Það voru þessir f/elir, sem þeir Henning og Niels ætluðn nú að herja á. Þá er þeir komu þangað niður eptir, gekk sinn veg hvor meðfram sjónum. Það var dimmviðri og þokuslæðingur og þess vegua var fjöldi sela kominn inn í fjarðarmynnið. Opt heyrðu þeir Henning og Niels skot hvor til aunars, en smátt og smátt fór þokuslæðingurinn í vöxt og um miðjan dag lá kolniðaþoka yfir hólmanum og firðinum, svo að ekki var unnt að greina steiu frá sel í tíu feta fjarlægð. Henning settist niður við sjávarmál og starði út í þokuna. Allt var kyrt og hljótt, og ekkert rauf hina djúpu, dapurlegu þögn, nema ofurlítið skvettuhljóð í vatninu og fuglakvak endrum og sinnum. Henning var orðinn þreyttur á öllum þessum hugs- unum, þreyttur á að vona, þreyttur á að hata og 9 „Þú lygur, Henning! Þetta segir enginn, það er allt saman uppspuni þinn og einskis ainiars". „Hvers vegna spyrðu þá? hvaða ánægja gæti það verið fyrir mig að beia það út. hve vel honnm gengur að koma sér í mjúkinn hjá Bonebystúlkunum ?“ Hún sleppti burknunum, gekk að honum og mælti: „Eg hélt ekki. að þú værir svona mikið óhræsi, Henn- ing!“ „Já, eg get svo vel skilið það, góða, að þér gremjist þetta, það hiýtur einnig að vera leiðinlegt fyrir þig, að hann á svo bágt með að ha!da sér í skefjum — að miunsta kosti núna“. „Svei, Henning! Þetta er illa og ósæmilega mælt, en eg trúi ekki lygi þinni“. „Það er ekki eg, sem segi það“, svaraði hann og leit niður fyrir sig, „eg hef ekki séð þau kyssast“. Agata laut niður að honum og gaf honum utan undir með mesta fyrirlitningarsvip. Hann varð fölur sem nár og leit framan í hana með svo kynlegu augnaráði, eins og hann væri hálft um hálft veikur hundur, en hálft um hálft móðgaður maður. Agata huldi andlitið í höndum sér og gekk að hurðinni, er stóð opin. Þar nam hún litla hríð staðar og studdi sig, eins og hana svimaði. Svo leit hún um öxl til hans og mælti kuldalega og rólega:

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.