Þjóðólfur - 06.04.1894, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 06.04.1894, Blaðsíða 3
63 um garð gengin hér í bænum eptir rúm- an mánuð, og svo mun einnig vera í sjó- plássunum hér við sunnanverðan Faxaflóa. Hefur hún lagzt allþungt á marga, og snúizt upp í lungnabólgu, en þó ekki verið mannskæð. Hér í bæuum munu alls hafa látizt um 20 manns úr henni. flest gamal- menni. Allmargir liafa og dáið í Garða sókn á Álptanesi, en fremur fátt annars- staðar hér nærlendis, að því er spurzt hefur. Veikin hefur gengið um Árness- og Rangárvallasýslur og er komin upp í Borgarfjörð, en lengra að vestan hefur ekki frétzt. Tíðarfar hefur mátt heita mjög gott hér á Suðurlaudi næstliðinn jmánuð. Að vísu hefur verið nokkuð umhleypingasamt en frost ekki teljandi og er það sjaldgæft í marzmánuði. Aflahrögð eru enn mjög treg hér við flóann og er útlit fyrir, að vertíðin verði fremur rýr í þetta skipti. Þó kvað fisk- ur vera fyrir í Garðsjónum, en influenza- veikindin hafa nú um tíma allmjög haml- að sjósókn, og svo hafa gæftir verið stirð- ar. Afli í þorskanet, er voru lögð 1. þ. m, er sagður fremur lítill, enn sem komið er. Þó hafði einn formaður (í Leirunni ?) feng- ið 400 á skip, er hann vitjaði fyrst um, en það var líka langhæst þar um slóðir. Af Suðurnesjum 1. marz: „Loksins tök þá Útskálasöfnuður að sér fjárhald kirkju sinnar í janúar síðastliðnum. Það hefur lengi gengið í stímabraki, að fá þvi framgengt, þvi ekki hafa nógu j margir sótt safnaðarfundi. Keflavíkurmenn hafa ( lengi hugsað um að koma upp kirkju hjá sér, en þvi gat varla orðið framgengt nema með því móti, að söfnuðurinn tæki að sér fjárhald ogumsjónkirkjunn- j ar. Það verður nú ekki langt að biða, þangað til þessi j fyrirhugaða kirkja kemst upp i Keflavík, það er búið að mæla henni út blett, sem hún á að standa á og þegar farið að afla grjóts í grunninn. Þvi ver mun eiga að byggja hana úr timbri, en ekki úr steini. — Það er mesta þörf á kirkju i Keflavik; nú er þar orðið svo margt fólk, 290 manns, og langt og örðugt að sækja kirkju að Út- skálum. Ekki er enn þá útgert um það, hvort þessi kirkja hefur sameiginlegan. sjóð og Útskála- kirkja eða hvort fjáraðskilnaður verður gerður milli kirknanna. Seinni part febrúar var haldinn almennur fund- ur í Kaupfélagi Rosmhvalanesshrepps; flestir fé- lagsmenn mættu. íteikningar voru lagðir fram, endurskoðunarmenn kosnir, og ákvarðað að halda félaginu áfram næsta ár, og hafa Zöllner fyrir miiligöngumann í útlöndum, eins og að undanförnu, aðalforstjóri var kosinn og deildarstjórar. Það var ákvarðað, að hér eptir skyldu deildarstjórar fá þókn- un fyrir starfa sinn 1% a< verzlunarupphæð deild- arinnar. Pantanir fóru svo fram rétt á eptir og voru sendar með póstskipinu, þær voru með fjör- ugasta móti. Félagsmenn höfðu stórhag af að vera í félaginu siðast liðið ár. Félagið var skuldlaust við Zöllner í haust og fékk talsvert af peningum bæði í fyrra vor og haust er leið, sem greiddi mjög viðskipti manna. Allar deildir eru skuldlausar inn- byrðis. Það er útlit fyrir, að menn auki fremur þannig lagaða verzlun framvegis; þess er líka mjög þörf hér, því verzlun er fremur örðug í Keflavík. Félagið á von á saltskipi daglega.1 Afli hefur verið góður hér á milli vertíða, en gæft- ir afarstirðar. Bezt hefir aflazt á lóðir i Garðsjón- um. Það er óreiknanlegur hagur fyrir Garðinn að mega hafa lóð frá nýári fram úr, þar Bem þar er svo erfitt með beitu, að lítið mundi fiskast á færi. Nokkrir hafa látizt hér siðan nýár; ein af þeim er Steinunn Gísladóttir ekkja Helga sál. Helgason- | ar á Lambastöðum i Garði, 80 ára gömul. Hún hafði búið 57 ár á Lambastööum, 6 ár ekkja. Þau Helgi sálugi bjuggu lengst af við mjög góð efni, og búskapur þeirra og heimili var mjög tiL fyrirmyndar, og þau voru með réttu talin með mesta merkisbændafólki i þessum byggðarlögum. apríl. Nú er „Influenzan“ búin að geisa hér; hún kom hingað þann ia'/3., en hafði breiðzt út um öll Suðurnes um þann 20. Það var íremur eyði- legt um tíma. Það mátti svo segja, að næstum ailir lægju á hverjum bæ um allar byggðirnar; á sum- um bæjum varð varla hægt að sinna alira nauð- synlegustu störfum nokkra daga. Nú er flestum farið að létta, margir eru mjög vesalir, og mega lítið reyna á sig. Eigi allfáir hafa dáið, helzt gamalmenni. í Útskálaprestakalli eru 17 dánir, þar af 2 börn og einn miðaldra maður, hitt gamal- 1) Keflavik, Leira, Garður og Njarðvíkur eru í félaginu, en Miðnes mjög lítið. 20 fyrirtæki nokkru. Hann varð að leggja mikið fé í söl- urnar, en Henning hjálpaði honum ávallt. Hið síðasta fjárframlag var ógreitt, þá er Henning dró sig í hlé. Klausen þóttist sannfærður um glæsilegan árangur, en hann sá, að það var úti um sig, ef hann hætti við svo búið, en sjálfur gat hann ekki innt meira fé af hönd- um. Svo tók hann það til bragðs, að stæla hönd Henn- ings á nokkrum víxlum, því að hann hugði, að engan mundi gruna neitt um það, og ágóðann þóttist hann hafa í hendi sinni. Fyrirtækið misheppnaðist. Klausen var svo að segja á heljarþröminni. Borgunardagur víxlanna var í nánd. Það var ekkert undanfæri og hann hlaut því að freista hins ítrasta: hann sendi Agötu til Stavnede. Henning varð forviða, er hann sá hana, því að hún var nýkom- in á fætur eptir barnburð, og það var kalsaveður og ýrði regn úr lopti. Hann bauð henni inn í grænu stof- una, og þar skýrði hún frá hinu óhappalega fyrirtæki og fölsun víxlanna. Henning liristi höfuðið og sagði stillilega og hóf- lega, að hún hlyti að hafa misskilið mann sinn: það væri ekki venja að skrifa nöfn annara manna á víxla, það væri glæpur, hreint og beint glæpur, er samkvæmt lögunum varðaði betrunarhúsvinnu. Hún kvaðst ekki hafa misskilið mann sinn. Nei, 17 konan hans var dáin fyrir mánuði, og svo hafði hanu einmitt þessa dagana orðið að vísa ráðsmanni sínum burtu sakir ótrúmennsku. Henning kom því í góðar þarfir. Tók hann að gefa sig við verzluninni af alhuga og tókst á hendur forstöðu hennar að ári liðnu. Fjórum árum síðar eru orðnar allmiklar breytingar. Timburkaupmaðurinn er látinn og Henning orðinn aðal- erfingi hans. Lind gamli í Stavnede heíur einnig safn- azt til sinna feðra, en skildi við búgarðiun svo skuld- um vafðan, að það varð að selja hann, og við söluna hafði svo sem ekki neitt orðið afgangs handa Agötu. Nú er Henning orðinn eigandi búgarðsins, hættur við timburverzlunina og farinn að stunda landbúnaðinn að nýju. Agata, sem nú á heima hjá sóknarprestinum, hef- ur fengið sér nýjan unnusta, Klausen að nafni, i stað Nielsar Bryde’s og á brúðkaup þeirra að standa von bráðar. Hún er enn fegurri en fyr. En um Henning er allt öðru máli að gegna. Það er ekki að sjá á hon- um, að hamingjan hafi leikið við hann. Það liggur við, að hann sé ellilegur útlits; andlitsdrættirnir eru hörku- legir en gangurinn veiklulegur. Hann gengur dálítið boginn, talar fátt og mjög af hljóði. Það er kominn einhver undarlegur þurragljái á augu hans og augnaráð- ið er orðið flóttalegt og ofboðslegt. Þá er hann hygg-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.