Þjóðólfur - 06.04.1894, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 06.04.1894, Blaðsíða 4
64 menni. Nokkiir liggja enn bættulega veikir í lungnabólgu. — Þessi landfarsótt hefur valdið hér næstum óbætanlegu tjóni. Einmitt rétt um það leyti, sem hún kom, var kominn bezti afli, en ekki gat 1 skip af 20 dregið sig út á sjóinn. Þeir fáu, sem út komust næstum hlóðu dag eptir dag. Það er ekki hægt að reikna slíkt tjón, kvalræði og mannslíf, sem af henni leiðir. — Heyrt höfum vér að landlæknirínn hafi skrifað i blöðin leiðbeining- ar fyrir „fólkið11 um hvernig „það ætti að fara með sig“ í þessari veiki; en þau blöð eru enn ekki komin hingað til útkjálkanna. Og þykir nú mörgum satt að segja slík íeiðbeining ótímabær burður. Margur vænti þess fremur, að landlæknirinn hefði svo undirbúið, að sótt þessari hefði eigi verið hleypt yfir allt land. Óvíða er þó hægra að stemma stigu fyrir sóttum en á fslandi; en við stöndum i sama farinu með sóttvarnir, sem við stóðum á öldinni sem ieið. — Það er hörmulegt til þess að vita, að slíkum vogest skuli leyft að loga yíir allt land, þegar jafnmikið er i húfi. Nú er þó læknir i hverri sýslu og viðar. Skeiðará er líka enn til sunnan- lands og Jökulsá á Fjöllum að norðan. Þær renna báðar ðlgandi og niðandi, og aðskilja byggðir Aust- lands frá öðrum byggðum, en iandlæknirinn og allir hinir læknarnir sitja rólegir og nota þær ekki til þess, sem hægt er að nota þær, og horf'a á, að Inflúenzan æðir drepandi og lainandi yfir landið“. -j- Hérmeð tilkynnist ættingjum og vin- um, að mín ástkœra eiginkona, Slgrun Þorsteinsdóttir, andaðist í morgun eptir | þunga legu, 56 ára gömul. Reykjavík 5. apríl 1894. Þorsteinn Narfason frá Brú. Fnndur í stúdentafélaginu verður haldinn annað Jcveld kl. 9 á hótel Island. I XJndirskrifuð veitir kennslu í sðng, Fortejfiano og Gruitar. Guðrún Waage. Pósthússtræti 16. Tll leigll frá 14. maí 3—4 herbergi í miðjum bænum með eidhúsi og kjallara. Ritstj. vísar á. Hér með tilkynnist þeim, er keypt hafa seðla í „Lotteríi“ því, er haldið hefur verið til ágóða fyrir „Kvennmenntunar- sjóðinn“ á Ytriey, að nú er framfarinn dráttur, undir umsjón herra sýslumanns Lárusar Blöndal, er þannig féll: Harmonium nr. 567 Dýrara sessuborðið nr. 308 Ódýrara sessuborðið nr. 1075 Armband nr. 1727. Munanna má vitja til undirritaðrar. Ytriey, í febrúar 1894. Elín Briem. CSrOlrt tLerTDergí í miðjum, bænum fyrir einhleypan mann fæst til leigu frá 14. maí næstk. Ritstj. vísar á. Hali einhverjir kaupendur „Þjóðólfs“ fengið ofsend bliið af þessum árgangi, eru þeir beðnir að endursenda þau sem allrafyrst, einkum 7., 8., 9. og 10. tölubl. „Piano“-verzlun J5Skandinavien“, verksmiðja og sölubúð Kongens Nytorv 22, Kjöbenliavu. Ek Verksmiðjunnar eigið smíði ásamt verðlaunuðum, útlendum hljóðfærum Birgðir af Orgel-Harmonium. Er allt selt rueð 5 °/0 afslætti gegn borgun í peningum, eða gegn afborgun. Glömul hljóðfæri tekin í skiptum. Verðskrá scnd ókeypis. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. PélaBsprentsmiðjan. 18 ur, að hann sé einsamall, talar hann við sjálfan sig og baðar um leið höudunum út í loptið. Fólkið þar í sveit- inni hyggur þess vegna, að hann drekki. En þessu er ekki þannig varið. Hvar sem hann er staddur, hvort heldur það er á nótt eða degi, hefur hann aldrei frið fyrir þeirri hugsun, að hann hafi myrt Niels Bryde. Hinir andlegu hæfileikar hans hafa sljófg- azt og stirðnað við þessa endalausu skelfing, því að þá er hugsunin um þetta alltsaman vaknar, þá erþaðekki svipað samvizkubiti eða duldum harmi, heldur kemur það fram, sem iifandi, logandi ógn og voðalegt æði, er truflar sjónina, svo að allt, er á ferð og flugi: svo foss- andi, drjúpandi, undarlega seytlandi, og allt hefur breytt litum, allt er orðið nábleikt eða dumbrautt af blóði. Það er eins konar útsog í öllu þessu rennsli, svo sem allar æðar væru sognar og allir hinir smágerfu taugaþræðir teygðir og tottaðir og brjóstið þrútnar og titrar af óum- ræðilegum kvíðahroll, en þó heyrist ekkert hljóð, ekkert andvarp, er veiti líkn og létti, því að hinar fölu varir bærast ekki. Það er hugsunin, er hefur svona lagaðar sýnir í för með sér, og þess vegna var Henning hræddur við sínar eigin hugsanir; þess vegna var augnaráð hans flóttalegt og gangurinn veiklulegur. Það var þessi ótti, er hafði eytt kröptum hans, og sá þróttur, er hann enn 19 átti eptir, lýsti sér nú að eins í hatri hans, því að hann hataði Agötu, hann hataði hana sakir þess, að hjarta hans hafði brostið af ást til hennar, sakir þess, að hún hafði svipt hann hamingju og friðsælu lífsins, en eink- um hataði hann hana sakir þess, að hún hafði enga hug- mynd um alla þá kvala- og eymdafyllingu, er hún hafði skapað í sálu hans, og þá er hann þvaðraði við sjálfan sig með ógnandi látbragði, þá var það hefnd, sem hug- ur hans beindist að, það voru hefndaráform, sem hann bjó yfir og var að leggja niður fyrir sér. En hann lét ekki á neinu bera og var einkar vingjarnlegur við Agötu, gaf henni heimanmund og var síðar svaramaður henn- ar, er hún giptist, og vinsemd hans þvarr ekki þegar eptir brúðkaupið. Hann varð mesta hjálparhella Klau- sens og studdi hann með ráðum og dáð á allan hátt. Réðust þeir hvor með öðrum í nokkur umfangsmikil verzlunarfyrirtæki, er heppnuðust ágætlega. Svo hættí Henning við það, en Klausen langaði til að halda áfram og Henning lofaði að styðja hann eptir föngum og það gerði hann einnig. Hann lánaði honum allmikla pen- inga og Klausen réðst nú í hvert fjárgróðafyrirtækið á fætur öðru. Gtíæddi hann á suraum, en varð þó fyrir fjártjóni á fleirum, en því lengur sem hann hélt áfram þessu vogunarspili, þvi ákafari varð hann. Loksins ætlaði hann sér að auðgast drjúgum af stórkostlegu

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.