Þjóðólfur - 06.04.1894, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 06.04.1894, Blaðsíða 2
62 eyjasand, Eyjafjallasand og enda hjá sjálf- um verzlunarstaðnum Yík; en eins og menn vita hafa þilskip verið affermd á öllum þessum stöðum á seinustu árum. Hvað kostnaði viðvíkur, sýnist það ekki vera laudsjóði ofvaxið að leggja í hann, því þó allmikil útgjöld sé árlega til Reykja- nesvitans, svo og vörður vitanna, (á Garð- skaga, Akranesi og víðar), vegur vitagjald- ið vel á móti þeim, enda er löggjafarvald- inu ætlandi að sjá landsjóði borgið í því efni. Þjóöargröfin. Hún snýr frá suðri til norðurs, þvert á móti því, sem aðrar grafir snúa. Allir menn „hvíla“ með ásjónuna móti austri, uppkomu dagsins og sólarinnar. öamla fólkið sagði mér, þegar eg var barn, að hinir látnu væru lagðir þannig til þess, að þeir gætu risið upp móti „degi drott- ins“ þegar þar að kæmi, því hans væntu menn úr austri, eins og annara daga. En þeir, sem strita kófsveittir við að taka þjóðargröfina, hafa ekkert þessháttar bak við eyrað. Þeir óska eigi þess, að þjóðin rísi aptur upp úr gröfinni eptir að búið er að ausa hana moldu, og trúa held- ur eigi, að slíkt geti átt sér stað — sumir hverjir. Og þessi gröf er bæði feikna- löng og heljar-breið, miklu Iengri og langtum breiðari heldur en venjulegar grafir. En hversu djúp hún verður — það fá þeir að sjá og vita, er uppi verða, þegar hún verður fulltekin, ef óhamingju- dísir lands vors láta nokkurn tíma reka svo langt, sem aldrei skyldi ske. Og þeir eru fjölmargir, sem starfa að grafartökunni. Ekki vantar verkalýðinn. Fremstir í flokki eru vesturfara-agentarnir með dollarinn „almáttuga“ í pússinu. Það er sú eina vinna, sem þeir þykjast geta verið þekktir fyrir að leggja höndurnar að: að taka gröf sinnar eigin þjóðar. Og þar eru einokunar-kaupmenn, og stór þvaga af ónýtum og óþörfum embættis- mönnum o. fl. o. fl., og allir hafa þessir menn sitt graftólið hver, og öll eru tólin bitur og hvöss. En alstaðar er mótspyrna og stríð. Bsendurnir og vinnulýðurinn skara jafn- óðum niður í gröfina og úr henni er tekið. Og fari svo, sem vonandi er, að hún verði aldrei fulltekin, þá verður það þeim að þakka — þeim og engum öðrum. Ouðmundur Fridjónsson. Fólksflutningar til Ameríku héðan af landi verða að líkindum ekki miklir þetta ár. Það er ekki svo glæsilegt að frétta af ástandinu þar vestra. Einn landi í Manitoba skrifar t. d. til kunningja síns hér á þessa leið: „Eg hef varla rænu á því að skrifa neinum heim núna, þegar allt gengur eins illa og nú á þessum tímum; hér um bil engin vinna fengizt í allt sumar og það sem af er vetrinum. Allir kvarta og bera sig illa, og atvinnu- leysið um allt landið svo mikið, að eg hef aldrei heyrt né séð neitt því líkt. Héðan fór mesti sægur af fólki til Norðurálfunn- ar í sumar, af því atvinnuleysið var svo almennt, og enn er enginn vottur um neina breytingu til hins betra.--------- Eg vil því eigi ráða neinum til að fiytja sig hingað til álfu að heiman, og tel það mestu vitleysu, því hér tekur ekkert annað við en sultur og eymdu. í bréfi úr Norður-Þingeyjarsýslu til ritstjóra þessa blaðs, dags. 28. jan. þ. á., segir svo: --------„Eg get sagt yður það héðan með rökum, að Sigurður Kristófersson narraði tvo bræður sína, Sigurjón og Pétur, báða mjög vel virta dugnaðar- og efna- menn í Mývatnssveit, með sér til Ameríku með konu og börnum. — Nú hafa merkir menn eptir úr bréfum frá þeim fyrri, að hann hafi engan blett fundið í Ameríku, sem hann vilji festa yndi við, eptir langa leit, en þeim síðari, að svo sé af honum gengið, að hann eigi ekki meira eptir af öllum eigum sínum, en gripsvirði (!), en konan, sem hér var hin hraustasta, Iigg- ur veik“.--------- Ekki virðast þær svo girnilegar þess- ar lýsingar af lífinu vestra, að þær ættu að hvetja landa vora að flytja héðan að þessu sinni. Mannalát. Hinn 18. f. m. andaðist að heimili sínu Byggðarhorni í Sandvíkurhreppi Ounnar bóndi Bjarnason Jónssonar Bjarnasonar frá Grímsfjósum í Stokkseyrarhreppi, 56 ára að aldri. „Hann var lengi hrepps- nefndarmaður og þótti koma mjög vel fram í öllu. Hann var búhöldur góður og hjálpsamur, og vildi hverjum manni vel; einnig var hann vel að sér og fróður um margt, var t. d. rímmaður góður, sem nú mun mjög fátitt. Hann var yfir höfuð drengur hinn bezti og er hans því sakn- að að maklegleikum af vinum og vanda- mönnurn". (8.). 19. s. m. lézt merkiskonan Ouðný Jónsdóttir á Ytra-Hólmi á Akranesi, kona hins alkunna sóma- og dugnaðarmanns Péturs dbrm. Ottesen. Hún var 76 ára að aldri, og höfðu þau hjón búið saman 57 ár liinu mesta rausnarbúi, fyrst lengi á Munaðarhóli undir Jökli. Guðný sál. var mesta sæmdarkona og manni sínum samhent í rausn og dugnaði. Meðal barna þeirra hjóna eru Oddgeir og Guðmundur kaupmenn á Akranesi, Jón bóndi á Ing- unnarstöðum o. fl. Látinn er hér í bænum Nikulás Sig- váldason, faðir séra Ingvars í Gaulverja- bæ. í Ameriku hafa þessir íslendingar látizt, eptir því sem vestanblöðin skýra frá: Ouðmundur Ouðmundsson fyrrum bóndi í Brattagerði á Jökuldal (faðir Jóns, sem nú býr á Aðalbóli). 22. nóv. f. á. Eggert Jónsson frá Söndum í Miðfirði. 4. janúar. Jóhanna Bannveig Jónsdóttir, kona Ein- ars Engilbertssonar fyrrum bónda á Víði- læk í Skriðdal. 4. jan. Sigurður Einarsson frá Eyjaseli í Norður- Múlasýslu. Sigurður Rógnváldsson frá Skíðastöðum í Tungusveit. 8. jan. Pétur Ouðlaugsson fyrrum bóndi á Mikla- hóli í Viðvíkursveit. 15. jan. Af nafnkenndum útlendingum eru þess- ir nýlátnir: Theodor Billroth frægur sára- læknir í Vín, Hans von Biilow nafnkunn- ur þýzkur söngfræðingur, og Rohert Bál- lamtyne enskur skáldsagnahöfundur. Enn- fremur eru látnir Ingvald Undset norskur fornfræðingur rúml. fertugur, og Essendrop biskup í Kristjaníu. í hans stað hefur verið kjörinn biskup F. W. Bugge háskóla- kennari í guðfræði í Kristjaníu, lærður maður og nafnkenndur. Tveir menn urðu úti á Eskifjarðar- heiði í f- m., hét annar Stefán ísleifsson og átti heima á Þuríðarstöðum, hinn Friðrik Halldórsson. Þriðji maðurinn komst lífs af. Voru þeir að flytja póst- flutninginn frá Kollstaðagerði á Völlum til Eskifjarðar, en pósturinn lá lasinn heima (í Kollstaðagerði). Hvalrekar. Tvo hvali hefur rekið í Hornaíirði, annan 16. f. m. 30 álna lang- an og hinn 20. s. m. 34 álna, og var hvorttveggja eign Bjarnaneskirkju. Influenza-súttin mun nú hér um bil

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.