Þjóðólfur - 13.04.1894, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 13.04.1894, Blaðsíða 1
Árg. (CO arkir) kostar 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júlí. ÞJÓÐÓLFUE. Uppsogn, bundin við áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLYI. Þingkosningarnar næst. I. Að tveimur mánuðum liðnum eiga al- mennar kosningar til alþingis fram að fara um allt land, eins og kunnugt er, og virðist því kominn tími til, að blöðin fari eitthvað að roinnast á þær. Það er undurlítið að græða á bréfum úr sveitinni, að því er kosningarnar snert- ir. Ef fréttaritararnir minnast nokkuð á það, er það með þessum orðum: „Hér er ekkert talað um þingkosningar ennu, þ. e. með öðrum orðum, að í flestum héruðum er ekkert um þetta hugsað fyr en svo sem hálfum mánuði eða viku fyrir kjörfund. Biöðin fá litlar fregnir um, hverjir muni bjóða sig fram í hinum einstöku kjördæm- um, því að þingmannsefnin halda því leyndu í lengstu lög optast nær, svo að kjósend- um er opt ókunnugt um, er þeir koma á kjörfund, um hverja er að velja, því að það er ef til vill ekki kunnugt nema fá- einum mönnum í kjördæminu. Þessi að- ferð er mjög óheppileg. Þeir, sem ætla að bjóða sig fram til þingsetu, þurfa að gera kjósendum aðvart um það nokkru fyrir kjörfund, svo að kjósendur geti ver- ið búnir að átta sig og fastráða, hverja þeir skuli velja, er á kjörfund kemur. Það mun öllum Ijóst, hversu þýðingar- mikið|það er, að kosningarnar takist vel, og ætti ekki að þurfa að brýna það fyrir kjósendunum að neyta réttar síns með ®kynsemd, en því er ver og miður, að al*ur þorri þeirra hefur litla þekkingu á landsmálum og lætur sér lítt annt um að kynnast þeim, og þar af leiðir, að kosn- mgar fara yíða fram í eins konar blindni og hugsunarleysi. Enginn vafi leikur á því, að meiri hluti þeirra þingmanna, er sæti áttu á síðasta þingi, muni verða endurkosinn, en sum- staðar verða þó eflaust breytingar og vilj- um yér vona, að þær verðj heppilegar. Það er engin ástæða til að kjósa sama manninn aptur og aptur, ef hann hefur lítið meira til síns ágætis en að hafa set- ið lengi á þingi fyrir vanafestu kjósend- anna, en hins vegar er ekki ráðlegt að skipta, nema líkur séu til, að hinn nýi taki hinum eldri fram að einhverju ieyti, Keykjavík, fíJstudaglnn 13. apríl 1894. og hafi frjálslyndari skoðanir á landsmál- um. Með því að enn er svo lítið kunnugt um, hverjír muni bjóða sig fram til þing- setu auk núverandi þingmanna, þá verða athugasemdirnar um kosningarnar einkum fólgnar i því, hverja þingmenn sé ráðlegt að endurkjósa og hverja ekki, og um það munum vér fara nokkrum orðum bráð- lega. ^ ^ ÍJr ísafjarðarsýslu 24. marz: Setu- dómarar komnir og þegar tekið til óspilltra málanna. Páll Einarsson kom öndverðlega í þ. m., en Björn með pósti. Þeir Lárus og Skúli byrjuðu undir eins og Páll kom; höfðu þeir fengið hann skipaðan setudóm- ara í málum, er þeir kynnu að þurfa að höfða livor móti öðrum. Lárusi kvað þykja Skúli hafa misboðið eitthvað dánumennsku sinni í ,Þjóðviljanum\ og Skúla kvað þykja Lárus hafa talað eitthvað „grettislega“ um sig fyrir rétti; eru þetta sagðar orsak- ir þessara lögsókna. Nú búast inenn við nýrri atlögu í kærumálunum, og verður því í mörgu að snúast hjá Lárusi, þar sem bæði er barsmíðamálið og svo brennivíns- málið líka á prjónunum, sem hann er sagð- ur töluvert viðriðinn; ný málaferli eru og sögð í vændum milli Gríms barnakennara og séra Sigurður í Vigur út af greinum „G-rettis“ um Vigurprestinn, og ekki þykir mönnum heldur örvænt um, að Páll sýslu- maður kunni að þurfa að fá setudómara, áður en hann losast héðan; er vandlifað hér vestra og viðsjár með mönnum, og einlægt er hægt að „drífa upp“ vottorð einstöku dánumanna um eina eður aðra yfirsjón í fari náungans. Mikið má lands- stjórnin annars vera ánægð með sjálfri sér, er hún horfir á ástandið í ísafjarðarsýslu og hugleiðir, að þetta er beinlínis eða ó- beinlínis risið af röggsemi hennar gagn- vart Skúla Thoroddsen, og ólíklegt er, að hún láti ekki persónu þá, er hún sendi hingað i fyrra, njóta þess, hve hérað þetta hefur haft dæmalaust gott af röggsemi hennar, þótt ísfirðingar séu svo vanþakk- látir og skyni skroppriir að kunna ekki að meta það. „Ghrettir“ heldur uppteknum hætti, og barnaskólinn á ísafirði líka; nú eru 6 eða Nr. 17. 7 ungmenni þar undir hinni dyggðaríku handleiðslu herra Gríms Jónssonar, er í vetur þykir svo aðdáanlega sýna sinn innri mann í ritstjórn “Grettis“; reyndar er nú farið að fleygja því, að hann muni ekki vera sannur faðir að sumum þessum „fínu leiðurum11 í „Gretti“, en telja mun hann sér skylt, að hafa allan veg og vanda af þessum félegu króum, enda þótt sumir vilji bendla Lárus valdsmann við faðerni sumra þeirra. Ekki vill „Grettir“ láta endurkjósa þá Skúla og séra Sigurð, auðvitað svo sem af einskærri umhyggju fyrir fósturjörðunni; reyndar forðast hann sem heitan eld að fræða lesendur sína, er ekki hafa þingtíð- indin, um það, í hvaða landsmálum þeir hafa brotið af sér traust kjósenda sinna; það var líka varlegra, að fara ekki mikið út í þá sálma, því að „Grettir,, mun miklu kunnugri dómsmálabókinni í ísafjarðar- sýslu, heldur en þeirri bók, er þingtíðindi nefnast, þótt að því megi ganga sem vísu, að hann vissi, hvort það væri „stór eða lítil bók“, ef Lárus krefðist skýrslu hans um það fyrir rétti. En hann „Gr.“ hefur svo sem nóg annað í pokahorninu, sem gerir þá Skúla og séra Sigurð alveg óbrúk- andi þingmenn; Skúli hefur t. a. m., að því er hann segir, ekki borgað Jóni bónda í Eyrardal kaupstjórnarlaun í sumar, og séra Sig. hefur látið einhverja kerlingu fá saltaða kofu upp í peningarentur; þetta eru stærri pólitiskar syndir en svo, að „Grettir" geti fyrirgefið þær, hann er svo kærleiksfullur til náungans; reyndar kvað nú þetta hvorttveggja vera haugalygi, en það gerir minna til, það er nógu satt til þess, að „Grettir" endar þessa stórpólitisku ritgerð sína í mjög hjartnæmum saltkofu- hugleiðingum, rétt eins og hann hefði skrif- að hana með vatnið í munninum af ílöngun í kofu. Séra Sigurður ætti nú að taka sér tilefni af þessum saltkofnaleiðara og senda „Gr.“ fáeinar kofur fyrir kosn- ingarnar. Annars mun þessi kosningar- grein „Grettis11 hafa gert almeuning enn einbeittari í því að kjósa þá Skúla og séra Sigurð, og ættu þeir að vera „Gr.“ þakklátir, ef hann héldi áfram að mæla eins kröptuglega á móti kosningu þeirra. * * *

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.