Þjóðólfur - 13.04.1894, Side 2
66
Athf/r. ritstj. Os3 berast með hverri
póstferð úr ísafjarðarsýslu og enda víðar
að svo langar skýrslur um þá Lárus og
„Gretti“, að hinir háttv. höf. verða að af-
saka, þótt allt þess háttar birtist ekki í
blaðinu, enda lítt frambærilegt á prenti
sumt hvað.
Tóvinnuvélar. Skagfirðingar hafa orð-
ið fyrstir til að nota sér tilboð síðasta al-
þingis um lánveitingu til tóvinnuvéla og
lýsir það lofsverðri framtakssemi ogfram-
farahug. Heyrzt hefur, að Eyfirðingar ætli
að vera í félagi með þeim, en ekki vitum
vér fullar sönnur á því. Um þetta er
skrifað úr Skagafirði 22. f. m. á þessa leið:
„Á sýslufundi, sem haldinn var hér í vet-
ur mun það hafa gerzt markverðast, að
ráðið er, að koma upp tóvinnuvélum hér
í firðinum. Ætlar hugvitsmaðurinn Sig-
urður Ólafsson á Hellulandi að standa fyr-
ir því fyrirtæki; veitti sýslunefndin hon-
um 500 kr. styrk, til þess að sigla og sjá
tóvinnuvélar erlendis, en sjálfur kvað hann
ætla að taka 2000 kr. lánið úr landssjóði,
sem síðasta þing ákvað að veita mætti
Skagfirðingum í þessu skyni, en auðvitað
stendur sýslunefndin í ábyrgð fyrir lán-
inu“.
M a n n a I á t.
Hinn 2. þ. m. andaðist að Velli í Hvol-
hrepp Eermanníus Elias Jóhnson fyrrum
sýslumaður Rangvellinga. Hann var fædd-
ur á ísafirði 17. desember 1825. Faðir
hans var Jón verzlunarstjóri á ísafirði
Jónsson yngra á Reykhóium Magnússonar
í Snóksdal (f 1752) Jónssonar pre3ts í
Miðdalaþingum Hannessonar í Snóksdal
Eggertssonar sama staðar Hannessonar
sama staðar Björnssonar Hannessonar hirð-
stjóra Eggertssonar lögmanns í Yíkinni í
Noregi Eggertssonar. Móðir Hermanníus-
ar sýslumanns var G-uðbjörg dóttir séra
Jóns Oddssonar Hjaltalíns á Breiðabóls-
stað, alsystir Odds Hjaltalíns Iæknis en
hálfsystir Jóns Hjaltalíns landlæknis. Jón
maður hennar dó 1827 frá börnum þeirra
í æsku, en hún giptist aptur Ámunda
Halldórssyni óðalsbónda á Kirkjubóli. —
Hermanníus var útskrifaður úr Reykja-
víkurskóla 1849, tók próf í lögfræði við
háskólann 1856 með 2. einkunn, var sett-
ur málaflutniugsmaður við yfirdóminn 1858,
þjónaði um tíma laud- og bæjarfógetaem-
bættinu sem settur, en fékk Rangárvalla-
sýslu 1861, og þjónaði henni, unz hanu fékk
lausn frá embætti 1890. Hann var kvænt-
ur Ingunni Halldórsdóttir bónda á Álfhól-
um í Landeyjum Þorvaldssonar og eru
börn þeirra: Jón stúdent við háskólann,
Halldór í skóla, Oddur, Q-uðrún kona séra
Eggerts Pálssonar á Breiðabólsstað, Guð-
björg kona séra Jóns Thorsteinsens á Þing-
völlum og Kristín ógipt.
Hermanníus sýslumaður var góður mað-
ur og gegn, hóglátur og hafði mannhylli.
Hann hafði ráðgert að flytja til Reykja-
víkur nú í vor.
7. þ. m. andaðist hér í bænum Guðný
Gísladóttir Möller ekkja Hans Möllers kaup-
manns í Reykjavík 86 ára gömul. Faðir
hennar var Gísli bóndi á Óseyri við Hafnar-
fjörð Pétursson á Loptsstöðum Þórðarson-
ar í Þorlákshöfn Gunnarsonar Jóussonar
af Eyrarbakka Eyjólfssonar, en móðir
hennar hét Þorbjörg ættuð austan úr
Hreppum. Guðný sál. giptist manni sín-
um 1832, en missti hann eptir tveggja
ára sambúð 1834 og var ekkja uppfrá
því alls 60 ár. Hún var mesta sæmdar-
kona, og virt og elskuð af öllum, er hana
þekktu, staðföst og trygg í lund.
5. þ. m. andaðist Kristín Effgertsdóttir
(stúdents Magnússonar Waage’s hér í bæn-
um og húsfrúr Krístínar Sigurðardóttur
stúdents á Stóra-Hrauni) kona Helga verzl-
unarstjóra Jónssonar í Borgarnesi, góð kona
og vel látin.
30. f. m. andaðist í Skálholti í Biskups-
tungum Páll Eyjólfsson gullsmiður, er lengi
átti heima hér í bænum, og var um hríð
veitingamaður á Gfeysi, en áður útgefandi
„Tímans“ og „íslendings yngra“. Hann
var sonur Eyjólfs bónda á Torfastöðum í
Grafningi Ásgrímssonar prests í Stóradal
Pálssonar klausturhaldara á Elliðavatni
Jónssonar. Hann var kvæntur Rósu Jó-
hannesdóttur frá Hranastöðum í Eyjafirði
og eru dætur þeirra: Pálína kona Eyjólfs
kaupmanns Þorkelssonar og Eygerður gipt
í Ameríku. — Páll sál. var vel að sér um
margt, glaðlyndur og skemmtinn í viðræð-
um, dugnaðarmaður á yngri árum og hafði
allmikinn áhuga á þjóðmálum.
2. febr. andaðist að Réttarholti í Skaga-
firði Helga Þorvaldsdóttir ekkja Ara kan-
selliráðs Arasonar á Flugumýri. Eru nú
látin öll hin mannvænlegu börn Þorvaldar
prófasts Böðvarssonar. Börn Helgu eru:
Þorvaldur Ari óðalsbóndi á Flugumýri,
Anna Sigríður, Guðlaug kennslukona í
Reykjavík og Kristín. Helga sál. var „væn
kona og vitur, skörungur mikill og at-
gerviskona“.
í f. m. andaðist Magnús Sæmundsson
óðalsbóndi á Búrfelli í Grímsnesi og litlu
fyr kona hans Guðrún Gísladóttir frá
Kröggólfsstöðum Eyjólfssonar bæði hnigin
á efra aldur. Magnús var bróðir Sæmund-
ar, er bjó á Elliðavatni, og vel fjáður mað-
ur, átti ekki böru.
Látinn er úr heilabólgu Jóhann Sæ-
mundsson ungur og efnilegur bóndi í Lækj-
arbotnum á Landi, sonur Sæmundar, er
þar bjó fyr, Guðbrandssonar samastaðar
Sæmundssonar Ólafssonar.
Suður-Múlasýslu (Páskröðsíirði) 24. febr.:
Þjóðólfur minn! Mikið hefur á gengið hér eystra,
síðan eg reit þér síðast. Þorrinn var ekki þýður
í viðmóti, því þó hann ekki færði okkur miklar
frostgrimmdir, var fannkyngið þess ógurlegra, svo
allar skepnur hafa staðið við gjöf, allt að síðasta
degi. En 2 siðustu dagana var góð hláka og
grynnti mikið, þó lítil kæmi jörð fyrir skepnur.
Síðan hefur verið stillt veður og órkomulitið.
Ofan á hið mjög stirða tíðarfar bættist anuað
verra. Hér hefur influenza geisað sem eldur yfir
akur og lagt marga menn í gröfina. Hún var
engu betri en sú síðasta. Hún fluttist í land 4
3 stöðum jaínsnemma, Seyðisfirði, Reyðarfirði og
Fáskrúðsfirði, og færði „Yaagen“ okkur þessa
óheilla-sendingu. Helzt hafa það verið gamalmenni
og miðaldrafólk, sem hún hefur drepið, það sem
haft hefur brjóstþyngsli, því sumir hafa fengið með
henni þungan og iangvarandi hósta.
Nú hefur hún drepið hér 8 menn í hreppnum
þegar þetta er skrifað, og margir sagðir dánir í
Norðfirði, Sandvík, Vöðlavík og Reyðarfirði og fjöldi
á Héraði, en ekki hef eg heyrt neina áreiðanlega
tölu þar á. Heyrzt hefur, að dánir séu milli 20 og
30 á Úthéraði, og þar 4 meðal ýmsir merkir menn
(í Pljótsdalnum). Sögð er og eymd mikil á sum-
um sföðum, vegna manndauðans, þar efra.
Engir nafnkenndir menn hafa dáið hér í sveit
nema Jón Stefámson, bróðir Björns Stefánssonar
bónda í Dölum. Hann var í mörgu merkilegur
maður og öðrum fremur að listfengi og gáfum, og
er margt til eptir hann, semheitiðgetursnilldarverk,
þótt hann væri ekki lærður maður. Erlendis hefði
hann efalaust orðið frægur maður, þó lítið yrði úr
honum hjá okkur íslendingum. Hann er ekki sá
fyrsti, og verður að líkiudum ekki sá siðasti, sem
ekki hefur gefizt kostur á að sýna ágæti sitt i
neinu. Aðalhandverk hans var söðlasmiði.
Nýdáinn er líka Antonius Þorsteimson i Lönd-
um við Stöðvarfjörð. Það atvikaðist þannig, að
hann keypti hjá Zeuthen lækni á Eskifirði svefn-
meðal (opium) til útblöndunar i 2 þriggja-pela flösk-
ur. Pyrsta kveldið, sem hann brúkaði meðalið,
fylgdi hann „receptinu“ og svaf vel um nóttina.
Um morguninn fór hann að tefia í rúmi sínu. Litlu
síðar gekk sá frá honum, er við hann tefldi, til
útistarfa, en þegar hann kom aptur, var Antonius
heitinn sofnaður og hafði hann þá drukkið allt
meðalið úr aunari flöskunni. Vaknaði hann ekki
framar til þessa lífs, og þykir að honum mikill
mannskaði, þvi hann var á bezta aldri og dugnaðar-
maður, fjáður vel, og gáfaður. Hann lifði við beztu
kringumstæður, og verða því ekki séðar neinar
orsakir til hinna sorglegu afdrifa hans. — Hann var