Þjóðólfur - 13.04.1894, Page 4

Þjóðólfur - 13.04.1894, Page 4
68 uðu voru: Oddgeir Vigfússon (sýslumanns Sigurðssonar Thorarensens) frá Hæli í Eystrahrepp, Þórarinn sonur Arnbjarnar bónda á Selfossi og Sigurður Árnason í Mörk á Eyrarbakka, allir kvæntir. Strandferðaskipið „Thyra“ kom hing- að norðan um land og vestan 11. þ. m., 3 dögum á undan áætluu. Farþegar með henni voru: sýslumennirnir Páll Einarsson og Sigurður Briem, séra Ólafur Petersen á Svalbarði, Sigurður Jóhannesson frá Winnipeg, er kemur snöggva skemmtiferð hingað o. íl. Inflúenza-sðttin er nú komin á Vest- firði. Til ísafjarðar hafði hún borizt með sjómönnum frá Breiðafirði, og lá þar fjöldi fólks, er „Thyra“ fór þaðan. ísfirzku málaferlin. „Brennivíns11- eða „bjórmálið" svonefnda, er Björn sýslumað- ur Bjarnarson höfðaði gegn þeim vottorðs- mönnunum sex, er nú dæmt af hinum skipaða dómara, Páli sýslumanni Einars- syni, og urðu úrslitin þau, að vottorðs- gefendur voru sektaðir um 40 kr. hver og brennivínsvottorðið dæmt dautt og mark- laust. Kærumálunum miðar lítið áfram og mál Guðmundar Sveinssonar í Hnífsdal (,,barsmíði8málið“) er enn óútkljáð. Heysir og Strokkur voru fyrir fullt og allt seldir 9. þ. m. írskum manni James Craig (yngra) í Belfast fyrir 3000 kr. í kaupinu fylgja og hverirnir „Blesi“ og „Litli Geysir“ eða svonefnd „Óþerrihola“ ásamt dálitlu svæði kringum hverina, alls um 650 □ faðmar. Ábúandinn á Hauka- dal hefur áskilið sér rétt til að hafa um- sjón hveranna, gegn hæfilegri þóknun, þá er eigandi er ekki viðstaddur, ennfremur forkaupsrétt að hverunum, ef þeir verði seldir aptur. Hann á og að annast hesta- gæzlu fyrir ferðamenn. eins og að undan- förnu, því að ekkert beitiland fylgir með i kaupinu. Seljendur hveranna: Sigurður bóndi Páls- son á Laug og synir hans Greipur og Jón bæudur í Haukadal verða alls ekki ásak- aðir fyrir þessa sölu, því að þeir höfðu boðið landssjóði hverina til kaups, en þing- ið vildi ekki, hefur líklega þótt viðkunn- anlegra að hverirnir lentu í höndum út- lendinga, enda er það nú orðið og tjáir ekki um það að fást. Það getur vel ver- ið, að hinn nýi eigandi sýni hverunum meiri sóma, en landssjóður hefði gert, reisi þar gistihús o. 8. frv., en talið er það mjög óvíst, af þeim er kunnugastir eru. Verzlun J. P. T. Bryde8 í Reykjavík hefur nú fengið stórar birgðir af allskonar vörum, þar á meðal margar tegundir mjög hentugar í sumargjafir, sem seljast óheyrt billega eptir gæðum. Einnig margar tegundir af tóbaki og vindlum, allskonar vefnaðarvðrum, léreptum, sirzum, heil- og hálf-klæðum. Margar tegundir af smáum og stórum sjölum, allskonar járnvörum (Isenkram), masturspírum og legtum. Normal-Kaffl 0,70. Allar vörurnar seljast mjög ódýrt gegn peningaborgun. Olíu-maskínurnar „Primus“, sem brenna án kveiks, koma aptur með „Laura“ í júní. Fundarboð. Mánudaginn 16. apríl verður haldinn fundur í hinu „íslenzka kvennfélagi11 í Goodtemplarhúsinu kl. 5 e. h. Allt maskínuprjón fæst fljótt og vel af hendi íeyst í Þingboltsstræti 3. Vilborg Jónsdóttir. Normal-Kaffi frá verksmiðjunni „Nörrejylland“ er, að þeirra áliti er reynt hafa, hið bezta kafft í sinni röð. Normal Kaffl er bragðgott, hollt og nærandi. Normal-Kaffi er drýgra en vehjulegt kaffi. Normal-Kaffi er að öllu leyti eins gott og hið dýra brennda kaffi. Eitt pund af Normal-Kafíi endist á móti 1^2 pd. af óbrenndu kaffi. Normal-Kaffi fæst í flestum búðum. Einkaútsölu hefur: Thor. E. Tulinius. Strandgade Nr. 12 Kjöbenhavn C. NB. Selur að eins lcaupmönnum Tvser li^r geta fengizt keyptar, sem mjólka ágætlega vel að sumrinu. Ritstj. vísar á. Terpentínolía, fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Málaflutningsmaður. Undirritaður tekur að sér að flytja mál og semja samninga, útvegar lán gegn veð- rétti og gefur lögfræðislegar leiðbeiningar. Mig er að hitta kl. 12—3 í húsi Ólafs gullsmiðs Sveinssonar nr. 5 í Áusturstræti. Keykjavík 6. apríl 1894. Halldór Bjarnason oand. juris. SaltaSa sild ágætlega góða selur Jón Laxdal bókhald- ari í Reykjavík. Gott íslenzkt smjör fæst til kaups. Ritstj. vísar á. Jón Brynjólfsson (skósmiður) hefur til sölu talsvert af tilbúnum skó- fatnaði fyrir karlmenn, kvennmenn og börn; einnig vatnsstígvél. Skófatnaðurinn er úr bezta efni og með nýjasta lagi. 12. Banlcastrœti 12. Lýsing á kindum Jieim, sem ekki gengu út af úrgangi Reykjaréttar og seidar voru í Dælnarétt 2. oktbr. 1893: 1. Mórauður sauður tvævetur: sýlt; biti apt. h.; blaðstýft fr., biti apt. v. 2. Hvítur sauður tvævetur: tvístýft apt., fjöður fr. h.; standfjöður fr. v. 3. Hvit ær tvævetur: sýlt, fjöður fr. h.; sýlt, fjöð- ur fr. v.; brennim.: J. B. 4. Hvit ær: hálftaf apt., sneitt fr., gat h.; sýlt í hálfan stúf apt., gat v. 5. Hvít ær, kollótt: afeyrt h.; tvístýft apt. v. 6. Hvít ær vgl.: heilrifað, fjöður fr. h.; heilhamr- að v. 7. Hvít gimbur, lamb: hálfur Btúfur fr., biti apt. h.; hálfur stúfur apt., biti fr. v. 8. Hvítur geldingur, lamb: sneitt fr. h.; sneitt apt., gagnbitað v. 9. Svört gimbur, lamb: Btúfrifað, gagnfjaðrað h.; Btúfrifað, fjöður fr. v. 10. Hvít gimbur, lamb: sneitt apt., gat h.; sýlt, gat v. 11. Hvít gimbur, lamb: heilrifað h.; 2 stig apt. v. 12. Hvít gimbur, lamb: heilhamrað, gat h.; gagn- fjaðrað v. 13. Hvít gimbur, lamb: sýlhamrað h.; biti fr. v. 14. Hvítur geldingur, lamb: sýlt í tvístýft apt., biti fr. h. 15. Hvít gimbur, lamb: blaðstýft fr. h.; Btýft, fjöð- ur apt., hangandi fjöður fr. v. 16. Hvítur hrútur, lamb: sneiðrifað apt. h.; tvíatýft, biti apt, v. Andvirði ofanritaðra kinda, að koBtnaði frá- dregnum, fæst hjá undirskrifuðum til næstkomandi októbermánaðarloka. Skeiðháholti, í febrúar 1894. Jón Jónsson. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. FélagBprentsmiöjan.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.