Þjóðólfur


Þjóðólfur - 19.04.1894, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 19.04.1894, Qupperneq 1
Árg. (CO arkír) kostar 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júll. Uppsögn, bundin við áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. oktðber. ÞJÓÐOLEUE. XLYI. érg. Reykjayík, fimmtndaginn 19. apríl 1894. Nr. 19. Þingkosningarnar næst. II. Með því að nú er svo stuttur tími þang- að til kosningarnar eiga fram að fara og blöð héðan úr höfuðstaðnum eru svo lengi á leiðinni í hinar fjarlægustu sýslur lands- ins, virðist oss réttast að minnast fyrst á kosningar í þeim kjöruæmum, er fjærst liggja, byrja þá á Suðurmúlasýslu og halda þaðan norður og vestur um land og suður fýrir og mæta þannig „ísafold“ á miðri leið. Vegir Þjéðólfs og hennar liggja líka optast nær í gagnstæðar áttir. Það er sjaldnast, sem þau geta orðið samferða, segir fólkið. Þá er um þingmenn Sunnmýlinga er að ræða, munu allir vera samdóma um, að Sigurd prófast Ounnarsson á Valþjófs- stað eigi að endurkjósa. Hann er maður frjálslyndur, einarður og fyiginn sér. Á síðasta þingi var hann t. d. einn meðal hinna einbeittustu formælenda háskólamáls- ins. Auk þingmannskosta sinna er hann og einkar vinsæll þar eystra og má því telja víst, að hann verði endurkosinn. Um hinn þingmann Sunnmýlinga Outtorm Vig- fíisson verða eílaust skiptari skoðanir. Hann er að vísu drengur hinn bezti og í alla staði hinn vandaðasti maður, en það kveður fremur lítið að honum á þingi og munu Sunnmýlingar geta sent einhvern röggsamari í stað hans. Séra Lárus Hall- dórsson á Kollaleiru er maður, sem hefur þingmanns hæfileika í bezta Iagi, og þótt hann sé nokkuð sérlyndur og einförull, þá verður það sæti þó jafnan vel skipað, er hann skipar. Hyggjum vér því misráðið af Sunnmýlingum að hafna honum, ef hann býður sig aptur fram, en taka þyrftu þeir þá loforð af honum áður, að hann yrði fýlgjandi stjórnarskránni, því að einmitt í því máli hefur hann einkum verið nokk- uð hvarflandi á þingi. í Norðurmúlasýslu virðist svo, sem eins- konar andróður eigi sér stað gegn þing- mönnunum séra Einari Jónssyni á Kirkju- bæ og Jóni Jónssyni í Bakkagerði, en hann mun alls ekki almennur og ef til vill vak- inn af einhverjum, er vill komast þar að. „Austri“ t. d. nefnir það mistraustskosn- ingu, er þeir voru kosnir í hitt eð fyrra, og þykir oss það nokkuð undarlega til orða tekið, enda vitum vér ekki, að hverju þetta stefnir, nema ef vera kynni að því, að Jón í Bakkagerði hélt fram algerðu af- námi vistarskyldunnar, er flestir kjósend- ur hans munu hafa verið mótfallnir. Yér höfum þá skoðun, að Norðmýlingar hafi ekki öllu hæfari mönnum á að skipa til þingsetu, en þessurn tveimur. Séra Ein- ar er Iipur þingmaður, vel máli farinn, hygginn og stefnufastur, og Jón í Bakka- gerði er einn meðal hinna bezt menntuðu bænda á þingi, manna frjálslyndastur og einarðastur, fylgir fram skoðunum sínum með áhuga og fjöri, og heldur opt snjall- ar ræður á þingi. Það er svo sem auðvitað að Norður- Þingeyingar skipta ekkl um þingmann. Benedikt gamli Sveinsson hefur löngum þótt liðtækur á þingi, og þótt hann sé nú tekinn nokkuð að eldast — meir en hálf- sjötugur — þá er kjarkurinn, fjörið og á- huginn enn óbilandi. Það ber ekki á neinum lúa, sljófgun eða þreytu hjá hon- um enn sem komið er. Hjá Suður-Þingeyingum verður vand- fyllt skarð Einars heit. í Nesi, þótt þeir hafi mannval allgott. Eru þar þrír til- nefndir sem væntanleg þingmannaefni: Jakob Hálfdánarson á Húsavík, Pétur Jónsson á Gfautlönduin og Sigurður Jóns- son í Yztafelli (bróðir Árna prófasts á Skútustöðum). Þó hefur oss verið ritað þaðan að norðan, að þeir mundu ekki hlaupa í kapp hver við annan, heldur hliðra til við þann, er þeir sæju að mest fylgi hefði, svo að ekki væri nema einn þeirra í kjöri, en hvort sú verður raunin á er vafasamt. Vér erum ekki svo kunn- ugir þessum mönnum, eða skoðunum þeirra, að vér getum dæmt um, hver þeirra muni hæfastur þingmaður, enda er jafnan hæp- ið að fella ákveðna dóma í þá átt að öllu óreyndu, þótt „ísafold“ verði ekki flökurt af því. Ef Pétri á Giautlöndum kippti í kyn til föður síns Jóns Sigurðssonar, sem ekki er ósennilegt, þá vildum vér ráða Suður-Þingeyingum til að velja hann. Svo mikið er víst, að Pétur er mesti dugn- aðar- og áhugamaður og hefur allmjög gefið sig við þjóðmálum heima í héraði. En að honum slepptum mun Sigurður í Yztafelli standa næst, því að Suður-Þing- eyingar hafa áður haft augastað á honum sem þingmanni, enda er sagt, að hann sé maður vel skynsamur! og með menntaðri bændum þar um slóðir. Til „ísafoldar“. Vér minntumst á það einhverju sinni í blaði voru í vetur, að Árnesingar mundu taka lítið tillit til þess, sem ritstjóri „ísa- foldar“ legði til málanna um þingkosningar þar í vor, því að hann eða blað hans væru ekki í svo miklu áliti þar eystra. En nú hefur hann þó hleypt út á ísinn, þar sem hann beinlínis skipar Árnesingum að velja 2 af 5—6, sem ef til vill verða í kjöri, í stað þess, að önnur blöð láta sér nægja, að ráða kjósendum til að kjósa einn fremur en annan. En nú má hr. ritstj. vara sig á því, að hann geri ekki vinum sínum það, sem kallað er „Björnetjeneste“ (bjarnargreiða) með þessu, því að þess konar ónotagreiða hefur hann opt áður gert fylgismönnum sínum. Að því er Tryggva bankastj. snertir, þá getur verið, að hann standist það, þótt. „ísafold" skipi að velja hann, og komist að þrátt fyrir það, en með Þorlák mun útlitið lakara, og er all- hætt við, að valdboð „ísafoldar11 hafi sín- ar venjulegu verkanir, að því er hann snertir. Það er annars nokkuð djarft af ritstj. „ísafoldar“, sem mun vilja láta telja sig i röð menntaðra manna, að kalla beztu og skynsömustu kjósendur fífl, hugsunarleys- ingja og skynskiptinga og þar fram eptir götunum, af því að þeir ef til vill ætla sér að velja mann, sem átt hefur í lítils háttar erjum við hið hávirðulega málgagn stjórnarsinna—ísafold—og ritstjóra þeirra, hr. cand. phil. Björn Jónsson, sem ísleud- ingar hafa liaft margbreytileg kynni af sem blaðamanni um 20 ár. Vér skulum láta aðra dæma um, hvernig þau hafi verið allt frá þeim tíma, er hann þeyttist með suð- unni eldrauður út úr aflinum frá Jóni Sig- urðssyni þjóðhátíðarárið, til hinna síðustu og verstu tíma, þá er hann kaldur og kolryðgaður hefur leitað sér hlýju í hin- um skjólgóðu rekkjuvoðum stjórnarinnar.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.