Þjóðólfur - 19.04.1894, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 19.04.1894, Blaðsíða 4
76 Til vesturfara. Eptir bréfum og skýrslum frá agentum mínum nú með „Thyra" og póstum síðast, er engin utsjón til að beinn flntningar geti orðið í ár til Ameríku héðan, þar eð sárfáir hafa skrifað sig enn þá og útlit fyrir, að fáir fari í ár. Því læt eg hér með alla þá vita, er ætla að flytja til Ameríku héðan af landi í ár, og ætla sér að flytja með Allan-línunni, að þeir verða fluttir með dönsku póstskipunum til Skot- lftnds og þaðan beina leið til þeirra staða, er þeir ætla til. Með „Thyra" í júní ættu allir að kosta kapps um að geta farið, þvi með þeim, er þá fara, verður Sigurður Jóhannesson leiðsögumaður alla leið til Winnipeg, og er vesturförum það mjög mikill hagur, að geta notið leiðsagnar hans vestur. Einnig er betra fyrir þá, er þá fara, að fá góða vinnu, þegar vestur kem- ur, heldur en fyrir þá, er síðar fara. Þeir sem einhverra orsaka vegna ekki geta komizt með „Thyra" í júní, verða teknir með „Laura" í júlí. Vesturfarar verða að gæta þess vel, að vera, komnir nógu tímanlega á þann stað eða höfn, er þeir vilja fara á skip frá, og skipin sam- kvæmt ferðaáætlun þeirra eiga að koma við á í júní og júlí, svo þeir ekki missi af farinu. — Með „Thyra" í júní fer eg að líkindum sjálfur með til Skotlands. — Ef einhver breyting skyldi koma fyrir, þegar „Laura" kemnr næst, þá auglýsi eg það undir eins í Reykjavíkur-blöðunum. Einnig læt eg umboðsmenn mína þá vita um þáð. Reykjavík, 14. apríl 1894. Sigfús Eymundsson, aðalumboðsmaðnr Allan-línunnar á íslandi. Allt maskínuprjón fæst fljótt og vel af hendi leyst í Þingholtsstræti 3. Vilborg Jönsdóttir. Kína-lífs-elixír. Pyrir nokkrum árum var eg orðin mjög innanveik af magasjúkleik raeð sár- um þrýstingi fyrir brjóstinu, svo að eg gat að eins endur og sinnum gengið að vinnu. Eptir að eg hafði árangurslaust reynt ýms allopathisk og homöopathisk meðul eptir ráðum lækna, var mér ráðið til að reyna „Kína-lífs-elixír" frá herra Waldemar Petersen í Priðrikshöfn, og undir eins og eg hafði brúkað eina íiösku af honum, fann eg að þar var meðalið, sem átti við sjúkdóm minn, og hef eg ávallt fundið, að mér hefur batnað og þjáningarnar hafa horfið, er eg hef brúkað elixírinn, en sökum fátæktar hef eg ekki ætíð getað verið birg af þessu ágæta heilsumeðali. Eigi að síður er eg orðin miklu hressari, og er sannfærð um, að eg verð alheil, ef eg held áfram að bruka þetta ágæta meðal. Eg ræð því öllum, sem þjást af líkum sjúkdómi, að brúka þetta blessaða meðal. Litla-Dnnhaga, 30. juní 1893. Sigurbjörg Magnúsdöttir. Vitundarvottar: • Ólafur Jónsson. Jón Arnfinnsson. Kína-lífs-elixírlnn fæst hjá flestum kaupmönn- um á Islandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír eru kaupendur heðnir að líta vel eptir því, að F- standi á flöskunum;í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flösku- miðanum: Kínverji með glas í hendi, og firma- nafnið Valdemar Petersen, Frederikshavn, Danmark. Hafi einhverjir kaupendur „Þjóðólfs" fengið ofsend bl'o'ð af þessum árgangi, eru þeir beðnir að endursenda þau sem allrafyrst, einkum 7., 8., 9. og 10. tölubl. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. FélagBprentsmiðjau. 26 hann mátti. Fæturnir skulfu undir honum og honum sortnaði fyrir augum, en hann hlaut þó að halda áfram, áfram gegnum þokuna, því að þetta þarna inn í þok- unni gekk ávallt á eptir honum. Það færðist nær og nær. Hann var að missa þróttinn og hann skjögraði sitt á hvora hliðina, undarlegum Ijóssíum brá fyrir augu honum, en snörp og hvell hljóð ómuðu í eyrum hans, og kaldur svitinn draup af enninu; hann opnaði varirn- ar í dauðans ofboði og hné niður á sandinn. Og svo kom þetta út úr þokunni, myndlaust og þó þekkjanlegt og laumaðist yflr hann hægt og þunglamalega. Hann leitaðist við að standa upp, en þá var þrifið fyrir kverk- ar honum með stömum, hvítum fingrum..... Þá er Agata var jörðuð daginn eptir, beið líkfylgd- in dálitla stund, en þó kom enginn frá Stavnede til að fylgja henni til grafar. Hatturinn hans Franz II. Eptir Charles ExpiUy. Ef til vill hafði hans hátign Pranz II. Austurríkis- keisari aldrei verið eins hýr og ánægjulegur á svipinn, eins og morgun einn árið 1821. 27 Um þær mundir voru baðhús næsta fátíð í Vínar- borg og var því svo dýrt að lauga sig í þeim, að al- menningur hafði eigi efni á því. Pranz II. sem kom þetta fyrirkomulag mjög illa, lét því búa til tvo bað- staði við l'Augarten, annan fyrir karla og hinn fyrir konur, svo að almenningi gæfist þar kostur á að lauga sig kostnaðarlaust. Hinn 14. júni 1821 kom yfirsmið- urinn. sem fyrir verkinu hafði staðið, á fund keiaarans og tilkynnti honum, að nú væri smíðínni lokið, avo að hinir fátækustu meðal þegna hans þyrftu eigi framvegis að fara á mis við hin heilsusamlegu áhrif vatnsins úr Dónárfljótinu. Það var þessi fregn, sem nú uppljómaði andlit Austurríkiskeisara, sem að eðlisfari var alvarlegt, og framleiddi það ánægjubros, er lék um varir honum. Hans hátign var umkringdur af æztu embættismönnum ríkisins, þegar yfirsmiðurinn, Weissberg að nafni, kom inn til hans. „Herra Weissberg!" tók keisarinn til orða. „Til forna var það venja, að sæma þá einhverri gjöf, er höfðu frá góðum og gleðilegum tíðindum að segja. Þessi venja er nú lögð niður, og er það vissulega rangt. Eg ætla því að koma henni á aptur til hagnaðar fyrir yður. Þér skuluð nú, áður en þér farið aptur til l'Augarten, þiggja af oss lítinn þakklætisvott, svo sem ytra merki þeirrar alveg sérstöku virðingar, er vér berum fyrir yður".

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.