Þjóðólfur - 25.05.1894, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 25.05.1894, Blaðsíða 3
9 5 Fyrirspurnir og svör. 1. Seinni part vertíðar er hásetum af störu skipi Bkipt á 3 minni skip, en aflanum öllum skipt til jafnaðar, eins og af einu skipi væri. Nú finnur eitt af skipunum timhurflaka allstðran, og rær hann til lands, en hefur fyrir hið sama rýrari fiski- afla en hin skipin. Er rétt að skipta timbrinu að eins því skipinu, sem finnur það, eða öllum skip- unum til jafnaðar, þegar fiskinum er skipt til jafn- aðar þann dag, sem endrarnær ? Svar: Hafi ekkert verið fyrirfram um það á- kveðið, að sérstök höpp, er eitt skipið hlyti fram- ar öðrum, skyldi einnig koma hinum til nota, þá verður svo að álíta, að þess verði happ, er hlýtur, og að hin tvö skipin geti ekki átt tilkall til timbur- flakans, er þriðja skipið fann, með því að jafnaðar- Bkiptin millum skipanna ná til fiskafla, en ekki annars, nema öðruvísi hafi í fyrstu ákveðið verið. 2. Hafa sýslumenn heimild til að skipa hrepp- stjórum að innkalla óborguð þinggjöld frá vorinu, fyrir ekki neitt, og ef hreppstjórar eiga borgun fyrir það, hver á þá að borga það? Svar: Sé innheimtan ekki fólgin í lögtaksgerð, fer það eptir samningum milli hreppstjóra og sýslu- manns, hve mikla þóknun sýslumaður greiðir hrepp- stjóranum, þvi að hann er ekki skyldur að takast þetta á hendur endurgjaldslaust. En eigi hrepp- Btjórinn að innheimta skuldina með lögtaki, þá tekur hann jafnframt lögtaki ákveðna borgun handa sér, eins og venja er, af eigum skuldunautB. 3. Er eg ekki frjáls að hagnýta mér mótak í óskiptu landi, er jafnt tilheyrir ábúðarjörð minni og hinum öðrum næstliggjandi ? Eða á ábúandi þeirrar jarðar, er mótakið er næst, nokkra borgun fyrir það, ef hann ekki getur sannað, að það hafi nokkurn tíma tilheyrt hans ábúðarjörð fremur en hinum ? Svar: Spyrjandi hefur heimild til að hagnýta sér mótak í óskiptu landi til sinna eigin þarfa, en ekki til sölu, án leyfis þeirra, er þar eiga hlut í. Ábúandi þeirrar jarðar, er mótakið er næst, getur enga borgun heimtað, ef hann getur ekki sannað, að það fylgi sérstaklega ábúðarjörð hans. 4. Eru ær, sem bera frá fardögum fram að mess- um, gjaldgengar í jarðarkúgildi? Svar: Nei. 5. Eru ær, sem bera frá fardögum fram að mess- um, jafngildar við hinar, sem bornar voru i far- dögum c: málbærar ær? Svar: Nei. Fundarboð. Með því að eg ætla að gefa kost á mér til þingmennsku fyrir Reykjavík næsta kjörtímabil, leyfi eg mér hér með að bjóða hinum heiðruðu kjósendum á fund með mér nœstkomandi mánudag, kl. 8 e. m., í fundarsal hr. W. Ó. Breiðfjörðs,og mun eg þar skýra frá skoðun minni á helztu þing- málum og svara spurningum, er kjósendur kynnu að vilja leggja fyrir mig þaraðlút- andi. ____ Reykjavík 25. maí 1894. Jón Jensson. Haröfiskur, saltfiskur og tros fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Normal-Kaffi írá verksmiðjuuni „Nörrejylland“ er, að þeirra áliti er reynt hafa, hið hezta kaffL í sinni röð. Normal-Kaffi er bragðgott, hollt og nærandi. Normal-Kafíi er drýgra en venjulegt kaffi. Normal-Kaffi er að öllu leyti eins gott og hið dýra brennda kaffi. Eitt pund af Normal-Kafíi endist á móti l1/, pd. af óbrenndu kaffi. Normal-Kafíi fœst í ftestum búðum. Einkaútsölu hefur: Thor. E. Tulinius. Strandgade Nr. 12 Kjöbenhavn C. NB. Selur að eins kaupmönnum Grösug eyja með töðugæfu heyi fæst til slægna nú í sumar gegn því, að leigjandi skili eiganda eyj- arinnar helmingi heysins þurru og heim- fluttu. Eyjuna, er liggur allskammt frá Reykjavík, geta 2 menu slegið á 7 dög- um. Nánari upplýsingar fást hjá ritstjóra Þjóðólfs. 32 sér, um leið og hann nam staðar hjá fögru linditré, sem hann hvessti augun á, „gott mannorð, heiðarleg staða og takmarkalaus ást eru eigi fullnægjandi skilyrði fyrir því að geta fengið dóttur þína. Ó, harðhjartaði faðir!“ endurtók hann og gekk nokkur skref áfram og hallaði sér drembilega upp að kastaníutré einu, er stóð þar í blóma sínum. Eptir stundarþögn, og er hann hafði virt fyrir sér tréð ógurlegur í látbragði, tók hann aptur til orða á þessa leið: „Þú veizt víst ekki, að þú með þessu skapar mér aldur og uppkveður dauðadóm minn með því. Án Lovísu fæ eg eigi afborið þetta líf og þú hefur neitað að gipta mér hana, þó eg hafi á mér gott orð, þyki nýtur mað- ur í stöðu minni og elski hana út af lífinu, einasta af því, að eg hef eigi auðæfi að bjóða henni“. „Fégjarni Weissberg!" mælti hann ennfremur og hélt áfram leið- ar sinnar, „guð mun einhvern tíma hirta þig fyrir það að steypa mér og barninu þínu í ógæfu“. Aptur varð nokkurra mínútna þögn. „Eg skal vera hughraustur“, sagði hann aptur og var nú kominn Prater-skóginn á enda; „það er ekki öH von úti enn. Lovísa ann mér, um það er eg sann- færður. Máske henni takist að blíðka föður sinn, og svo mun guð miskuna sig yfir okkur“. 29 Um leið og keisarinn mælti þessum orðum rétti hann að yfirsmiðnum svartan flókahatt, sem hans keis- aralega hátign jafnan hafði verið vanur að bera, er hann skrýddist bláa dularbúningnum. Áður en farið er að skýra lesendum vorum frá hinu kynlega við þessa gjöf Austurrikiskeisara, viljum vér beina þeirri spurningu að þeim, hvort þeir nokkurn tíma hafi séð brjóstmynd af Franz II., t. d. brjóstlíkneski það úr marmara frá Carrara eptir Zauner, sem er að finna uppi á þriðja lopti í náttúrugripasafninu í Vínarborg? Þeir, er numið hafa staðar frammi fyrir þessu fræga iíkneski og veitt því eptirtekt, hversu framúrskarandi líkt það er, geta sannfærzt um, að keisarinn var hvorki höfuðstór né höfuðlagið hnöttótt eða sporöskjumyndað, eins og hjá fiestum er títt, heldur miklu fremur grann- vaxið og strýtumyndað og flatt mjög báðum megin apt- ur að gagnaugum, svo að undrum gengdi. Þetta kynlega höfuðlag olli því, að Franz II. átti næsta erfitt með að fá sér höfuðfat, er væri honum mátulegt. Það var tor- velt ef eigi ómögulegt, að nokkrum hattara í Vínarborg, þótt hanu hefði sig allan við, tækist að ráða fram úr þessum lítt sigranlega torveldleika, er náttúrunni hafði þóknazt að lofa þeim að sýna list sína og kunnáttu á. Tíminn einn og stöðug brúkun mátti sigrast á þessu náttúru-undri með því að láta höfuðfatið laga sig eptir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.