Þjóðólfur - 25.05.1894, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 25.05.1894, Blaðsíða 2
94 en utan vildi hann fara á háskólann í Höfn, og taldi mér trú um, að það væri minni koatnaður, því þar fengi hann meiri etyrk og af því væri meiri frama von; þetta féllst eg og allir vanda- menn hans á, og fórum að búa hann út til sigling- ar og tókum nú allt scm bezt til og um þetta voru tvö heimili; en hvað skeði, allt fór, fjármunir okkar og fallegi pilturinn tapaðist Iíka, en alla þá sorg og hugarraun vil eg ekki segja og ýfa meira en þette harma mína, því nú er hann dáinn og svo margir af vinum mínum.---------------—---------- Sveitakona. Einkennilegt fornhandrit hefur rúss- neskur maður Nikulás Notovitch að nafni fundið nýlega hjá Búddatrúarprestum í klaustri nokkru í Tibet. Hann hafði kom- izt að því á ferðum sínum þar, að Búdda- trúarmenn þekktu spámann nokkurn, er þeir nefndu Issa og tignuðu framar flest- um eða öilum höfuðguðum sínum, sem alls eru 22 að tölu. Nafnlíkingin og ýms ein- stök atriði úr æfi Issa, er Notovitch fékk vitneskju um, styrktu hann í þeirri ætlan, að þessi Issa væri sami sem Jesús Krist- ur, guð kristinna manna, og eptir allmikla fyrirhöfn tókst honum að komast eptir því, hvar saga Issa væri niðurkomin, en hon- um var í fyrstu neitað um að skoða þetta dýrmæta handrit, og það var að eins af tilviljun einni, að honum var fengið það í hendur. Yoru það tvær bókfellslengjur með stórum, gyltum blöðum, en textinn á hinu svo nefnda „palí“-máli, hinu sama, sem hinar eldgömlu, helgu bækur Búdda- trúarmanna eru ritnar á. „Journal des Debats“ í París hefur tekið stutt ágrip af þýðingu Notovitch á sögu Issa, og segir þar meðal annars svo: „Issa var í heiminn borinn í ísraels- ríki. Foreldrar hans voru fátækir af því kyni komnir, er hafði mikið orð á sér fyrir guðrækni og ráðvendni, og þekkti ekkert æðra né háleitara en að lofa skaparann og þakka honum fyrir hinar þungu raun- ir, er honum af vizku sinni hafði þóknazt að leggja því á herðar, en hugsaði ekkert um hið fyrverandi veldi sitt og mikilleik á jörðinni. Frá barnæsku boðar Issa tilveru hins „frumeina og óskiptilega“ guðs. Þá er hann er 13 ára gamall og því orðinn myndugur samkvæmt lögmáli Gyðinga, víkur hann burt úr foreldrahúsum og fer með kaupmönnum til Sind í stað þess að kvongast, eins og landsvenjan fyrirskipar. Á 14. aldursári sezt hann að hjá Aríum og kemur til Djagguernat, Radjagriha og Benares, þar sem hann lærir að skilja Yedabækurnar. En allt í einu slítur hann sambandi og samneyti við Bramapresta, neitar hinum guðlega uppruna Vedabók- anna og holdtekju eða „avataras“ hins mikla Brama í Visnú. Hinir „hvítu prestar“ hóta honum dauða og hann flýr þá í land Gaoutamída, lærir „palí“ og er að sex ár- um liðnum orðinn nákunnugur hinum helgu leyndardómum hinnar hreinu, óbreyttu Búddatrúar. Því næst snýr hann vestur á bóginn og prédikar alstaðar kröptuglega gegn skurðgoðunum. í Persíu berst hann gegn kenningu Zóróasters, en verður að forða sér þaðan á flótta fyrir ofsóknum anda- særendanna. 29 ára gamall kemur hann aptur til Gyðingalands, og prédikar þar op- inberlega fyrir lýðnum. Pílatus landsstjóri í Jerúsalem óttast hina vaxandi hylli hans og kveður saman presta og skriptlærða í landinu til að dæma hann; þeir hefja rann- sókn gegn honum en] dæma hann sýknan“. Því næst er skýrt frá því, að Issa hafi haldið áfram að prédika fyrir lýðnum, unz Pílatus hafi látið taka hann höndum og varpa honum í dýflissu, af því að hann hafi óttazt uppreisn í landinu; því næst hafl hann fært hann fram fyrir öldunga- ráðið ásamt tveimur ræningjum og ljúg- vitni hafi verið fengin til að vitna gegn honum, þar á meðal einn þjóna Pílatusar, er hafði svikið Issa í hendur hans. Því næst er skýrt frá viðtali Issa við vitni þetta og landsstjórann, er þá hafi orðið svo reiður, að hann hafi heimtað hann dæmdan til dauða, en ræningjana sýknaða, en þá hafi dómararnir eptir sameiginlega ráðsályktun kunngert Pilatusi, að þeir vildu ekki drýgja svo mikla synd að dæma sak- lausan mann en sýkna ræningja, því að það væri gagnstætt landslögum, en hann gæti gert það, sem honum þóknaðist, og að því mæltu hafi ráðherrarnir gengið burtu og þvegið hendur sínar í vígðu vatni með þeim ummælum: „Yér erum saklausir af dauða hins réttláta“. Því næst er skýrt svo frá, að Issa hafi verið krossfestur á- samt báðum ræningjunum, en á þriðja degi hafi menn fundið gröfina, þar sem lík hans var lagt í, opnaða og tóma. Lengra nær ekki ágrip það, sem „Jour- nal des Debats" hefur tekið úr sögu Issa. Það er einkum tvennt, sem er harla eptir- tektavert í þessari frásögu, fyrst og fremst að hún fyllir stóra eyðu í frásögu guð- spjallanna frá því Kristur var 12 ára gam- all til þess tíma, að hann lætur skírast af Jóhannesi og í öðru lagi, að það er Pílatus sjálfur en ekki öldungaráðið, er hefur verið frumkvöðull að lífláti hans. Frásögn þessi er því svo eptirtektaverð nýung, að hún hlýtur að vekja mikla ept- irtekt og leiða til ítarlegra rannsókna. Sé hér um svik eða fals að ræða af hálfu hins rússneska vísindamanns mun ekki verða erfitt að komast að því. En sé svo ekki, hvernig stendur þá á því, að guðspjalla- mennirnir minnast ekkert á þessar miklu ferðir og löngu dvöl Krists í Austurlönd- um? Ymsir guðfræðingar, er Notovitch leitaði álits hjá, réðu honum frá að birta þessa uppgötvun sína, og kardínáli nokk- ur í Róm, einlægur trúnaðarmaður páfans, bauð honum allmikið fé til að láta þetta kyrt liggja, en Notovitch sýndist annað og hefur nú látið prenta allt saman. Grein sú, er vér höfum tekið þetta eptir, er prentuð í hinu nafnkennda þýzka vikublaði „Das Echo“ (Bergmálið) 5. f. m., en er þar nokkru fyllri, en hér hefur ver- ið skýrt frá. Nýungar úr ýmsum áttum. Nýtt tundurefni. Turpin, uppgötvari sprengiefnis þess, er „melinit“ nefnist, þyk- ist nú hafa fundið upp annað miklu öfl- ugra ogvoðalegra morðmeðal, er enginvarn- arvirki geti staðizt fyrir, og sterkustu og rambyggðustu kastalar verði á svipstundu að einni hrúgu og mennirnir sópist burtu þúsundum saman fyrir þessu morðtundri. Þingmenn sem ræningjar. Tveir fulltrúar á gríska þinginu hafa orðið upp- vísir að því, að hafa lifað á ránum milli þinga. Þessir virðulegu þjóðfulltrúar veittu þremur ræningjaflokknum forstöðu. T>á er þeir sátu á þinginu í Aþenu, höfðu þeir iðulegar bréfaskriptir við félaga sína í fjöll- unum, og opt komu einnig nokkrir þeirra til borgarinnar til kaupskapar. Loksins voru þó fulltrúar þessir kærðir af nokkr- um mönnum, er ræntir höfðu verið, og voru þeir þá settir í varðhald og híbýli þeirra rannsökuð. Fundust þar margir stolnir munir og miklar birgðir af vopnum. Bíða þeir nú dóms. Hégómagirni. 6. apríl þ. á. andað- ist í New-York kona nokkur Cornelia F. Cotta 52 ára gömul. Hún skipaði svo fyrir, áður hún lézt, að öllum eignum henn- ar, er voru ein miljón dollara, skyldi var- ið til að reisa grafhvelfingu yfir hana. Bósa Bonlieur, frakknesk kona, sem er nafnkend fyrir málverk af dýrum hefur verið gerð að „offisera“ frakknesku heið- ursfylkingarinnar, og er það fyrsta skipti, sem kvennmaður hefur öðlazt þá sæmd.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.