Þjóðólfur - 25.05.1894, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 25.05.1894, Blaðsíða 4
Fundarboð. Með því að eg hef áformað að bjóða mig fram til þingsetu fyrir Reykjavíkur* kjördæmi fyrir næsta kjörtímabil, þá leyfl eg mér hér með að biðja heiðraða kjós* endur bæjarins að koma á fund næst*- komandi laugardag, 26. þ. m., kl. 71/* e. h., í fundarsal W. 0. BreiðQörðs kaupmanns. Eg mun þá skýra frá skoð* unum mínum á ýmsum landsmálum og taka þátt í væntanlegum umræðum. Keykjavík 22. maí 1894. ____________Hannes Hafstein. Verzlunin á Laugaveg 17 hefur nýlega fengið ýmislegar vefnaðar- Vörur, meðal annar9 mjög falleg og góð sirz—hreint úrval —. Fataefni mikið góðog ódýr, efni í drengjaföt og reiðföt. Svart hálfklæði af fyrstu tegund, lérept, bi. og óbl. Fóðurtegundir og margt fleira. Nauðsynjavörur miklar og góðar eru til. Allt selt með svo lágu verði, sem unnt er. íslenzk vara tekin. Finnur Finnsson. Smjör, tólg, hangikjöt, og sauð- skinn fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Samskot til háskólasjóðsins: Árni Eyþórsson verzlunarm Rvik 6 kr., Bjarni Símonarson cand. theol. Rvík 2 kr., Hans Krticzka fríherra von Jaden í Wien og 2 aðrir þýzkir fræðimenn, alls 10 kr. 50 aur., Áheit frá „sveitakonu11 5 kr. — Samskotin til sjóðsins nú orðin alls 1128 kr. 79 aurar. Eg hef verið ínjög magaveikur, og hef- ur þar með fylgt höfuðverkur og annar lasleiki. Með þvf að brúka Kína-lífs-elixír frá hr. Waldemar Petersen í Friðrikshöfn er eg aptur kominn til góðrar heilsu, og ræð eg því öllum, er þjást af líkum sjúk- dómi, að reyna bitter þennar. Eyrarbakka 23. nóv. 1893. Öddur Snorrason. Kína-lífs-ellxírinn fæst hjá flestum kaupmönn- um á Islandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-Iifs-elixír eru kaupendur beðnir að líta vel eptir því, að standi á flöskunumjí grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flösku- miðanum: Kínverji með glas í hendi, og firma- nafnið Valdemar Petersen, Prederikshavn, Danmark. Frímerkja-blað fæst ðkeypis hjá Gunnlaugi Jónssyni á Seyðisfirði. Ágæt myn<J af Franciscu úr Háa C-inu fæst hjá Aug. Guðmundssyni. =T=«=T=ll=T=t=TgA=T=lCT=l=T=l=T=J=T=i=T=l=T: „Piano“-verzlun „Skandinavien“, verksmiðja og sölubúð Kongens Nytorv 22, Kjöbenhavn. Verksmiðjunnar eigið smiði ásamt verðlaunuðum, útlendum hljóðfærum. Birgðir af Orgel-Harmonium. Er allt selt með 5 °/0 afslætti gegn borgun í peningum, eða gegn afborgun. Gömul hljóðfæri tekin í skiptum. Vcrðskrá send ókeypis. ia=T=T=T='=T=.'=T=J=T Eígandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Félagsprentsmiðjan. 30 höfðinu. Það má því geta nærri, hversu dýrmætur slíkur hattur var fyrir keisarann, sem orðinn var svo svo vel lagaður eptir höfðinu á honum, hattur, sem hvorki var honum of stór né of lítill, hvorki óþægilegur né fór honum illa, sem í einu orði að segja var að öilu orðinn lagaður eptir ójöfnum þess hluta líkamans, er honum var ætlað að skýla. Það er líka auðið að skilja, hvílíka fórn Franz II. færði Weissberg yfirsmið, er hann gaf honum þríhyrnda hattinn sinn, sem hann var búinn að taka slíku ástfóstri við. Það vaf sá vináttu vottur, að í samanburði við hann var að skoða all-álitlega pen- ingaupphæð sem lítils eða jafnvel einskis virði. Án efa var Weissberg þó eigi á sama máli, því hann hafði orð á sér fyrir að vera mjög fégjarn; hann hefði eflaust heldur viljað svo sem 1000 dúkata, eða jafnvel þó minna hefði verið, en alla hatta keisarans. En hattur þessi, er hann nú þá af keisaranum sem vott vináttu og hylli, kollvarpaði þannig allt í einu vonum þeim, er hin góðlátlegu orð keisarans höfðu vakið í brjósti hans. Hann kunni þó of vel lagið á því að haga sér meðal stórhöfðingja til þess að láta neitt á reiði sinni og gremju bera. Uppgerðarbros lék um varir hans, þegar hann svaraði keisaranum á þessa leið: „Eg er yðar hátign mjög þakklátur fyrir þá miklu hylli, er eg nýt hjá yður. Hattur þessi, sem yðar há- 31 tign hefur átt, skal vera mér kær sem væri hann helg- ur dómur, er eg eigi myndi farga úr eigu minni, þótt allir fjársjóðir heimsins væru í boði. Eg ætla strax að fara með hann heim til mín, ef þér viljið leyfa mér það. Hann er sá dýrmætasti heimanmundur, er eg get látið fylgja dóttur minni“. „Farið!“, svaraði keisarinn, „við hittumst aptur við l’Augarten“. Þennan sama morgun 14. júni 1821 var maður nokkur, á að gizka hálf-fertugur að aldri, á gangi á af- viknum stað í hinum grænu forsælugöngum Prater- skógarins. í andliti hans lýsti sér hin sárasta hryggð; við og við hrutu honum tár af hvörmum. Aðra stund- ina breyttist látbragð hans og varð augnatillit hans þá dapurt og ógnandi og sparkaði hann í reiði sinni sand- inum í forsælugöngunum upp með stígvélahælunum. Mað- ur þessi var Leopold Spieldorf, yfirlæknir í 3. herdeild riddaraliðsins, sem um þessar mundir hafði aðsetu í Vínarborg. Vér skulum taka eptir nokkrum ósamanhangandi setningum, er honum hrutu af munni, og munum vér þá eflaust komast að orsökinni til þeirrar örvæntingar, er hann var í. „Ó, harðhjartaði faðir!“ tautaði hann fyrir munni

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.