Þjóðólfur - 01.06.1894, Blaðsíða 1
Árg. (CO arkir) kostar 4 kr.
Erlendis 5 kr. — Borgist
fyrir 16. jtill.
TJppsögn, bundin viö áramót,
ógild nema komi til útgefanda
fyrir 1. október.
ÞJÓÐÓLFUR
XLYI. árg.
Bókmenntir.
Finnur Jönsson: Den oldnorske og
oldíslandske Literaturs Historie (þ. e. forn-
norsk og forníslenzk bókmenntasaga) I. B.
650 bls. 8 Kjöbenhavn 1894. Ritverk
þetta á að koma út í 3 bindum og ná
til c. 1450. Þetta fyrsta bindi, sem þegar
er út, komið nær yflr tímábilið frá miðri
9. öld til 1100 eða nálægt því, þ. e. skáld-
skapar tímabilið. Að vísu hafa margir
lærðir menn, erlendir og útlendir, ritað all-
mikið um hinar fornu íslenzku bókmennt-
ir, einkum nú á siðari árum, en það hefur
flest verið á víð og dreif helzt um ein-
staka menn eða einstök atriði. Það hefur
engin ritað ýtarlega sðgu þessara bók-
mennta í einni heild, fyr en dr. Finnur
hefur nú tekizt það starf á hendur, og er
það mikillar viðurkenningar vert og ber
vott um staka elju og starfsemi höfundar-
ins, ekki síður en um þor og dugnað. Það
er ekkert smáræði að ráðast í slíkt fyrir-
tæki, því að það er mikill vandi að leysa
það vel af hendi. Hvernig höfundinum
hafl tekizt það, að því er þetta 1. bindi
snertir, viljum vér ekki dæma um aftveim-
um ástæðum, fyrst og fremst sakir þess,
að dómur um svo umfangsmikið ritverk
yrðí hvorki heilt né hálft í blaðagrein, og
svo sakir þess, að oss er kunnugt um, að
innan skamms muni birtast á prenti ýtar-
legur ritdómur eða álit á þessari bók, eptir
mann, sem er þessu efni gagnkunnugur og
manna færastur til að rita um það með nægi-
'ogri þekkingu. En þess viljum vér ekki
iáta ógetið, hversu sem sá dómur kann að
falla, að vér kunnum dr.Finni beztu þakk-
ir fyrir þessa sögu og vonum, að honum
auðnist að leiða hana heppilega til lykta.
Að hún er rituð á dönsku mun eingöngu
sprottið af því, að höf. hefur ekki getað
gert sér vonir um, að hann fengi hana
prentaða, ef hún væri rituð íslenzku, en
með því að hún er rituð á dönsku hefur
höf. fengið styrk af Carlsbergssjóðnum til
útgáfunnar, sem hann ella mundi ekki hafa
feugið. yér hefðum auðvitað kunnað bet-
ur við að sjá þessa sögu á íslenzku en
dönsku, en það tjáir ekki um það að fást.
Nú eigum vér líklega almenna íslandssögu
í vændurn von bráðar frá öðrum höfundi,
Reykjavík, föstudaglnn 1. júní 1894.
og virðist oss sjálfsagt, að hún sé prentuð
á íslenzku, svo framarlega sem þingið
heldur áfram að veita nokkurn styrk af
landsfé til þess verks. Oss er engin þökk
á danskri íslandssögu.
Þingmálafundir eða undirbúnings-
fundir undir næstu þingkosningar hafa verið
haldnir tveir hér í bænum nú fyrir stuttu.
Hannes Hafstein landritari, einn þeirra
þriggja, er hér verður í kjöri, hélt fyrri
fundinn 26. f. m. Þar var og „gamli
þingmaðurinn“ H. Kr. Friðriksson staddur,
en þriðja þingmannsefnið Jón Jensson yfir-
dómari kom ekki á þann fund. H. Haf-
stein gat þess í fyrstu, að sumir mótstöðu-
menn hans væru að spilla fyrir honum
með því að telja fólki trú um, að hann
væri gersamlega háður stjórninni og lands-
höfðingja, sem landritari, og að hann hefði
„svikið lit“ á Þingvallafundinum 1888 sem
fulltrúi Hafnfirðinga. Skýrði hann stutt-
lega frá, að þetta hvorttveggja hefði við
engin rök að styðjast. Því næst skýrði
hann frá skoðun sinni á stjörnarskrármál-
inu; kvaðst hann mundi verða þvi fylgj-
andi að samþykkja frumvarpið nú í sum-
ar, en þótti ekki vert að spá neinu um
framtíðina, eða hvernig hann mundi taka
í málið á þingi 1895. Taldi hann ýms
atriði í frumvarpinu óheppileg og jafnvel
ekki framkvæmanleg, án þess þó að geta
um, hver þau væri; kvaðst hann mundi
verða með skynsamlegum breytingum á
frumvarpinu. Atvinnumál kvaðst hann
vilja styðja eptir megni, og vildi láta koma
á fót þilskipaábyrgðarsjóði annaðhvort fyrir
allt latid eða að minnsta kosti fyrir Suður-
land. Þá ræddi hann um verdunarmál.
Var hann mótfallinn frv. um búsetu fasta-
kaupmanna, með því að svo auðvelt yrði
að fara í kringum slík lög. TJm varnar-
þing i skiddamálum gat hann þess, að
hann vildi fara einskonar miðlunarveg
milii þess frumvarps, er neðri deild sam-
þykkti i fyrra og þeirra laga, sem nú
gilda um varnarþing skuldunauta, svo að
í stað þess, að hver hreppur sé varnarþing
þeirra skuldunauta, er þar eiga heimili.
þá verði sýslumönnum gert að skyldu að
halda reglulegt þing í hverri viku eða á
Nr. 35.
hálfsmánaðarfresti, og að þangað skyldi
stefna öllum skuldamálum í sýslunni.
Frumv. um úrskurðarvald sáttanefnda var
hann meðmæltur, en vildi láta gerð sátta-
nefndarmanná vera endanlega, enda upp-
hæðina, er lögð væri í gerð, ekki stærri
en 50 krónur. Kirknafrumvarpid aðhyllt-
ist hann að því leyti sem gjaldið (75 aura)
snerti, en vildi ekki hafa sameiginlegan
kirknasjóð. Þingfararkaup alþingismanna
vildi hann hafa fástákveðið. Innlendum
brunalótasjóð var hann og hlynntur, svo
framarlega sem Reykjavík kæmist að sömu
kjörum sem aðrir, að því er ábyrgðargjald
snerti. Um mál þau, sem liggja ósamþykkt
hjá stjórninni frá síðasta þingi (háskóla-
málið, eptirlaunamálið, afnám hæstaréttar,
prestkosningamálið o.s.frv.), vildi hann ekki
segja neitt ákveðið um, meðan óvíst væri,
hvort þau yrðu tekin fyrir á næsta þingi.
Þá steig H. Kr. Friðriksson í ræðu-
stólinn og hélt alllanga ræðu til kjósend-
anna, að hann treysti þeim til að bregð-
ast sér ekki, hann hefði setið á 17 þing-
um og afrekað þar margt og mikið, verið
valinn í bæjarstjórn hvað eptir annað,
væri formaður búnaðarfélags suðuramtsins
m. m., og hefði líka gert meira en að tala,
hann hefði sýnt það í verkinu, hver hann
væri. Reykvíkingar vissu hverju þeir
slepptu, en ekki hvað þeir hrepptu, ef þeir
höfnuðu honum. Yar auðskilið á ræðu
hans, að hann taldi sig alveg „maka-
Iausan“ mann bæði utan þings og innan.
Var gerður mikill rómur að þessu og
hlegið dátt, en ræðumaður hló með og þótti
sér hafa mælzt furðuvel. Annars þykir
oss óþarft að rekja það sem hann sagði
um skoðanir sínar á málunum, því að þær
munu mörgum kunnar. Hið eptirtekta-
verðasta var, að hann sagði hreint og
beint, að stjórnarskrárfrumvarp alþingis
væri að öllu leyti miklu lakara, en sú
stjórnarskrá, er vér nú hefðum, en móti
sumum málum kvaðst hann hafa verið frá
barnæsku (!), t. d. því, að útlendingar
mættu ekki eignast jarðeignir á íslandi.
Hann sagði, að þingmenn þekktu ekki, hvað
sannleiki væri, auðvitað að honum (H. Kr.
Fr.) undanskildum, sem var að tala um
einhvern „stóra sannleika“, er hann fylgdi
í „pólitikinni, en það var ekki fullljóst