Þjóðólfur - 01.06.1894, Blaðsíða 2
98
hjá honum, og ekki Iaust við mótsagnir.
Tveir fundarmenn andæptu honum nokkuð
svo, en hann sargaði það fram af sér með
því, að það væri barnaskapur, að finna að
frammistöðu hans á þingi. Hún hefði verið
svo ágæt í alla staði.
Þá var nokkuð rætt um vinnnkaup
við verzlanir og um Undindismálið, og
voru þingmannaefnin því lítt hlynnt.
Síðari fundinn hélt Jón Jensson yfir-
dómari 28. f. m. og skýrði þar frá skoð-
unum sínum. Þar komu einnig þeir H.
Hafstein og H. Kr. Friðriksson. Nokkr-
ar umræður urðu um stjórnarskrármálið
og vildi Jón Jensson halda málinu fram,
og kvaðst vera samþykkur því í öllum
aðalatriðum en það gerði minna til, þótt því
yrði ekki hreyft eitt, tvö eða jafnvel þrjú
þing. í háslwlamálinu vildi hann eingöngu
halda sér við lagaskóla, vildi láta efla sem
mest stýrimannaskólann og áleit æskilegt,
að stofnaður yrði einn landbúnaðarskóli
þar sem menn gætu öðlast meiri og betri
þekkingu í búnaðarvísindum, heldur en
búnaðarskólarnir veita. Að Reykjavík
tæki þátt í hinu fyrirhugaða innlenda bruna-
bótafélagi taldi hann miður ráðlegt. Hann
vildi láta landssjóð einan leggja fram all-
an kostnað við gufubátaferðir, en taldi
vagnvegi yflr óbyggðir fremur óheppilega
af því að þeir mundu ekki svara kostn-
aði. Fólksflutninginn héðan af landi til
Ameríku taldi hann mjög ískyggilegan,
en vildi reyna að stemma stigu fyrir hon-
um, með því að gera „tilveruna hér til-
lokkandi", þótt hann játaði, að það væri
hægra sagt en gert. Meðal þeirra, er töl-
uðu á fundinum auk þingm. efnanna má
sérstaklega geta Þorbjargar Sveinsdóttur
yfirsetukonu, er talaði fyrir stjórnarskrár-
málinu og háskólamálinu, og þótti mælast
vel að vanda.
Þess má geta, að H. Kr. Fr. gekk af
þessum fundi, áður en honum væri slitið,
sakir þeirrar árásar, er einn fundarmaður
(Björn Jónsson ritstjóri) gerði á þing-
mennsku hans á síðasta þingi og hafði
hann auðheyrilega lært utan að heima
hjá sér ailanga þulu um það, í hverjar
nefndir Halldór hefði verið valinn á síð-
asta þingi. En hver veit nema Halldór
fái ef til vill nokkru fleiri atkvæði við
kosningarnar, einmitt fyrir þessa árás
Bjarnar. Það er ekki ólíklegt, eptir því
sem sumir fundarmenn hafa látið á sér
skilja.
Engin liálfvelgja í stjórnarskrárbar-
áttu vorri er það, sem lýsir sér í bréfi frá
b'ondamanni í ísafjarðarsýslu, er Þjóðólfi
barst í fyrra mánuði. Það tjáir ekki að
berja það blákalt fram, að allur almúgi á
íslandi láti sig engu skipta á hverju veltur.
Bréfið er svo látandi:
„Mörgum þykir Estrúpsráðaneytið hafa
sýnt sína vanalegu íslands hollustu með
auglýsingunni 15. desember. Skyldi nú
ekki þetta hágöfuga ráðanéyti geta smátt
og smátt vanið þingdeildirnar okkar af
fleðumælunum við slíka stjórn f ávörpum
þeirra. Það væri sýnu mannlegra að ís-
lendingar heimtuðu nú eptirleiðis það, sem
þeir hafa beðið um hingað til, helzt al-
gerðan aðskilnað, því á honum á landið
heimting eptir afstöðu sinni, því þó ofur-
lítið stytti upp krossaregnið teljum vér lít-
inn baga, því þó sumir séu svo blindaðir
af krossasóttinni, að þeir gegn um þykkt
og þunnt vilji draga ok með stjórninni fyrir
krossa, þá skilur ekkialþýðaþá speki; en
hún skilur það vel, að embættismennirnir
eru hennar vinnumenn, sem hún fæðir,
klæðir og geldur víst full verkalaun, og
þess vegna álítur hún alla þá embættis-
menn liðhlaupa og landráðamenn, sem und-
an þjóðarinnar merkjum flýja í lið með
erlendri, ófrjálslyndri stjórn“.
í sambandi við þetta heldur bréfritar-
inn áfram. „Ekki batnar mikið ástandið
hér í sýslunni, hvað samlyndið snertir, enda
er blaðið „Q-rettir“ öflugasta meðal tíl
að viðhalda úlfúð og hatri, þótt allir betri
menn vilji reyndar ekki snerta áþví frem-
ur en höggormi. Það má sjá á „ísafold“
að hún hefur orðið venju fremur kát, þegar
hún sá „Gretti“ litla; henni hefur víst
litizt á hann; hún hefur líklegast verið
farin að halda, að hún mundi verða pipar-
mey, þegar „Qrettir“ kom þarna eins og
úr sauðarleggnum alstrípaður í fangið á
henni. Ef samfarirnar verða að því skapi
góðar sem ástirnar tókust fljótt, þá er ekki
ólíklegt, að samvinnan verði ávaxtarsöm. —
Óvirðulega þykir flestum „ísafold“ tala
um þingmenn vora, en það vill til, að allir
sjá, að hún talar þar „af sínu eigin“, og
þá er því enginn gaumur gefinn".
Athgr. BesB virðist rétt að geta, að bréf þetta
er ritað af frænda ísafoldarritstjórans, manni, sem
áður hefur verið fréttaritari hans, en kveðst nú
ekkert vilja hafa saman við það blað að sælda
framar, það sé orðið fólki svo hvimleitt o. s. frv.
Ritslj.
f Lárus Þórarinn Blöndal r. af dbr
sýslumaður Húnvetninga og skipaður amt-
maður norðan og austan andaðist úr in-
fluenza að heimili sínu Kornsá í Vatnsdal
12. f. m. Hann var fæddur að Hvammi
í Vatnsdal 16. nóv. 1836 — sonur Bjarnar
Auðunnarsonar Blöndals sýslumanns í
Húnavatnssýslu og Ghiðrúnar Þórðardóttur
kaupmanns Helgasonar. Hann var útskrif-
aður úr Reykjavíkurskóla 1857 með 1.
einkunn, tók próf í lögfræði við háskól-
ann 19. júní 1865 með 2. einkunn, var
síðan á skrifstofu stiptamtmanns og land-
fógeta, var settujr sýslumaður í Dalasýslu
1867 en fékk veitingu fýrir henni 1868
og bjó þar á Staðarfelli og Innri-Fagra-
dal. 1877 fékk hann Húnavatnssýslu og
flutti þá fyrst að Stóruborg en að ári liðnu
að Kornsá og bjó þar síðan. Hann sat á
alþingi 1881, 83 og 85 sem 1. þiugmaður
Húnvetninga. Á afmælisdag konungs 1891
var hann sæmdur riddarakrossi dannebrogs-
orðunnar og 26. febr. síðastl. var honum
veitt amtmannsembættið nyrðra frá 1. júli
þ. á., án þess hann sækti um það. Mun
honum hafa þótt viðurhlutamikið í aðra
röndina að hverfa frá góðu búi á Kornsá,
þar sem hann hafði búið svo vel um sig,
enda þurfti ekki til þess að taka, að hann
flytti þaðan lifandi. Hann var kvæntur
Kristínu Ásgeirsdóttur dannebrogsmanns á
Lundum og áttu þau 11 börn. Hin elztu
þeirra eru Ásgeir héraðslæknir á Húsavik,
Björn cand. theol og Ágúst báðir heima
og Sigríður kona séra Bjarna Þorsteins-
sonar á Siglufirði.
Lárus Blöndal var héraðshöfðingi, val-
menni og vinsæll af sýslubúum, glaðvær,
skemmtinn og mjög veitull. Var heimili
hans eitthvert hið rausnarlegasta á Norð-
urlandi og þótt víðar væri leitað, enda
var kona hans honum samhent að risnu
og örlæti.
Influeiiza-landfarsóttin var, þá er
síða8t fréttist, ekki komin lengra norður en
í Skagafjörð utanverðan, og á Strandir
var hún komin, hafði flutzt þangað úr
ísafjarðarsýslu í aprílmánuði. Voru 13
manns dánir úr henni í Árnesshreppi 4.
f. m., og þá lágu þar enn margir þungt.
í Húnavatnssýslu hefur veikin orðið all-
skæð. Auk Lárusar sýslumanns Blöndals
hafa þar látizt úr henni tveir merkisbænd-
ur: Árni Erlendsson á Flögu í Vatnsdal
14. f. m. og Bjarni Snœbjarnarson á Ás-
um, áður í Þórormstungu í Vatnsdal, eun-
fremur Bagnhildur Jónsdóttir ekkja í Vík
á Vatnsnesi, merkiskona. — í Eyjafjörð
og Þingeyjarsýslu vestan Jökulsár var
sóttin ekki komin um miðjan f. ra., og
þóttust menn þar ugglausir um, að hún
bærist þangað ekki af Austurlandi, því að
þar væri henni lokið. Að hún komst ekki