Þjóðólfur - 15.06.1894, Síða 4

Þjóðólfur - 15.06.1894, Síða 4
112 naustum) og Þorlákur Jónsson. Ennfremur kom Edv. Jensen sjónleikastjóri með frú sinni Olga Jensen og 2 leikendum öðrum. Svo komu og nokkrir útlendir ferðamenn. Frá Vestmannaeyjum kom Jón Magnússon sýslumaður með frú sinni. Cíufuskipið „Egill“ fór héðan aptur til Austfjarða aðfaranóttina 13. þ. m. og með henni fjöldi farþega. Fargjald til Seyðisfjarðar var 10 kr. Fargjaldið með „Laura" var jafnframt sett niður í 8 kr., en þó fóru flestir með „Agli“, er gerði „Laura“ allmikinn óleik í þetta sinn. Með „Agli“ fór til Austjarða auk fleiri BenediJd Sveinsson sýslumaður áleiðis til Hafnar. „Thyra“ fór vestur og norður um land í fyrri nótt, en „Laura“ fer austur og norður um land í nótt, og kemur hing- að aptur 27. þ. m. Höfðingleg gjíif. Stórkaupmaðurinn Louis Zöllner í Newaastle, kaupstjóri ís- le izku pöntunarfélaganna, hefur gefið há- skólasjóðnum 500 krónur. Það er stór- mannlega og drengilega af sér vikið. En islenzkir efnamenn vilja ekki láta svo mik- ið sem 1 krónu af hendi rakna til aðstyðja þetta mál. Það er annálsverður áhugi(!) hjá landsmönnum sjálfum, sem mest og bezt ættu að láta sér um það hugað. Glasg o w-verzlunin s e 1 u r: kaffi, kandís, melís, rjól, rulla, allskonar matvöru, kaffibrauð, einnig kramvöru, fiskilínur alls- konar, lóðaröngla og m. fl. Allt meö mjög lágu verði. íslenzk vara tekin. __________Þorkell Þórðarson. íslenzk frímerki eru keypt fyrir hátt verð. Verðskrá send ókeypis. N. S. Nedergaard. Skive — Danmark. Hið bezta kaffi geta menn fengið, með því að brúka Fincste skandinavisk Export Caffe F. Hjorth & Co. í Kaupmannahöfn, er fæst hjá kaupmönnum. Brúkuö íslenzk frímerki eru keypt fyrir peninga með þessu verði: 2 skildinga kr. 1.85, 3 skild. 0.75, 4 skild. rauð 0.15, 4 skild. græn 0.18, 8 skild. brún 0.85, 8 skild. fjólublá 2.00, 16 skild. 0.60, 5 aura blá 0.30, 20 aura blá 0.35, 40 aura græn 0.45, 50 aura 0.20, 100 aura 0.35, allt pr. stykki og sendist ókeypis. Verð- skrá yfir öll ísl. frímerki og bréfspjöld ó- keypis og kostnaðarlaust send. S. S. Rygaard. LiIIe Torvegade 26, Kjöbenhavn C. í Reykjavíkurapóteki fæst: Akvavit fl. 1.00, Cognac fl. 1.25, Whisky fl. 1.90, Sherry fl. 1.50, Portvín hvítt, fl. 2.00, do. rautt fl. 1.65, Madeira fl. 2.00, Malaga fl. 2.00, Pedro Ximenes fl. 3.00, Rínarvín fl. 2.00, Champagne fl. 4.00. Vindlar: Renomé 1 hdr. 4.50, Nordenskjold 1 hdr. 5.50, Donna Maria 1 hdr. 6.50, Brazil Flower 1 hdr. 7.40. Allskonar maskínuprjón fljött og vel af hendi leyst á „Geysi“ (Skólavörðustíg). Vllborg- Jðnsdóttir. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Félagsprentsmiðjan. 42 heyra; eg er reiðubúinn til að verja tíma mínum, hönd- um og verkfærum í yðar þjónustu heiðraði herra Weiss- berg. Hvað á eg að gera fyrir yður?“ „Að láta mig fá aptur eða selja mér hattinn, sem þarna er á stólnum", svaraði yflrsmiðurinn og flýtti sér þangað. Að seljá yður hann! þér gerið mér minnkun með þessu. Takið hann; eg er fús á að láta yður hann ept- ir, og það því freraur, sem þér áður hafið átt hann og þegið hann að gjöf hjá sjálfum keisaranum, hafi eigi verið skrökvað að mér“. „Góði, veglyndi ungi maður! þér komið mér til hjálpar á grafarbakkanum, þér frelsið mig frá að deyja af sorg og smán“. „Fögnuðurinn fer vissulega með yður i gönur; tak- ið sönsum heiðraði herra Weissberg. Má eg eigi bjóða yður glas af víni?“ „Þakka yður fyrir“, svaraði yfirsmiðurinn. „Hvernig víkur því við að eg skuli geta frelsað yður frá sorglegum og smánarlegum dauða, með því að láta yður aptur fá hatt þennan, sem í sannleika er far- inn að eldast“, bætti hann við og brosti“. „Hugsið yður herra Leopold, að hans hátign gaf mér þenna forlátagrip í morgun, áður en hann fór að skoða baðstaðina við l’Augarten. Mér virtist sú gjöf 43 fremur lýsa bitru háði, og þegar eg fór út. úr höllinni, gaf eg hattinn þeim fyrsta þjóni, er eg mætti; en það var hörmuleg yfirsjón af mér, sem gat haft í för með sér hina mestu óhamingju mér til handa. Þegar vér komum heim, beiddi keisarinn mig aptnr að láta sigfá hattinn, því að nýi hatturinn hans vildi eigi laga sig eptir höfðinu á honum og hafði hann eymzt undan hon- um. Til þess að bæta mér skaðann. neyddi hann mig til að þiggja af sér hring þennan í staðinu. Þér getið nú farið nærri um örvæntingu mína. Eg kom mér ei að því, að segja honum frá því, hvað eg hefði gert við hattinn, heldur tautaði nokkur óskiljanleg orð fyrir munni mér, og í fátinu, sem á mig kom, hratt eg niður dýrindis borðbúnaði frá hinni keisaralegu postulíns-verk- smiðju og hljóp út til að spyrja þjóninn um, hvað orðið væri af hattinum hans hátignar. Eg komst þá að því, að hann væri kominn i eign tveggja riddara, sem að líkindum sætu inni á knæpunni hans Boccolini. Eg þaut þegar þangað og rakst á riddarana, rétt í því að þeir voru að fara þaðan út. Eg hafði fregnir af þeim, og sögðu þeir mér, að þér hefðuð keypt hattinn og því er eg hér kominn. Þér hljótið nú að sjá, að þér frelsið líf mitt með því, að láta mig fá hattinn, og að eg þá enn þá get komið fyrir auglit hans keisaralegu hátign- ar, er eg færi honum aptur hans dýrmæta hatt“. „Já

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.