Þjóðólfur - 22.06.1894, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 22.06.1894, Blaðsíða 2
114 stjórn hans hefur Bolgaralandi farið stórum fram bæði að menningu og velmegun, svo að nú má kalla Iandið blómlegt, en áður var það ekki betra en önnur skattlönd Tyrkja, og er þá nóg lýst. Hann hefur vafið soldáni um fingur sér og náð af honum vildarkjörum; en það er mest um vert, að hann smeygði af Iandinu oki Rússa og ágengni og beitti til þess bæði kænsku og kappi, en hann átti marga skæða mótstöðumenn, svo sem Austurríki, en þangað sækir Ferdínand fursti ráð. Þá er að minnast annars lands á Balkanskaga, sem mjög er frægt, orðið á síðari árum, mest fyrir aðfarir konungsins, sem þar var áður. Það land er Serbía. Fyrir því ræður konungur sá, er heitir Alexander og er Mílansson, ungur að aldri. Faðir hans er hæfileikamaður og svallari, og lagði niður ríkisstjórn fyrir nokkrum árnm, skildi hann áður við konuna og gaf landinu mjög frjálslega stjórnarskipun; fluttist hann síðan til Parísar og lék sér dátt, hrukku ekki fekjur hans fyrir út- gjöldunum og hafði þó 1 miljón af að taka; leitaði hann þá heim aptur,- hvað eptir annað og vildi jafnvel komast á konungs- stól; þá rak álþingi hann úr landi og lýsti hann úr konungsætt. í fyrra vor rak Alexander konungur í brott forráðamenn sína og tók sjálfur ríkisstjórn, þótt ungur væri; en erfið varð honum ríkisstjórnin, því að frjálslyndir menn voru jafnan í meiri hluta og stýrðu landinu. Gekk svo þar til í vor, að allt fór í þófi með þeim, og vissi enginn fyrri til, en að Mílan og Natalía — kona hans, svarkur mikill — voru bæði komin til Belgrad, höfuðborgarinnar í Serbíu; tóku þau nú saman aptur og fór vel á með þeim; klerkar mótmæltu réttmæti hinnar síðari giptingarinuar, alþingi bannaði lands- vist Mílans, blöðiu léku hann grátt, en allur heimur hló! Blöðin voru gerð upp- tæk og ritstjórarnir lögsóttir, en landsyfir- dómurinn sýknaði þá. Litlu síðar urðu þau tíðindi, að konungur sendi burt ríkis- ráðið, rauf hina frjálslegu stjórnarskrá frá 1888, en setti hina í staðinn frá 1869; við það urðu mikil umskipti: prentfrelsi og málfrelsi takmarkað, konungsvald rýmk- að að miklum mun, kosningafrelsi hept stórlega ogsveitastjórn nær aftekin. Yfirdóm- uriun var uppleystur og þeir reknir burt, sem gefið höfðu samþykki sitt til sýknu blaðanna, en þau voru gerð upptæk á ný. Herinn er þeim feðgum fyigjandi, en hann er lítill og bændur eru frjálslyndir og vopnum vanir. Er nú búizt við uppreisn. Þar var síðast sagt af Ungverjalandi, er framsóknarmenn héldu fram aðskilnaði ríkis og kirkju gegn aðalsmönnum í efri deild, er felldu það mál. Ráðaneytisfor- setinn, dr. Wekerle, þrekmaður mikill, lagði frumvarpið þegar aptur fyrir neðri deild; hún samþykkti það jafnharðan, og dr. Wekerle hélt þegar til Vínar, til þess að leita fylgis keisara. Þeim kom ekki saman svo að ráðaneytið sagði af sér völdum. Sá heitir Khuen Hidervary og er greifi, sem tekið hefur að sér ráða- neytisforstöðu, en sagt er það, að Ung- verjar verði honum erfiðir. Nýlega voru dómar kveðnir upp í málum þeirra manna, er stóðu fyrir félög- um iðnaðarmanna á Sikiley, og voru for- ingjar þeirra í „hungurhríðinni“ í vetur, og eru flómarnir feiknastrangir. Einn hinna kærðu, sem var alþingismaður, var dæmdur í 18 ára betrunarhúsvinnu og af honum þingmennskan. Verjanda hinna kærðu skipaði Crispi að hneppa i fjötra, og með marga aðra er farið herfilega og ósæmilega. Mælist þetta mjög illa fyrir. Síðast var nokkuð sagt frá pólitisku ástandi Ítalíu, og eg ætla að setja hér brot úr frásögu merkilegs manns, sem íslendingar hafa heyrt getið. Maðurinn er dr. Ehlers. Hann fór til Ítalíu í vetur á læknafund- inn, og segir svo frá, að á leiðinni frá Mundíufjöllum til Rómaborgar hafi hann séð að eíns einn silfurpening. Hann átti tal við skilorðan mann, sem hann þekkti vel, um ástandið í landinu, og sérstaklega siðferðisástandið, og sagði hann svo: „Þér getið fengið hverja konu til lauslætis, sem þér viljið“. „Og franzós?“ „Hann höfum vér allir!“ Á Frakklandi hefur veður skipzt í lopti síðan seinast, og er það engin ný- Iunda. Casimir Périer hét sá, er ráðaneytinu stýrði, er síðast var ritað, kallaður djúp- hyggjumaður og fastur fyrir. Það var rætt í neðri deild, að stjórnin hafði bann- að vinnumönnum ríkisins að stofna félög með sér, en það var ekki heimilað í lög- um. Var þá stjórninni steypt og gullu þá við gleðióp og lófaklapp frá jafnaðar- mönnum og framsóknarmönnum. Er það haft í frásögum, að ráðaneytisforsetinn klappaði sjálfur og hló hæðilega til mót- stöðumanna sinna. Sagt er, að hann hafi með vilja stillt svo til, að honum yrði steypt. Ráðaneytisforsetar á Frakklandi verða sjaldan vinsælir, en hann þarf alls við, ef hann á að ná forsetatign í haust. Dupuy tók víð ráðaneytisforstððu. Honum var steypt í fyrra haust, og þá tók Casimir Perier við, en Dupuy varð alþing- isforseti í hans stað. Blindan var skorin af auga Gladstones 25. f. m., og tókst vel. Tímes telur það líklegt, að hann taki til stjórnmálanna á ný. Fundur með fulltrúum vinnumanna í höfuðlöndum norðurálfunnar var haldinn í Berlín fyrir skömmu. Fundarmenn urðu ósáttir, og varð minna úr aðgerðum hans en vænta mátti. Er Englendingum um kennt og vildu þeir einir öllu ráða. Ýmis- legt var þó ráðið þar, vinnumönnum til þrifa. í gær var mikið um dýrðir hér í Höfn, þá voru liðin 25 ár, síðan stofnað var eitt hið mesta stórvirki og frægasta, sem unn- ið hefur verið með Dönum á síðari árum, en það er lagning málþráðarnets þess hins mikla, sem nær austan frá Sínlandi og vestur að Atlanshafi. Höfuudur þess er Tietgen sá, sem stofnaði gufuskipafélagið danska, og átt hefur mestan þátt í öllum mikilsháttar fyrirtækjum, sem lúta að iðn- aði, samgöngum og verzlun, og unnin hafa verið í Danmörku. Annars er hér gersamlega tíðindalaust. Sumarhitarnir fara að koma, sjónleikir og aðrar vetrarskemmtanir eru úti, og hver sem hefur fé og þykist maður með mönn- um leitar upp í sveit eða til útlanda, til þess að fá sér hressingu og losast við göturykið og borgarsvæluna. Fróðlegur samanburður. Háskóla- mál vort hefur þegar vakið mikla eptir- tekt hins menntaða heims og ýmsir mik- ilsháttar menn eru því hlynntir og hafa farið um það mjög hlýjum °rðum. Þar á meðal hefur ungur vísindamaður og rit- höfundur. K. L. Barthéls í Bonn á Þýzka- landi skrifað ritstjóra þessa blaðs 20. f. m., um þetta mál. Kveðst hann hafa séð þess getið í ýmsum (þýzkum) blöðurn, að alþing bafi samþykkt lagafrumvarp um stofnun háskóla hér á landi. Einn kafli bréfsins er svolátandi í íslenzkri þýðingu: „Með því að stofuun háskóla á íslandi hlýtur að efla sjálfstæðar vísindaiðkanir hjá svo gáfaðri og menntaðri þjóð, sem íslendingar eru, ættu allir menntavinir að styðja að framkvæmdum máls þessa með alhuga og óblandinni ánægju. Sérhver, sem viðurkenuir það, að sannarleg andans menntun geti gert einstaka menn og heilar þjóðir hamingjusama, ætti af fremsta megni að styrkja þetta fyrirtæki. Einkum

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.