Þjóðólfur - 29.06.1894, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 29.06.1894, Blaðsíða 2
118 spunnið eins fínt og hár og svo ofið. — Ennfremur er hér stór dýrasýning, þar sem tamin ljón og tígrisdýr eru látin gera ýmsar vandasamar æfingar, auk fjölda annara dýra. Þá er Márahöllin, sem er full af hinum mestu undrum, einkum mis- sýningum. Þó er þar hlutur, sem haft hefur talsverða sögulega þýðingu; það er höggstokkur sá, sem Marie Antoinette var afhöfðuð á í frakknesku stjórnarbylting- unni við síðustu aldamót. En enn hef eg ekki nefnt mannvirki eitt allmikið, sem hér er, það er nfl. hjól eitt geysistórt, Ferryhjólið, hið stærsta í heimi. Ás hjóls- ins hvílir á tveim turnum, sem eru 137 ensk fet á hæð; ásinn er 33 þuml. að þvermáli og 45 feta langur og vegur fimmtíu og sex tons. Hjólið er sjálft 264 fet á hæð. Það er sem tvöföld járngrind áföst við ásinn og á röndinni þar sem það er samtengt með þrjátíu og sex ásum; í hverjum þessara ása hangir smáhús, sem sæti eru í fyrir 60 manns; eptir því geta 2160 manna setið í öllum húsunum á þessu hjólbákni. Vélar eru á jörðinni, sem snúa þessu hinu mikla sigurverki. Efst af hjólinu er ágætt útsýni yfir sýninguna. Að svo búnu verðum vér að snúa frá „Midway plaisance", þótt það sé allfátt, sem oss hefur auðnazt að virða fyrir oss, en þó eru það fleiri hlutir að tiltölu, er vér höfum kost á að sjá á sýningarsvæðinu sjálfu, sem eg mun næst skýra frá. * * * Athgr. ritstj. Jafnvel þótt pistlar þessir frá hinni miklu heimssýningu komi nokkuð dræmt og á eptir tímanum, er stafar af annríki höfundarins, þá ímyndum vér oss, að alþýðu manna hér á landi verði þeir kærkomnir, einkum þá er ekkert íslenzkt blað hér heima hefur flutt fregnir af sýn- ingunni, nema Þjóðólfur einn. Það virð- ist gera minna til, þótt pistlar þessir birtust ekki einmitt meðan á sýningunni stóð. Þeir hafa jafnmikið gildi fyrir það. Landsyfirréttardóm ur var upp kveð- inn 25. þ. m. í máli því, er hinn setti amtmaður Kr. Jónsson fyrirskipaði að höfða gegn ritstjóra þessa blaðs, út af greinar- stúf með fyrirsögninni „Óaldarbragur“ í 51. tölubl. Þjóðólfs f. á., áhrærandi þjófn- að í Reykjavík o. fl., þar sem minnst var á linleg afskipti bæjarfógetans (Halld. Dan.) og lögreglunnar. Fékk bæjarfógetinn óð- ara gjafsókn í þessu máli, eins og lög gera ráð fyrir og auk þess skipaðan setu- dómara (Franz Siemsen sýslumann) og mál- færslumann (Hannes Hafstein), því að mik- ils þótti nú viðþurfa til að smella einhverj- um sektum á höf. greinarinnar fyrir hina óheyrilegu „goðgá“ að hafa minnst á dugn- að lögreglustjóra í samræmi við álit al- mennings um þær mundir. Hinn velvísi undirdómari dæmdi svo greinarhöf. til 110 kr. útláta alls og alls, og var svo snjall í þetta skipti, að yfirrétturinn hafði ekkert við það að athuga, en bætti að eins 15 kr. við sem launum handa málsfærslumanni bæjarfógeta fyrir yfirdómi, alls 125 kr!! Að vísu er sektin sjálf ekki nema 50 kr., en hinar75kr. eru aukagetur, þarámeðal ferðakostnaður handa setudómaranum 45 kr. Dómsúrslit þessi gefa blöðunum greinilega bendingu um, að þau eigi alls ekki að skipta sér af neinu, sem miður fer eða minnast á neitt, er embættismönnum þókn- ast ekki, hversu hógværlega, sem það er gert, eins og átti sér stað í Þjóðólfsgrein- inni 27. okt. f. á., því að það getum vér sagt með sanni, að allan þorra manna furðaði stórum á því, að nokkur vindur var gerður úr svo meinlausum ummælum, en það er jafnan hægur hjá fyrir embætt- ismennina að rétta fingurna í landssjóð eptir gjafsóknum, hvenær sem þeim finnst, að eitthvað ofurlítið sé blásið á ljósið þeirra, og það hefur heldur ekki verið sparað á síðari árum gegn hverjum þeim, sem dirfzt hefur að snerta við þjónum stjórnarinnar minnsta fingri. Landssjóður er nógu ríkur og landsmenn ekki ofgóðir til að borga fyrir embættismennina, svo að þeir geti leikið sér að óþörfum málssóknum og feng- ið hina og þessa sektaða um nokkrar krón- ur. Það er svo einstaklega þægilegt og alveg fyrirhafnarlaust, að verja ímyndaðar árásir á æru sína með annara fé, og varla er að óttast, að dómstólarnir láti hina á- kærðu sleppa bótalaust, hversu litilfjörlegt sem sakarefnið er. Skyldi ekki annars vera ástæða til að takmarka ofurlítið þess- ar gegndarlausu gjafsóknir embættismanna, svo að dálítið meira tillit verði tekið til málavaxta og persónu embættismannsins, en hingað til hefur verið gert. Vér þykjumst vita með sanni, að grein- in í 51. tölubl. Þjóðólfs f. á. hafi gertsitt gagn, eins og hún átti að gera: að ýta dálítið undir lögregluna hér i bænum og vekja hana; og sýni lögreglustjóri veru- lega rögg af sér, þá er næst verður stol* ið í Landakoti eða aðrir óknyttir framdir hér í bænum, þá er vorurn tilgangi náð. Hin meinlausa hugvekja vor í fyrra haust var ekki rituð ófyrirsynju. Það vita fleiri en vér og það verður ekki dregin fjöður yfir það með ómerkingardómi og ósanngjörn- um sektum. Það er ekki hinn eini vegur eða einhlítt ráð til að þvo sig hreinan í al- menningsálitinu. Geta verður þess, að hinn setti amtmaður, er fyrirskipaði máls- höfðunina, dæmdi sjálfur í málinu í yfir- rétti, og virðist það vera nokkuð fjarri réttu lagi. Að láta sama manninn fella endilegan úrskurð á sínar eigin gerðir og dæma um gildi þeirra er mjög óviðkunnanlegt og ó- heppilegt. Ef hinn setti amtmaður skyldi finna hvöt hjá sér til að fyrirskipa máls- sókn gegn oss fyrir þessa grein, sem hér er rituð, verður hann að flýta sér aðþví, þar eð millibilsstjórn hans kvað vera lok- ið á morgun. Póstþjófnaður. í 10. tölubl. Þjóðólfs þ. á. var minnst á vanskil eða þjófnað á peningasendingum með suðausturlandspósti. Skipaði landshötðingi þá þegar að rann- saka það, en ekkert vitnaðist og var svo þeirri rannsókn lokið. Síðan hefur orðið vart við peningastuld úr bréfum, er hing- að hafa komið með austanpósti, optast eitthvað í hverri ferð, og mun það vera orðin allmikil upphæð, sem ýmsir menn hafa misst á þann hátt. Peningar þeir (400 kr.), er hurfu á Stað i Hrútafirði í vetur hafa fundizt aptur að miklu leyti (eða hátt á 3. hundrað kr.) hingað og þangað á viðavangi, í túninu á Stað o. s. frv., og hefur þjófurinn auðsjáanlega fleygt þeim þar og ekki treyst sér til að geyma þá. Allur þessi póstþjófnaður, sem «ú er að færast svo mjög í vöxt er afarískyggi- legur, og þarf hér bráðra aðgerða við. Það tjáir ekki að berja það blákalt fram, að öll þessi vanskil stafi af vangá eða mistalningu. Verkin sýna merkin. Bréf- in hafa ljóslega borið það með sér, að úr þeim hefur verið stolið. Skyldi það ann- ars ekki vera leyfilegt, að benda póst- stjórninni- á, að hún verði nú að taka duglega í taumana til að afstýra þessum ófögnuði? Póstmeistarinn hefur eflaust grennslast eitthvað eptir þessu á embætt- isskoðunarferð sinni nú með „Laura“, en það þarf eflaust meira til að kippa þessu í liðinn aptur. Vér höfum það traust til póststjórnarinnar, að hún gefi áskorunum í þessa átt einhvern> gaum, en láti ekki aðgerðir sínar verða að eins í því fólgnar að illskast við þann, er vekur máls á þessu. Það er attðvitað varlegra að tala ekki illa um þjófa, því að bæði þeir og aðrir kunna að firtast við það. Þess vegna er náttúr- loga ' langóhultast og ábyrgðarminnst að steinþegja um allt, sem einhverjar mis-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.