Þjóðólfur - 29.06.1894, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 29.06.1894, Blaðsíða 4
190 afmimin með Iðgunum 22. maí 1890, en liklegra er að avo sé, sbr. landshöfðingjabréf 26. maí 1891 út af fyrirspurn frá sýslumanninum í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Þar segir landshöfðingi, að það sé sitt álit, að engin heimild sé til að undanskilja ljóstoll undan almennum fyrirmælum nefndra laga 22. maí 1890 í 2. gr. sbr. 7. gr. um greiðslu á kirkjugjöldum, en bætir því við, að það sé að öðru leyti vitaskuld, að það beri undir dómstólana, að skera úr ágreiningi út af réttum skilningi laganna <sbr. Stj.tíðindi 1891 B, bls. 73). Samkvæmt þessu landshöfðingabréfi virðast því fjárhaldsmenn kirkna ekki vera skyldir að taka ljóstollinn í tólg meðan ekki er skorið endilega úr þessu fyrir dómstólun- um. Útg. Með því að vér Friðrik öíslason í Reykja- vík, Gísli kaupmaður Stefánsson í Vest- mannaeyjum, Hjalti kaupmaður Jónsson í Vestmannaeyjum, Jón sýslumaður Magnús- son í Vestmannaeyjum og Sigfús bóksali Eymundsson í Reykjavík höfum numið eyðieyna Eldey framundan Reykjanesi og kastað eign okkar á hana, bönnum vér hérmeð öllura öðrum öll afnot téðrar eyði- eyjar og tilfæringa vorra á eynni. Þess skal getið, að vér höfum leitað úrskurðar landshöfðingjans yfir íslandi um eignarrétt vorn til eyjarinnar. Reykjavík, 12. júní 1894. 1 nafni mínu og hinna annara eiganda Eldeyjar. Sigfús Eymundsson. Matsala. Nýsveinar, námsmeyjar og yfir höfuð þeir, sem vilja, geta fengið góð- an kost frá 1. október næstkomandi vet- ur ódýrari en tíðkast. Menn snúi sér til ritstjóra Þjóðólfs. Hjartsláttur og höfuðþyngsli. Eptir að eg í mörg ár hafði þjáðzt af hjartslætti, taugaveiklan, höfuðþyngslum og svefnleysi, fór eg að reyna Kína-Iífs- elixír herra Waldimar Petersens, og varð eg þá þegar vör svo mikils bata, að eg er nú fyililega sannfærð um, að eg hef hitt hið rétta meðal við veiki minni. Haukadal 16. nóv. 1893. Guðríður Eyjólfsdóttir ekkja. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi. Sjórekinn maður. Þann 14. þ. m. rak hér í Búðaós lík af sjó- drukknuðum manni, í öllum skinnklæðum (í brók með sjóskó á fótum og í skinnstakk); lík þetta er 28/4 al. á lengd, og af heldur þéttvöxnum manni, og eptir því, sem hægt er að sjá á útlití af mið- aldra manni, en þar eð höfuðið á líkinu er svo, að eigi er hægt, að lýsa andlitsfalli þess á nokkurn hátt, skal því lýst fatnaði þeim, er utan um það er, sem eru svört vaðmálsföt, að sjá gömul og bætt, jakki tvíhnepptur, bættur og með einni lítilli bót á bakinu neðan til um herðar, og vaðmálsvesti ný- legra tvíhneppt óbætt; líkið var í einum sokkum ómerktum og með Ieðurskó bryddaða á fótum, á hægri hendi á líkinu var nýlegur gullhringur og innan í hann grafið nafnið „Guðrún" og um Jjtla fingur á sömu hendi vafinn léreptsrenningur; í buxna vasa vinstra megin var gömul peningabudda tví- hvolfuð, með peningum í: 2kr. 5 Bilfri og fáeinum eyrpeningum og gömlum handhring úr látúni eða nýsilfri, og í hægri vestisvasa tindósir með munn- tóbaki. Skal eg því í Bambandi við þetta, skora á hvern þann, er þekkir lík þetta og þau ein- kenni, er hér hafa verið upp talin, hvort heldur er ekkja, vandamenn eða vinir, að gefa sig fram við undirskrifaðan, sem allra fyrst; lík þetta verð- ur grafið hér á Búðum í kringum 20. þ. m. á minn kostnað fyrst um sinn, á vanalegan og heiðarleg- an hátt. Þess skal getið, að snið á skinnklæðunum virð- ist henda á, að líkið sé af Suðurlandi. Búðum (á Snæfellsnesi) 15. júní 1894. Kjartan Þorkelsson. Hið bezta kaffi geta menn fengið, með því að brúka Fineste] skandinavisk Export Caffe F. Hjorth & Co. í Kaupmannahöfn, er fæst hjá kaupmönnum. Nú með „Laura“ nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar: Fataefni allskonar, tilbúinn fatnaður handa fullorðnum 0g drengjum, svuntutau mjög ódýrt og vandað, silkitau og silkiborðar, borðdúkar og borðdúkadregill, handklæði og handklæðadregill, sjöl og klútar af ýmsum tegundum, gólf- og borð-vaxdúkar, zephyrgarn, tvistgarn, ullargarn, sirtz og lérept, nærfatnaður prjónaður, millumpilsa- dúkar, margar tegundir af blúndum 0g millumverkum, flibbar, kragar, manchetter, brjósthlífar, humbug og slöjfur, axlabönd, lífstykki, hálsklútar, gardinutau, stráhattar, olíukápur, waterprofs-kápur, margar teg- undir af skófatnaði, leirtau af ýmsum teg- undum, allskonar farfi, rúðugler, allskonar matvara og járnvara, ýmsir niðursoðnir ávextir, kjöt, sardínur, hummer, lax, ostrur m. m., ostur, laukur, syltetöj, vín ýmisleg og tóbak. Hvalsrengi er til sölu. Semja má viðund- irskrifaðan áður „Laura“ fer Rafn Sigurðsson. Nú með „Laura“ nýkomnar aptur hin. ar ágætu Singers saumavélar í verzlun Sturlu Jónssonar. Haröflskur, saltfiskur og tros, sauðskinn, tólg og smjör fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. T=J=T=1=T=1=T=*=T=«=T=T=T=EÍ „Piano“-verzlun „Skandinavien" verksmiðja og sölubúð Kongens Nytorv 22, Kjðbenhavn. Verksmiðjunnar eigið smíði ásamt verðlaunuðum, útlendum hljóðfærum. Birgðir af Orgel-Harmonium. Er allt selt með 5°/0 afslætti gegn borgun í peningum, eða gegn afborgun. GJömuI hljóðfæri tekin í skiptum. Verðskrá send ókeypis. =!=!=I=t Sumarjakkar fást í verziun sturiu Jónssonar fyrir 2 kr. 75 a. Rauðskjóttur hestur með mark: sýlt h. og standfjöður fremur en biti fr. v. tapaðist frá Sámsstöðum í Fljótshlíð í síðastliðnum maí mán- uði. Hann er i meðallagi á vöxt, fallegur útlits, stinghaltur á apturfæti, ef hann brokkar, klárgeng- ur, járnaður með sexboruðum skeifum, átti að vera spjald í tagli merkt S. E- Hann er uppalinn í Straumi í Garðahreppi. Hver sem hittir hann, er beðinn að koma honum til skila til Halldórs Sig- urðssonar í Merkinesi í Höfnum, gegn sanngjarnri borgun. Allskonar maskínuprjón fljótt og vel af hendi leyst á „Geysi“ (Skólavörðustíg). Vilborg Jónsdðttir. Frímerkja-blað fæst ókeypis hjá Ghmnlaugi Jónssyni á Seyðisfirði. BW* Annað hepti Kambsránssögu verður prentað í næsta mánuði og í ágústmán. sent öllum skilvísum kaup' endum Þjóðólfs. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. E'élagsprentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.