Þjóðólfur - 29.06.1894, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 29.06.1894, Blaðsíða 3
119 fellur eru á og sérstaklega um allan þjófn- að, enda hafa blöðin rækilega fylgt þeirri reglu hingað til, að því er þennan póst- þjófnað snertir, nema Þjóðólfur einn, og hann hefur líka fengið fremur litlar þakk- ir fyrir það. Þingmálafundur. Á kjörþingi í Strandasýslu 5. þ. m. var Ondjón Oud- laugsson endurvalinu þingmaður með 42 sainhljóða atkvæðum. Yar þvínæst hald- inn þingmálafundur á eptir kosningunni, og voru þar tekin til umræðu þessi mál: 1- Stjórnarskrármálið. Samþykkt í einu Wjóði að skora á alþingi, að halda máli þessu fram óbreyttu frá því, sem sam- þykkt var á síðasta þiugi. 2. Tekjur kirlma. Samþykkt áskorun til alþingis um, að gera enga breytingu á gjaldstofni kirkna, eða gjaldmáta á tekjum þeirra. 3. Helgidagahald. Fundurinn var mótfall- inn öllum breytingum á helgidagalöggjöf- inni, og vildi alls ekki láta alþingi sam- þykkja frv. um almannafrið á helgidögum þjóðkirkjunnar. 4. Úrskurðarvald sátta- nefnda. Óskað eptir, að það frumvarp frá síðasta þingi verði tekið upp og samþykkt. 5. Fjárforrœdi ómyndugra. Skorað á þiug- manuinn að taka það frumvarp upp apt- ur á næsta þingi. 6. Fjölgun kjörstaða. Fundurinu óskaði þeirra breytinga á kosn- ingarlögunum, að þeim kjördæmum, sem 2 þingmenn eru kosnir i, verði skipt í 2 kjördæmi og að kosið sé í júní en ekki í september. 7. Um ferðakostnad alþing* nianna lagði fundurinn til, að núgildandi iögum um það efni yrði í engu breytt. 8- Undirbúningur verðlagsskráa. Fund- Ulinn skoraði á alþingi að taka það mál íhugunar. Iníiúcnzan geisaði um Þingeyjarsýsl- ur miðjan þ. m. og hefur hún nú gengið yfir u*It land. Meðal nafnkenndra manna í Eyjaflrði, er látizt hafa úr sótt þessari eru. Halldór Pétursson bókbindari og bók- sali á Akureyri, gamall maður og merk- ur og -áðalsteinn Friðbjarnarson (Steins- sonar) bókbindari sama staðar rúml. þrí- tugur. Einnig er látinn vestra Oísli Stein- dórsson bóndi á Snæfjöllum, velmetinn duguaðarmaður. I'eiðréttiug. Til viðauka við æfiatriði Jóns próíasts Hallsonar í síðasta blaði, ber að geta þess, að hann fi.tti alls 15 börn með konu sinni og eru 8 þeirra n(i á 1 ifi, þar á meðal einnig Ingveldur ekkja Stefáns stúdents í Krossanesi. Kjördóttir Jóns prófasts Anna er gipt séra Pálma Þóroddssyni i Hufða. Alþingiskosningarnar. 6. þ. m. var kjörfundur haldinn í ísafjarðarsýslu. 109 kjósendur á fundi. Kosnir voru sömu þing- menn sem fyr: séra Sigurður Stefánsson í Vigur með 108 atkvæðum og Skúli Thoroddsen sýslumaður með 107 atkv. Ekki voru þar aðrir í boði. Barðstrendingar endurkusu 8. þ. m. Sigurð Jensson prófast í Flatey með öllum atkvæðum, enda voru þar ekki aðr- ir í kjöri. í Norður-Þingeyjarsýslu var endurkos- inn: Benedikt Svemsson sýslumaður með 13 atkvæðum. Ank hans var í kjöri séra Þorleifur Jónsson á Skinnastað, er fékk 7 atkv. Fundurinn var svona frámuna- lega fámennur sakir inflúenzaveikinnar. Norðmýlingar hafa endurkosið þing- menn sína: Einar Jónsson prófast á Kirkjubæ og Jón Jónsson í Bakkagerði. Sunnmýlingar hafa einnig endurkosið sína þingmenn: Sigurð prófast öunnarsson með 84 at- kvæðum og Outtorm Vigfússon búfræðing á Strönd, með 51 atkv. Þar var einnig í kjöri séra Lárus Halldórsson á Kollaleiru, er hlaut 43 atkv., en Ari Brynjólfsson á Þver- hamri tók aptur framboð sitt á uudan kosningu. Er nú frétt um allar kosning- ar á landinu. Við kosninguna í Snæfellsnessýslu 9. þ. m. fékk séra Eiríkur Gíslason 57 atkv., en dr. Jón Þorkelsson 43. Pústskipið „Laura“ kom hingað 26. þ. m. norðan og vestan um land og með henni allmargir farþegar, þar á meðal landshöfðingi og póstmeistari, báðir úr embættisskoðunarferð, ennfremur hinu nýi amtmaður sunnan og vestan, Júlíus Hav- steen og Guðmundur læknir Magnússon frá Sauðárkrók, báðir alkomnir hingað með sitt fólk, Jón prófastur Jónsson á Stafafelli, séra Guttormur Vigfússon á Stöð, Ólafur læknir Sigvaldason, Jón Vídalín, H. Th. A. Thomsen kaupmaður o. fi. Bæjarbruni. 11. þ. m. brann til kaldra kola um hádag bærinn á Svínárnesi á Látraströnd, að Þorsteins bónda Gíslasonar, og varð litlu bjargað af lausum munum. Kviknaði eldurinn í þekju við vindskeið á stofuþili, og veit engiun, hvernig það hefur atvikazt. Aukalæknar. Læknaskólakand. ólafur Finsen hefur verið skipaður aukalæknir á Skipaskaga fyrir fullt og allt og lækna- skólakand. Friðjón Jensson sem aukalæknir í hið nýja læknisdæmi á Mýrum (milli Straumfjarðarár og Langár). Próf' í forspjallsvísindum á presta- skólanum tóku 27. þ. m. þessir stúdentar: meö eink. Jón Stefánsson .... dável + Páll Jónsson.....................dável + Benedikt G. Þorvaldsson vel -r- Sjónleikirnir dönsku voru mjög vel sótt- ir á sunnudagskveldið var, en alllaklega í fyrra kveld. Flestar skemmtauir eru jafnan bezt sóttar á laugardags- eða sunnudagskveldum. Það er reynsla | fyrir því. Með lægTa inngangseyri mundi aðsókn- in verða öllu jafnari og staðbetri til lengdar. Það er ekki svo að skilja, að inngangseyririnn við leiki þessa sé í sjálfu sér ofhár, ef leikendurnir gætu leikið verulega tilkomumikil „stykki“, en þess ber að gæta, að leikirnir eru flestir smálegs efnis, þótt laglega sé með það farið. Það er enginn vafi á því, að það mundi vera heppilegra einmitt fyrir leik- endurna, að inngangseyririnn væri ofurlítið lækk- aður, að minnsta kosti þá er fram í sækir. Ann- ars eiga leikendur þessir yfirhöfuð lof skilið íyrir frammistöðu þeirra. Á br. Winther hefur áður minnzt verið og má segja, að hann leiki allt jafn- vel. Frk. Jensen er helzt ábótavant, að því er sönginn snertir, eins og ljösastkom fram i „Brudens Afsked fra Hjemmet11 (sem þó var mikið kiappað fyrir). Þar er söngurinn einn, sem nokkuð er varið i og leikurinn stendur eða fellur með honum. Frú Olga Jensen hefur t. d. miklu fyllri söngrödd og hljómfegurri en frk. Jensen og yfirhöfuð leikur hún flest mjög vel og sumt ágætlega (t. d. í „Store Bededagsaften" o. m. fl.), Um ljóstollsgjald. Þriðja spurning í kafl- anum „Fyrirspurnir og svör“ i síðasta tölubl. Þjóðólfs gefur i skyn, að eg, sem fjárhaldsmaður dómkirkjunnar, hafi neitað að veita tólg móttöku upp í Ijóstollsgjald til kirkjunnar, en þetta hef eg ekki gert, þegar eg hef álitið, að hin boðna tólg væri gjaldgeng vara; en það hefur borið við, að eg hafi efazt um það, en þó ætíð kvittað viðkom- andi gjald til kirkjunnar, ef tólgin hefur orðið tekin í innskript til mín í búðum fyrir eitthvert verð. Yiðvíkjandi svari spurningarinnar, álít eg ekki rétta úrlausn, að vitna í gamalt úrelt lagaboð, sem skyldaði menn til að greiða ljóstoll eingöngu í tólg. Hin núgildandi lög um innheimtu og meðferð á kirknafé (22. maí 1890) fyrirskipa, að greiða gjöld til kirkju í peningum eptir meðalverði verðlags- skrár þeirrar, er gildir i viðkomandi sókn á gjald- daga. Meðal landaura þeirra, er lögin heimila að greiða kirkjugjöld með, ef gjaldanda brestur peninga, er tólg ekki nefnd. Evík ’94. Hinn núv. fjárhaldsm. dómkirkjunnar. Atlis. Það mun nokkur vafi á því, hvort reglugj. 17. júli 1782 um ljóstollsgjald í tólg sé

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.