Þjóðólfur - 20.07.1894, Blaðsíða 2
134
bættismaður í ýmsum sýslunum. G-ambetta
setti hauu yfir mikil lönd 1871, til að búa
her gegn Prússum. Síðan var hann ráð-
gjafi í ýmsum ráðaneytum og loks kosinn
forseti 1887.
Að hann varð forseti, og yfirsteig siíka
garpa sem Floquet, Freycinet og Jules
Ferry, það kom af prúðmenusku hans og
drengskap; það var einróma álit allra
manna, að ekki gæti göfugra mann og
meiri dreng en hann var; hann var sam-
vizkusatnur og skyldurækinn, starfsamur
og hinn traustasti lýðveldismaður, enda
átti hann mikinn þátt í mótstöðunni gegn
Mac Mahon, þegar konungasinnar óðu uppi
í skjóli hans.
Stiliing hans og þrek, drengskapur og
góðgirni hafa áannið honum virðingu og
vinsældir bæði inuanlands og eriendis, en
Frakklandi bæði gagn og sóma.
Hann var ekki glæsilegur afreksmaður
né framúrskarandi gáfumaður, en hann
var sá, er stóð fastur í öllum hringiandá-
skap og óhemjugangi þings og þjóðar.
Sem dæmi þess, hve hiutdræguislaus
hann var, má nefna að ailir ættmenu hans
voru í sömu embættum, þegar hann féli
frá, sem þeir voru í, þegar hann tók við
embætti. — Ríkið kostaði útför hans, en
ekkja hans neitaði eptirlaunum, sem al-
þingi bauð heuni, og var þó fátækari, þeg-
ar hún flutti út úr forsetahöllínni, heldur
en þegar hún flutti inn; hún er sköruug-
ur mikill og var ör á fé við gest og gang-
andi, enda tjáir þjóðhöfðingjum á Frakk-
landi ekki annað en að berast mikið á.
Forsetakosning. Casimir Périer er
kosinn forseti Frakklands um næstu 7 ár.
Hann var kosinn af hægri mönnum og
öllum hófsemdarmönnum, og fékk þegar
við fyrstu kosningu meira en helming
atkvæða. Auk hans voru í kjöri: Brisson,
Dupuy og Constans. Dupuy fylgir nær
sömu stefnu og Périer, en þykir þó fremur
hneigjast að frjálslynda flokknum. Hinir
báðir eru svæsnir framsóknarmenn. Con-
stans er kunnur af viðureign sinni við
Boulanger og af Panamamáiinu; hann
þykir biendinn, en enginn frýr honum vits
né þreks.
Casimir Périer er 47 ára gamali, og
er yngstur allra þeirra, er forsetar hafa
orðið á Frakklandi. Hann fór að færast
upp á við eptir að Panamahrteykslið hafði
orðið kinum gömlu skörungum að fótakefli.
Fyrst varð hann forseti neðri deildar,
síðan ráðherra í vetur, en þó ekki fyr en
Carnot hafði lýst því við hann, að hann
mundi ekki bjóða sig fyrir forseta aptur.
Hann er kallaður kjarkmaður og stjórn-
kænn, manna álitlegastur og vellauðugur
og er að því leyti að skapi Frakka. Kosn-
ingu hans er vel tekið alstaðar, nema af
jafnaðarmönnum, og víst er það, að þaðan
eiga þeir að vænta andróðurs.
Dupuy sagði þegar af sér ráðsforstöðu,
eins og siður er við forsetaskipti, en tók
við aptur fyrir bænastað hins nýja for-
seta.
í ávarpi til þingsins lýsti hann því,
að hann vildi ekki sitja lengur á forseta-
stóli en 7 ár; mælist það vel fyrir.
Viðauki. Fyrstu dagana í þ. m. varð
það hljóðbært, að tveir menn innan tví-
tugs hefðu ætlað aðstyttaFrans Jósef Austur-
ríkiskeisara aldur 6. marz síðastl., en að svo
varð eigi var því að þakka, að þriðji
maðurinn, sem hafður var í vitorði um
þetta, ljóstraði því upp, rétt um það leyti,
sem verkið skyldi framið, og voru þá allir
piltarnir hnepptir óðar í varðhald. Síðan
hafa jafnan verið haldin próf í máli þessu,
þó með leynd, en nú er dómur upp kveð-
inn, og er sá sem ljóstraði þessu upp
dæmdur í 13 mánaða fangelsi, en hinir
tveir í 12 ára strangt varðhald. Menn
þessir eru meðlimir leynifélags nokkurs,
er hafði sett sér sem aðalmarkmið, að
stytta keisaranum aldur, og því næst öll-
um æztu embættismönnum ríkisins koll
af kolli.
Skömmu áður en Carnot var af dögum
ráðinn, var skotið af marghleypu á Crispi,
ítalska ráðaneytisforsetann, en það mis-
tókst og Crispi sakaði ekki. Litlu síðar
(l.júlí) var ítaiskur hefðarmaður, Giuseppe
Bandi, einn af hinum gömlu hershöfðingjum
Garibaldi, stunginn til bana alveg á sama
hátt sem Carnot. Hafði liann það til saka
unnið, að hann hafði skammað óaldarmenn
í blaði, er hann veitti forstöðu. Er nú
mikill uggur og ótti yfir Norðurálfunni
út af þessum ófagnaði öllum saman, eins
og eðlilegt er.
Mikla eptirtekt hefur það vakið í Berlín,
að einn af vildarmönnum og æztu hirð-
möunum keisarans v. Kotze að nafni,
hefur verið hnepptur í varðhald, sem
grunaður um að hafa ritað nafnlaus
skamroabréf til ýmsra hefðarkvenna og
annara við hirð keisara. Bréfum þessum
hafði upp á síðkastið bókstaflega rignt
yfir hirðina, svo allt ætlaði af göflunum
að gauga, einkum kvennfólkið. Rannsókn
í máli þessu stendur núyfir, en er haldið
leyndri.
Naglaleg sjálfhælni.
Haun gat engan á himni vitað
heiðri tignaðan nema sig.
Það er ekki einieikið, hversu mikil
ástríða það er hjá ritstjóra ísafoldar að
hæla jafnan sjálfum sér fyrir ekki neitt
og snúa öllu öfugt sjálfum sér í vii. Hann
veit það, að ef hann lofar ekki sjálfan
sig, þá verður hans dýrð engin. Og hólið
verður 3tundum svo skoplega barnalegt,
að sannleikuriun gægist alstaðar ósjáífrátt
fram undan hinni götóttu sjálfhælnisdulu,
er ritstj. ísaf. bögíast við að breiða yfir
hann. Það þarf ekki annað en taka til
dæmis greinina í ísafold 14. þ. m. um
forsetakosningu í bókmenntafélaginu. Rit-
stjórinn þrútnaði af svo miklum þjósti út
af ummælum Þjóðólfs urn haua, að hann
greip til þeirra óyndissúrræða að breiða
duluua sína yfir sannleikann með því að
að skýra öfugt frá því, hvernig haun
hefði í fyrstu orðið forseti félagsius. Haun
segir nfi., að beztu og helztu menn félagsins
hafi nauðgað honum — þessum ágætis-
manni — tíl að takast forstöðu félagsins
á hendur fyrir 10 árum. Með þessu er
gefið í skyn, að það hefði verið úti um
félagið, ef ritstj. ísafoldar hefði þá ekki
af hinu alkunna veglyndi sínu látið nauðga
sér í forsetasætið og tekið stjórntaumana.
Það vita þó margir, að það var ætlun
manna 1884, að velja til forseta mikils-
virtan embættismann (hr. Steingr. Thor-
steinsson skólakennara), og ritstj. kvað
jafnvel hafa lofað að styðja að því, að
hann yrði kosinn, en svo þegar til kom
voru vikapiltar sendir í allar áttir til að
smala atkvæðum handa ritstjóranum sjálf-
um, og árangurinn varð sá, að hann náði
kosningu með eins atkvæðis mun. Svona
potaði maðurinn sér í fyrstu inn í forstöðu
félagsius og sat þar 10 ár nieð þeim
hætti, að sendisveinar hans voru á þönum
um allan bæinn fyrR hverja kosningu, en
að síðustu valt hann þegjaudi og hljóða-
laust úr tigninni, með því að fylgismenn
hans uggðu ekki að sér, enda var engum
undirróðri beitt til að koma honum írá,
eins og sézt á því, að ekki greiddu nema
17 mauns atkvæði við forsetakosninguua.
Það var annars mjög slysalegt, að fallni
forsetinn skyldi ekki segja af sér í þetta
sinn, en hann segist hafa gert það fyrir
bænastað annara að lofa því að vera við
eitt árið enn(!) 0, jæja. Það hefði lík-
lega verið gustuk að lofa honum, garrn-
iuum, að verða ellidauðum í tigninni. Eu
laun heimsius eru vanþakklæti. Mestu
ágætismenniruir eru sjalduast metnir að