Þjóðólfur - 27.07.1894, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 27.07.1894, Blaðsíða 4
140 anna — skal koma innan skamms. — Það dugir ekki fyrir útgerðarmann að segja, að eg fari með ðsatt mál — eg skal færa rök fyrir jryí, sem eg hef sagt um bátinn og ferðir hans. — Meira síðar. Kðranesi 19. júlí 1894. Asgeir Eyþórsson. Möi P. C. Knufltzon & Sís selar kornvörur, kaffi. sykur og aðrar níiuðsynjavörur með lægsta verði gegn peningum út í hönd. Nokkrar vöruleifar seijast raeð mikl- um afslætti gegn peningum. Nýkomnar ýrnsar tegundir af góðum ostum, Kongote, ágætar og ódýrar liand- sápur og margt fleira, er selst raeð góðu verði. Heinrich & Poulsen, Kjöbenliavu, Höjhroplads 21. Alle Artikler for k’otograíi. Eneforhandling af Exeelsior-Aristopapir. Eneste existerende Aristopapir, som er koldbart i 6 Maaneder, derfor særlig at | anbefale for Kolonierae. Tauga-og magaveiklun. Síðustu 3 árin hef eg þjáðzt af tauga- bilun og þar með fylgjandi þyngslum fyr- ir brjósti, magaveiklun og lystarleysi. Eg hef brúkað ýms læknismeðul, en það hefur ekki hjálpað. En fyrir hálfu ári fór eg að brúka hinn fræga Kína-lífs-elixír frá hr. Waldemar Petersen í Friðrikshöfn í Danmörku, og á þessum stutta tima hef- ur heilsa mín batnað svo, að eg hygg að eg sé nærri því orðJn heil heilsu. Eg get þess vegna af eigin reynslu mælt með þessura bitter sem einu hinu á- gætasta meðali við taugabilun. Heyholti 11. febr. 1894. Jómfrú Guðriður Oddsdóttir Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaupmönuum á íslandi. „Leiðarvísir til lífsábyrgðar“ fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Samkvæmt prentfrelsislögunum auglýsist hér með l'ógsókn á hendur ritstjóra „Þjóðólfsu fyrir óhróður hans og illmæli um mig i síðasta biaði hans. Reykjavík 26. júlí 1894. Björn Jónsson. Athgr. Örstutt athugasemd um þessa nýju speki hr. B. J. kemur í næsta blaði H. Þ. *=T=»=T=4=I=l=7=a=T=*=T=Jl=Í=« „Piano“- verzlun „Skandinavien“, verksmiðja og sölubúð Kongens Nytorv 22, Kjöbenhavn. Verksmiðjunnar eigið smíði ásamt verðlaunuðura, útlendum hljóðfærum. Birgðir af Orgel-Harmonium. Er allt selt með 5 % afslætti gegn borgun í peningum, eða gegn afborgun. Gömul hljóðfæri tekin í skiptum. Verðskrá send ókeypis. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Félagsprentsmiðjan. 54 þangað sem hann átti að vera, samkvæmt hérlendum hugsunarhætti — í fangelsið. Já, hann var sannnefnt guðsbarn, hann séra Long; og eins var frúin. Einu sinni á hverju ári gengust þau fyrir samskotum tii kristniboðs í Afríku, því svertingj- arnir þurfa að komast inn í himnaríki, rétt eins og við englarnir; en til að koma þeim þangað, útheimtist bæði púður, biblíur og brennivín, og það kostar allt peninga. Einn var sá dýrgripur, er séra Long þótti vænna um en annað í eigu sinni, og munu margir geta til, að það hafi verið biblían. En það var ekki. Það var vasaúr úr gulli, og við það hékk löng og digur festi úr sama efni, með ljómandi, hjartamynduðu nisti, alsettu að utan með röð af ofursmáum demöntum, sem glitruðu eins og smástjörnur, þegar dimmt var orðið. Það var sagt, að nistið sjálft hef'ði kostað minnst 75 dollara. Enginn skyldi nú ætla, að slíkur maður og séra Long, sem auðvitað hafði hugann í allt annari átt en við þessa heims gæði, hefði farið að verja fé sínu fyrir slíkan hégóma, eins og guliúr með demantsnisti er. Nei, það stóð öðruvísi á því. Og af því nisti þetta á svo míkinn þátt í sögunni, verð eg að segja frá, hvernig það var til orðið. Úrið með nistinu var heiðursgjöf frá hinum kristnu konum í söfnuði hans, fyrir margra ára erfitt starf með Jítil laun. 55 Hinar heiðruðu kristnu konur í þessu landi mynda allopt félög, er þær nefna Ladies Societi’s. í söfauði séra Longs var eitt slíkt félag, — eins og á að vera í hverjum sannkristnum söfnuði. Stefna slíkra félaga er nú fyrst og fremst sú, að heita kvennfélag. í öðru lagi, að upphefja sig sjálfar — ef aðrir vilja ekki gera það — og hafa úti allar klær til þess að ná i lofgrein í blöðunum um sig, eða lof- ræðu hjá prestinura. Þessi kvennfélög hafa ellefu boðorð. Hið ellefta er þeirra æzta boðorð, og hljóðar þannig: „Þú átt að hera ótakmarkaða lotningu fyrir presti þínum, og hlýða honum, og vera honum samþykk í öllu. Þá mun hann í ræðum sínum geta þín að góðu, og þú munt heiðruð verða og mikils metin í landinu“. Og eitt af þessum heiðarlegu félögum var í söfnuði séra Longs. Og þ»ð skeði, að eitt sinn, þegar þær gengu á fund, þá kom það til umræðu, að aldrei hefði verið á þær minnzt, hvorki i blöðunum eða af stólnum, í meira en sjö mánuði; þeirra hefði, útsagt, ekki verið getið að neinu. Hinn síðasti bitlingnr, sem þær höfðu fengið, var þegar þær sendu fulla körfu af brauðskorpum og mygl- uðum osti til sjúkrahússins. Féhirðir hafði sent þeim þakkarávarp í blaðinu, og kryddað það með skjalli og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.