Þjóðólfur - 07.08.1894, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 07.08.1894, Blaðsíða 3
147 Alþingi. ii. Tíðindalítið á þingi enn 6em komið er, eins og búast má við á fyrstu viku þing- tímans. Um 25 frumvörp hafa verið borin fram, þar á meðal stjórnarskrármálið, eins og lög gera ráð fyrir. Er það auðdtað alveg samhljóða frv. því, er þingið í fyrra samþykkti, og er Benedikt Sveinsson flutn- ingsmaður þess. Af' öðrum frumvörpum, er upp hafa verið borin til þessa, eru merkust: 1. Uni bann gegn hotnvörpaveið- um, að viðlagðri 200—10,000 kr. sekt í landssjóð, ef út af er brotið (flutningsm. Guðl. Guðmundsson, nefnd: Guðl. Guðm., Ben. Sveinsson, Sighv. Árnason, Einar Jóns- son, Jón Jensson). 2. Fjárforræði ómynd- ugra (flutningsm. Guðjón Guðlaugsson). 3. Um brunabótasjóð, eins orðað og neðri deild gekk frá því í fyrra (flutningsm. ÓI. Briem, Sk. Thoroddsen og Jón Jónsson í Múla). 4. Um utanþjóðkirkjumenn, breyt- ing á löguuum frá 1886, um gjaldskyldu þeirra, sem ekki eru í neinu kirkjufélagi (flutningsm. Skúii Thoroddsen og Jón frá Múla). 5. Um jafnaðarsjóðsgjald, að lands- sjóður taki að sér ýms gjöld, er nú hvíla á jafnaðarsjóðunum (fiutningsm. Kr. Jóns- son og Þorkeil Bjarnason). 6. Bann gegn eitrun rjúpna (flutningsm. Þórh. Bjarnar- son og Tr. Gunnarsson). Yar fellt í neðri deild við 1. umr. með 12 atkv. gegn 9. 7. Um kennslu í íslemkri réttritun, að sett sé nefnd manna til að gera tillögur um þetta mál (flutningsm. Valtýr Guðmunds- son). Ennfremur hefur verið beðið um löggild- ingu 3 nýrra verzlunarstaða: að Hrafneyri við Hvalfjörð, Seleyri við Borgarfjörð og Stakkhamri í Hnappadalssýslu. Að eins eitt frumvarp lagði stjórnin fyíir þetta þing. Pað er um afnám gjalds at fosteignasölu, er þingið samþykkti í fyrra, 611 konungur neitaði staðfestingar, af því að ráðgjafinn áleit, að það ætti að vera ofurlítið öðruvísi orðað, og er það uú lagt fyrir þingið, eins og hann vill hafa það. Nefndin, sem valin var til að athuga kjörbréf Halldórs Daníelssonar, þingmanns Mýramanna, eins og getið var um i síð- a»ta blaði, komst að þeirri niðurstöðu í á)iti sínu, að kosninguua ætti að taka gilda, °& var það að rniklu leyti byggt á varn- arbréfi kjörstjórans sjálfs, en þó skyldi kjörstjóri sæta áminningu fýrir vanræksiu. Urðu harðar umræður um mál þetta á fundi í sameinuðu þingi 4- Þ- m. Var það réttilega tekið frarn af ýmsum, að svo öiiklir og verulegir gallar væru á þessari kosningu, að ekki hefðu fyr jafnmiklir verið á kosningu nokkurs þingmanns, og væri því mjög viðurhlutamikið af þinginu að samþykkja hana, þvert ofan í bein fyr- irmæli kosuingarlaganna, er ómótmælan- lega höfðu brotin verið. Var þar farið allómjúkum orðum um aðferð kjörstjóra og tillögur nefndarinnar, og forsetar deild- anna, er voru með í nefndinni, fengu sinn skerf engu síður en hinir hjá Jóni í Húla, er talaði vel og skorinort að vanda. Þing- maður Strandamanna (Guðjóu Guðiaugsson) var heldur ekki neitt sériega mjúkyrtur, og gat þess meðal annars, að þótt þingið hefði áður samþykkt einhverja iögleysu óviijandi, þá virtist sér ekki, að þar af leiddi, að það ætti að samþykkja aðra lögleysu viljandi. Framsögumaður nefnd- arinnar (Guðlaugur Guðmundsson) átti því allmjög í vök að verjast, en lýsti því þó með vörn sinni, að honum sem gömlum málsfærslumanni er sýnt um að verja veik- an málsstað. Úrslitin urðu þau, að kosn- ingin var samþykkt með 20 atkv. gegn 13, og það var einnig samþykkt með öll- um þorra atkvæða, að landstjórnin veitti kjörstjóranum hæfilega áminningu. Það er mjög hætt við, að einhvern tíma síðar verði vitnað í þessa ályktun þingsins, þá er einhverjir verulegir gallar verða á kosn- ingu þingmanna, og að nokkurn veginn trygging sé fengin fyrir því, að kosninga- iögin séu dauður og ómerkur bókstafur, er einu gildi hvort fylgt sé eða ekki. Stórvægilegt nýmæli. Enn er ógetið eins nýmælis, er borið hefur verið upp á þingiuu, nýmælis í svo stórum stíl, að þing- ið hefur ekki fyr haft jafnmikið stórmæli tii meðferðar. Pað er frumvarp um lög- gilding félags með takmarkaðri hlutliafaá- byrgð til að halda uppi siglingum milli Is- lands og iitlanda og í kríngum strendur Islands og leggja járnbrautir á Islandi m. fi. Flutningsmenn Jens Pálsson og Jón Þórarinsson. Aðalforgöngumaður þessa máls er hr. Sigtryggur Jónasson útflutn- ingaagent Kanadastjórnar, sem nú er hér staddur. Þykist hann hafa von um íjár- framlög til þessa stórfyrirtækis frá ensk- um anðmönnurn eða lilutafélagi, svo fram- arlega sem landssjóður vilji leggja fram 100,000 kr. á ári í 30 ár til þess, að lögð sé járubraut 50 mílur enskar austur frá Reykjavík og gufuskip gangi frá Englandi til Reykjavíkur tvisvar í mánuði á suinr- um að minnsta kosti og einu sinni í mán- uði á vetrum, auk stöðugra gufuskipaferða kringum landið o. s. frv. Höfuðstóll fé- lagsins á að vera 6 miljónir króna, en má hækka upp í 10 miljónir. Rúmsins vegna verður ekki að sinni skýrt nákvæmar frá fyrirkomulagi og verksviði félagsins, enda alllíklegt, að frumv. breytist að einhverju leyti, er þingið tekur það til meðferðar. Hér er um svo stórt stig, um svo mikla nýbreytni að ræða, að þingmenn verða að leggja höfuð sín í bleyti tii að ihuga það sem rækilegast, en það er varla tími til þess á þessu þingi, og mundi því lang- heppilegast, að málið væri látið óútkljáð í þetta skipti, svo að þjóðinni gæfist kostur á að átta sig, þangað til þingið kemur saman næst. Að fella málið beinlínis í þetta sinn er rniður heppiiegt. Það hefur gott af því að liggja á döfinni dálitla stund enn. Hver veit nema það kunni að opna augu þings og þjóðar fyrir því, að stefna sú, er hingað tii hefur verið fylgt í fjármálum sé ekki hin eina rétta: að nurla fé saman í landssjóð en þykjast svo aidrei hafa efni á að gera neitt, sem nokk- uð er í varið, og láta því ógert það sem gera þarf, oða gera sárlítið til þess að efla framleiðsluna í iandinu sjálfu, sem þó er nndirstaða allrar sannrar velmegunar í hverju laudi, og skilyrði fyrir því, að tíð- ar og fjörugar samgöngur á sjó og laudi komi að veruíegum notum. „Hollt er heima hvað“ segir máltækið. Vér erum ekki svo vesælir, að vér getum ekki sjálf- ir stigið einhver verulega stór spor til framfara, ef ekki skortir vilja og þrek. Verði þetta járnbrautar og sigiinga- frumv. til þess að vekja og örfa hina ís- lenzku þjóð til að lypta sér upp yfir smá- sálarskapinn og taka duglega rögg á sig af eigin ramleik, þá erum vér þakklátir þeim mönnum, er hafa borið þetta nýmæli upp, enda þótt uppástuuga þeirra fái ekki framgang. Þeir hafa þegar gert óbeiniín- is gagn með því að vekja máls á þessu. Fyrir nokkrum árum hefði þetta verið tal- in fjarstæða, sem enginn hefði viljað líta við. Nú erum vér þó kornnir svo langt, að vér þolum að heyra svona stórar upp- hæðir nefndar, án þess að bregða uppá- stungumönnum um flónsku eða fífldirfsku. í gær var mál þetta til 1. umr. í neðri deild, og urðu umræðurnar alísnarpar og langar. Mælti landshöfðingi einkum sterk- íega gegn frv. og sömuleiðis Tryggvi G-unn arsson, en vildi þó láta fresta málinu tií næsta þings. Loksins var kosiu 7 manua nefnd í málið og klutu kosningu: Jens Pálsson, Skúli Thoroddseu, Jón í Múla, Tryggvi Öunnarsson, Jón Jensson, Sig-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.