Þjóðólfur - 07.08.1894, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 07.08.1894, Blaðsíða 4
148 urður Gunnarsaon og Yaltýr Guðmunds son. Auk frv. þeirra, er áður var getið, hafa þeir Einar Jónsson og Guðlaugur Guð- mundsson borið fram útflutningafrumvarp, nokkuð svipað því, sem var fyrir þinginu í fyrra. Þar er meðal annars tekið fram, að enginn megi starfa að útflutningum, nema hinir löggiltu útflutningsstjórar. Holdsveikislæknirinn dr. Ehlers kom hingað tii bæjarins 4. þ. m. úr ferð sinni um Árnes- og Rangárvallasýslu. Er haan hættur við að fara til Ólafsvíkur, eius og hann ætlaði sér, en dvelur hér þaugað til hann leggur af stað með „Thyra“ að kveldi 13. þ. m. Um árangur rann- sókna sinna hér hefur hann góðfúalega sent oss svo látandi skýrslu: „Háttvirti herra rítatjóri! Samkvæmt loforði mínu hef eg hér með þá ánægju að skýra yður frá árangri þeim, er eg í fljótu bragði hef fengið við rannsókn mína áhrærandi holdsveikina á íslandi. Eg hef nú sem stendur sjálfur skoðað 49 sjúklinga, er þjáðust af svo- kallaðri holdsveiki, og auk þess fengið vit- neskju um 4 aðra. Ennfremur hef eg skoðað 20—30 börn holdsveikra foreldra, en þau hafa samt öll verið heilbrigð, sem «r einmitt í samræmi við þá skoðun, er á .síðustu tímum hefur rutt sér til rúms, að veikin sé ekki arfgeng heldur eingöngu s'ottkveykjandi (þ. e. við yfirfærslu sýkinn- ar frá hinum veiku til hiuna heilbrigðu). Eyrir skoðun þessari, sem eg eindregið held fram, hef eg auk þess fundið marg- ar sannanir meðal sjúklinga þeirra, er eg hef rannsakað. Að því er snertir tegundir veikinnar og tölu sjúklinganna er hlutfallið á þessa leið: Sýslur. Karlmenn. Kvennmenn. Alls.1 ’S > ta 2 o M Sambland. tn "cð i* Holdsveiki. SamWand. i Limafalls- sýki. i Mýrasýsla 2 „ 2 (0) Borgarfjarðarsýsla 5 n 1 1 7 (3) Gullbr.-og Kjósars. 2 1 3 1 1 i íteykjavík 3 i 4 í(14) Árnessýsla 2 1 2 i i 7 (7)8 Rangárvallasýsla . 5 2 4 6 1 3 21 (5) V.-Skaptafellssýsla 1 n n 1 1 3 (0) Samtals 17 3 9 14 4 6 53 (29) Si’.mkvæmt, þessum árangri rannsóknar minnar á Suðurlaridi, getur þegar skoðazt sem fullsannað, er eg hafði ætlað. ’) Svigatölnrnar sýua tölu sjúklinganaa samkvæmt hinni opinberu heilbrigðiaskýrslu frá 1887. *) Sakir óveðurs gat eg ekki hitt 5 sjúklinga í Árnessýslu, og eru þeir ekki taldir hér með. 1. Að holdsveiki er að minnsta kosti helm- ingi tíðari á íslandi, en áður hefur verið Ulið. 2. Að hinar eitlalausu tegundir veikinn- ar (limafallssýki) eru að minnsta kosti jafnalmennar hér á íslandi, sem í öðr- um löndum (31 með eitlum, 7 sam- blandað og 15 eitlalausir). í Rangárvallasýslu er veikin t. d. tví- mælalaust að fœrast í vöxt, sem eingöngu hlýtur að vera því að kenna, að menn skortir alla þekkingu á sóttnæmi veikinn- ar, og nauðsynlega varkárni í umgengni við hina veiku. En á það mun eg síðar minnast nánar. Með alúðar þakklæti fyrir liðveizlu blaðs yðar. Yðar skuldbundinn Edw. Ehlors. Drnkknun. 8. f. m. drukknaði ung- lingsmaður í kíl austur í Hornafirði (sunn- an við Biarnaneshverfið). Hann hét Sig- urjón sonur Þorleifs bÓDda Sigurðssonar í Holtum á Mýrum. Lík hans fannst dag- iun eptir. Mannslát. Hinn 23. maímán. þ. á. andaðist Jón bóndi Pétwrsson að Stokkalæk á Itangárvöllum, tæplega sextugur að aldri, eptir 10 daga þunga legu. Hann var sonur Péturs bónda Jónssonar, er lengi bjó á Helluvaði góðu búi. Jón sál. var fyrir margra hluta Bakir með fremstu bændum í sveit sinni, sérlega gætinn inaður og stefnufastur og tryggur vinur vina sinna. Hann var starfsmaður og hygginn búmaður, enda vel efnaður og kom upp 5 börnum, er lifa hann ásamt ekkju hans, Guðrúnu Ketilsdóttur. Með Jóni sál. hefur félagið því séð á bak einum af sínum nýtustu mönnum. S. Strandferðaskipið „Thyra“ kom norð- an um land og vestan í morgun. Með henni komu sýslumennirnir Páll Einars- son frá Geirseyri og Lárus Bjarnason frá Stykkishólmi, Tómas læknir Helgason o. fl. auk nokkurra útlendra ferðamanna. — Al- mennar fréttir bíða næsta blaðs. Hið bezta kaffi geta menn fengið, með því að brúka Fincste skandinavisk Export Caffe F. Hjorth & Co. í Kaupmannahöfn, er fæst hjá kaupmönnum. Singers saumavélar, bezta togund, fást í verzlun Sturlu Jónssonar. RegrLlvApiir fyrir karlmenn og kvennfólk af nýjustu sniðum og tízku fást hjá undirskrifuðum, sem hefir söluumboð á þeim frá stórri verk- smiðju á Skotlandi. Karlmanns yfirfrakkar eða kápur kosta frá 15 kr. upp í 52 kr. og kvennfólks frá kr. 8,50 upp i 38 kr. Fjölda mörg sýnishorn af fataefnum eru til sýnis, og getur hver sem vill pant- að eptir þeim hjá mér, og tek eg þá mál af þeim, er panta. Sigfús Eymundsson. j i=r=i=r=i=T=i=r i=r=«=T=i=T=i=T=J=T=i=T=t=T= 1 s „Piano“- verziun „Skandinavien" verksmiðja og sölubúð Kongens Nytorv 22, Kjöbenhavn. Verksmiðjunnar eigið smíði ásamt verðlaunuðum, útlendum hljóðfærum. Birgðir aí Orgel-Harmonium. Er allt selt með 5 °/0 afslætti gegn borgun í peningum, eða gegn afborgun. Gömul hljóðfæri tekin í skiptum. Verðskrá send ókeypis. 3=1=*=! Ekta anilíplitir W +-> fást hvergi eins góðir og ódýrir eins og M í yerzlun •M Ö Sturlu Jónssonar eS M W Aðalstræti Nr. 14. •JWIUJIÍUU Týnzt hefur 14. þ. in. á veginum frá Stokks- eyri upp í svo kallaðan Hólavöll hvítur strigapoki með unglingskarlmanns íverufatnaði. Sá sem fund- ið befur, er vinsamlega beðinn að skila því til und- irskrifaðs, sem annast um fundarlaun. Auðsholti í Biskupstungum 18. júlí 1894. Jón Árnason. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorstelnsson, cand. theol. Félagsprentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.