Þjóðólfur - 10.08.1894, Side 1

Þjóðólfur - 10.08.1894, Side 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist íyrir 15. júlí. ÞJOÐÖLFUB. Uppsögn, tiundin vi8 áramftt, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLYI. árg. Reykjayfk, föstudaginn 10. ágiíst 1894. Nr. 38. IPfT Heiðraðir kaupendur Þjóðálfs eru beðnir að minnast ]>ess, að klaðið átti að yera Iborgað fyrir miðjan júlí. Alþingi. III. rtflutningslög. Eins og getið var um í síðasta blaði hafa þeir Guðlaugur Guðmundssou og Einar Jóusson borið upp frumvarp um viðauka við ótflutningslögin 1876. Þar segir svo í 1. gr.: „Engir aðrir en þeir, sem eru löggiltir útflutninga- stjórar og umboðsmenn þeirra, mega gera samninga við útfara, hvort heldur er munn- lega eða skriflega um flutning í aðrar heimsálfur eða á nokkurn annan hátt starfa hér á landi að slíkum útflutningi. Enginn má með ósönnum fortölum tæla eða leit- ast við að tæla menn til útflutnings. Brot gegn ákvæðum þessarar greinar varðar sektum 100—4000 kr. eða fangelsi41. í 2. gr. frv. er afnumin undanþága sú frá eptirliti lögreglustjórnarinnar, er lögin frá 1876 heimila dönsku póstskipunum. í 3. og 4. gr. eru settar ýmsar ákvarðanir um eptirlit lögreglustjóra með útflytjendum og útflutningsskipum, rannsókn farbréfa o. fl. til að koma í veg fyrir, að menn hlaupist burtu án leyfis og vitundar hlutaðeigandi hreppstjóra. Viðauki þessi við útflutninga- lögin virðist vera hin nauðsynlegasta rétt- arbót, og óskiljanlegt, að þingmenn geti verið myrkfælnir við að samþykkja hana, því að það ber vott um heldur mikla hjart- veiki, ef þeir skyldu vera svo smeikir við ávítur frá blöðunum vestan hafs, að þeir dirfðust ekki að samþykkja þetta frv., sem að eins miðar til frekari tryggingar og reglu, eins og flutningsmaður þess (Guðl. Guðmundsson) tók fram við 1. umr. í fyrra dag, en alls ekki tii að stemma stigu fyr- ir vesturflutningi. Jafnvel þótt nefnd væri í rauninni alveg óþörf í jafn óbrotnu máli, var hún samt kosin í fyrra dag, og í hana yaldir: Guðl. Guðmundsson, Jón í Múla og Einar Jónsson. Borgaralegt hjónaband. Frv. um, að þjóðkirkjutrúarmenn þurfl ekki að láta Presta gefa þá í hjónaband, heldur megi *áta veraldlega valdsmenn gera það, er borið upp af Jóni Jakobssyni, Jóni Jóns- syni (N.-M.) og Guttormi Vigfússyni. ílrskurðarvald sáttanefnda. Þorleif- ur Jónsson ber nú aptur upp frv. um þetta efni, i því formi, sem þingið skildi við það í fyrra. Kosningarlög til alþingis. Frv. eru borin upp í efri deild af Jóni í Bakka- gerði og Þorleifi Jónssyni, og eru þau nokkuð sniðin eptir eldra frumvarpi frá 1886, en þó allvíða breytt, t. d. að því er snertir kosningu til efri deildar o. fl. Eitrun rjúpna. í stað hins fallna frv. um algert bann gegn eitrun rjúpna, hafa þeir Þórhallur Bjarnarson og Björn Sigfússon borið upp frv. um, að rjúpur, sem eitraðar eru til eyðingar refa, skuli auðkenndar þannig, að hægri vængurinn sé stýfður til hálfs að viðlögðum 20—200 kr. sektum, er renni hálfar í landssjóð en hálfar til uppljóstursmanns. Afnám embætta. Þeir Sigurður Stef- ánsson og Sigurður Jensson bera upp frv. um það, að jafnskjótt sem hin endurskoð- aða stjórnarskrá sé gengin í gildi, skuli landshöfðingja, landritara, landfógeta og amtmannaembættin lögð niður og verzleg störf greind frá biskupsembættinu en lands- stjórn sú, er skipuð verði, skuli til bráða- byrgða annast um, að þeim störfum verði borgið, sem liggja undir þessi embætti. Landstjórnarlaun. Þeir Guttormur Vigfússon og Jón Jakobsson bera upp frv. um laun hinnar væntanlegu landstjórnar; skal landstjóri hafa 10,000 kr. laun ár- lega og leigulausan bústað, ráðgjafar hans 5000 kr. hver, skrifstofustjórar 2500 kr. hver, og til skrifstofukostnaðar á ráðgjafa- skrifstofunni eru ætlaðar allt að 6000 kr. árlega. lláðgjafa-ábyrgð. Frv. um það ber Benedikt Sveinsson nú fram, samhljóða samkynja frv. frá 1886. Þingsályktunartillaga um, að tillög- ur landshöfðingja til ráðaneytisins um mál, sem synjað er staðfestingar, skuli birtar í B deild Stjórnartíðindanna, hefur verið borin upp af Skúia Thoroddsen og 5 þing- mönnum öðrum í neðri deild og var hún samþykkt þar í fyrra dag með öllum þorra atkvæða, en hins vegar felld rökstudd dag- skrá frá Þórhalli Bjarnarsyni, er gekk í þá átt, að þessu yrði hagað, eins og verið hefði, en ekki urðu fleiri en 4 með því auk hans, þar á meðal Tryggvi Gunnars- son og Þorlákur Guðmundsson. Stjórnarskrárxnállð var til 1. umræðu í neðri deild 7. þ. m., og hélt Benedikt Sveinsson langa inngangsræðu fyrir mál- inu, sagði, að vér hefðum réttlætið og sann- leikann okkar rnegin, en þ&ð hefði stjórn- in ekki, og því gætum vér haldið öruggir áfram sömu stefnunni o. s. frv. Þá tók Tryggvi Gunnarsson til máls og fór óvægi- legum orðum um málið, sagði, að það væri alls ekkert áhugamál þjóðarinnar, kvaðst hafa heyrnarpípu, eins og læknarnir, svo að hann gæti heyrt andardrátt málsins út um allt land, og sá andardráttur lýsti því að málið væri í dauðateygjunum. Það væri að veslast upp úr tæringu(!!). Hið eina meðal, er honum þótti viðlit að reyna, var það að fá stjórnina til að leggja sín tilboð fyrir þingið. Var svo að heyra á ræðu hans, sem þá væri öllu borgið. Það er líka ósköp trúlegt, að svo yrði, hitt þó heldur. Að hugsa sér að stjórnin að fyrra bragði geri nokkru sinni nokkur tilboð í þessu máli, er nokkurn veginn séu viðun- andi, það er sannarlega ofmikið traust, eptir þvi sem hún hefur hingað til komið fram í málinu. Ymsir meðhaldsmenn Tr. á þingi munu gjarnan hafa óskað, að hann hefði ekkert talað að þessu sinni, eða þá hagað orðum sínum öðruvísi, en hann gerði. Engir aðrir tóku til máls í þetta skipti, og var málinu vísað til 2. umr. með öll- um atkvæðum. — Við 2. umr. málsins í gær var frumv. í einstökum greinum sam- þykkt orðalaust, optast með 20—21 sám- hlj. atkv., því að Tryggvi sat jafnan sem fastast í sæti sínu og Guðlaugur Guð- mundsson allopt, einkum við 1. kafla frum- varpsins. Björn Sigfússon sat einnig stund- um og Jón í Múla greiddi ekki atkvæði með 53. og 55. gr. frumvarpsins. Málinu var því næst vísað til 3. umr. með öllum atkvæðum. Banxx gegn innliutningi alls áfengis, sölu þess og tilbúning vilja þeir láta lögleiða Einar Jónsson, Sigurður Gunn- arsson, Jens Pálsson og Eiríkur Gíslason.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.