Þjóðólfur - 10.08.1894, Síða 4

Þjóðólfur - 10.08.1894, Síða 4
162 ögn á því, að aflokinni ræðu Skúla, að hann öakaði, að þingmenn vildn yflr höfuð velja sem vægilegust orð, og þetta gerði hann — að eg hygg eg megi fullyrða — að eins eptir bendingu landshöfðingja, •og gat það verið saklaust í sjálfu sér, úr þvi lands- höfðingja líkaði það hetur, enda þö ekkert væri að honum sveigt persónulega; eru og slíkar öskir eða yfirlýsingar frá forsetastðlnum eigi ótíðar, enda þótt „fsafold" hafi eigi fært það í frásagnir, af því að Sk. Th. eigi hefur verið þar „til að dreifa“. Hvað „ísafold" segir um „bandamenn“ Sk. Th. í neðri deildinni, sem hún svo nefnir, læt eg mér óskylt að svara, en ofraun má það reynast, að ætla sér að spilla hróðurlegri samvinnu neðri deildar manna með allsendis ósönnum sögum. En einu vil eg að lokum hvísla að ritstjóra „ísafoldar“, sem honum þó ef til vill er eigi all- sendis ókunnugt um, ’ að séu þeir nokkrir í neðri deildinni, sem á stundum verða að róa á þriggja eða fjögra rúma hát, þá eru þeir herrar líkast til af einhverju Axla-Bjarnar kyni. Þingmaður. Séra Porleifur Jónsson á Skinnastað prédikar í dómkirkjunni á sunnudaginn kemur. „Leiðaryísir til iífsábyrgðar“ fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Góð taða óskast til kaups nú þegar. Bitstj. vísar á. Með því að eg hef tekið að mér umboð fyrir enska lífsábyrgðarfélagið „Star“, þá auglýsist hér með, að þeir sem óska ítarlegri upplýsinga um félag þetta geta snúið sér til mín. Stuttur leiðarvísir fæst ókeypis hjá ritstjórunum. Beykjavik 2. ágúst 1894. Ólafía Jóhannsdóttir. Hið bezta kaffi geta menn fengið, með því að brúka Fineste skandinavisk Export Caffe F. Hjorth & Co. í Kaupmannahöfn, er fæst hjá kaupmönnum. Brjóstverkir og magaverkir. Sonur minn, sem er 13 ára gamall, hefur tvö undanfarin ár þjáðzt af brjóst- verkjum og magaverkjum, sem ekki hefur tekizt að lina. Eg keypti því hjá hr. Einari Brynjólfssyni á Sóleyjarbakka nokkr- ar flöskur af Kína-lífs-elixír frá hr. Walde- mar Petersen í Friðrikshöfn, Danmörlm, og eptir að hafa eytt úr nokkrum flöskum af þessum ágæta bitter, hefur sonur minn ekki fundið til sjúkleika þessa. Eg get því mælt með þessum bitter sem ágætu meðali við veiki þessari. BafnkelBstöðum, 16. febr. 1894. Sigríður Jónsdóttir. Kína-lífs-eiixírinn fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi. Heinrich & Poulsen, Kjöhenliavn, Höjbroplads 21. Alle Artikler for Eotografl. Eneforhandling af Excelsior-Aristopapir. Eneste existerende Aristopapir, som er holdbart i 6 Maaneder, derfor særlig at anbefale for Kolonierne. Ekta anilínlitir » w se •S fást hyergi eins góðir og ódýrir eins og 1 í verzlun so 3 I Sturlu Jónssonar & Aðalstræti Nr. 14. % w • Stór kistill með góðri læsingu óskast til kaupe. Bitstj. vísar á. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Félagsprentsmiðjan. 58 Olnbogar drengsins stóðu út úr henni, og svo var hún hnappalaus, að hann gat varla haldið henni að sér. Hann hafði hendurnar i barmi sér og skalf af kulda. Eptir nokkrar árangurslausar tilraunir að fá úr honum orð, gat eg komizt að því, að hann var hungr- aður, og bað að gefa sér að jeta, og lofa sér að Iiggja inni um nóttina. Með leyfi eldabuskunnar gekk hann inn í eldhúsið, og þar sagði hann okkur, hvernig á ferðum sínum stóð. Hann kvaðst heita Pat, og vera írskur að ætt, og koma austan úr landi, og ætla til bróður síns, sem var bóndi vestur undir Klettafjöllum. Á leiðinni að austan hafði hann sofnað í vagninum, og þegar hann vaknaði, var búið að stela af honum því litla, sem hann átti, bæði af peningum, og eins handtösku með fötum í. Hann gat ekki haft upp á þjófnurn, og af því hann var peningalaus, gat hann ekki komizt lengra, og varð svo að fara af vagninum; var hér alveg ókunnur, og hafði ráfað um bæinn allan daginn, þar til nú, að hann af handahófi rakst á þetta hús, og réð af að biðja um mat og gistingu. „Heyrðu, Anna“, sagði eg við eldabuskuna, þegar eg hafði heyrt sögu hans; „gefðu honum eitthvað að borða; hann er dauðhungraður, drengurinn". „Eg að gefa honum að jeta. Ertu alveg frá þér? 59 Hvað ætli náðug frúin segði, ef eg tæki upp á því að gefa mat, hverjum sem kemur. Eg yrði óðara rekin úr vistinni“. „Farðu þá og biddu frúna Ieyfis að gefa honum að borða“. „Farðu sjálfur. Þú ert uppáhaldið hennar“. Eg sló í að fara. Náðug frúin sat inni í stofunni og stritaðist við að sitja. Eg sagði henni frá drengn- um. „Sagðir þú, að hann væri allur rifinn og illa klæddur"? „Já“. „Og væri skjálfandi af kulda og hefði ekki bragðað mat i allan dag?“ „Já“. „Hanu er náttúrlega þjófur, svona ganga þeir æfin- lega tii fara. Látast vera hungraðir og kaldir, svo þeim verði hleypt inn í húsin, þar sem þeir ætla sér að stela. Sagðir þú hann væri í eldhúsinu?“ „Já“. „Ekki veit eg, hvað hún Anna hugsar. Eg hef þó sagt henni að hleypa ekki flækingum inn í húsið. Allur bærinn er orðinn fullur af þessum skríl og flækingum, svo fólk má aldrei vera óhrætt um eignir sínar. Bæjár- stjórnin ætti að hugsa meira um að vernda eignir manna en hún gerir, þá blómguðust ekki þessi fantafélög eins“.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.