Þjóðólfur - 14.09.1894, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 14.09.1894, Blaðsíða 2
174 grasa, og hefur höf. notað mörg stuðnings- rit úr ýmsum áttum, er hann hvarvetna skírskotar til, og er mikill fróðleikur fólg- inn í þeim athugasemdum og samanburði. En sumum kann þó að virðast, að höf. hafi seilzt í heldur margt, er ekki stend- ur í nánu sambandi við ritgerðina. En þá er mikill fróðleikur er fyrir, eins og á sér stað hjá hinum háttv. höf. í þessum efnum, þá er mjög afsakanlegt, þótt margt sé tínt til. Þjóðtrú vor og þjóðsagnafræði, er svo auðug og margbreytileg, og hefur svo margkvíslaðar rætur víða um heim, að sá, sem leggur stund á hana vísinda- lega, hlýtur margs að gæta. Höf. er einn- ig einn meðal hinna fáu manna hérlendra, er láta sér annt um að halda þessari fræði við og hlynna að henni nú á þessum tím- um, þá er hið nýja er óðum að ryðja hinu gamla brautu, og á því hver sá, sem leggur rækt við þessa þjóðlegu fjársjóði vora mikla viðurkenningu skilið. Þriðja ritgerðin í Tímaritinu: „Fyrir 40 árumu eptir ólaf Sigurðsson dannebrogsmann í Ási, er álit eða dómur um ritgerð með sömu yfirskript eptir séra Þorkel Bjarnason á Reynivöllum, er prent- uð var í 13. árg. Tímaritsins. Andmælir höf. allmjög frásögn séra Þorkels og eflaust með réttu, því að Ólafur dbrm., er nákunn- ugur í Skagafirði, hefur alið þar allan sinn aldur, og er auk þess alkunnur að greind og gætni. Þykir honum séra Þorkell hafa lýst of einstaklega kotungsskapnum og óþrifnaðinum, en síður gætt að minnast þese, er betur fór. Er ritgerð þessi enk- ar fróðleg og staklega vel rituð af alþýðu- manni, að því er mál og meðferð efnisins snertir. Yæri það mjög mikilsvert fýrir menningarsöguna að fá fleiri samkynja rit- gerðir úr öðrum héruðum, er hver gæti bætt aðra upp. Um þetta þýðingarmikla efni hefur svo að segja ekkert ritað ver- ið, fyr en séra Þorkell braut ísinn, og á hann því þakkir skilið fyrir það, enda þótt annar kunnugri geti fundið ýmsa galla á þessari ritsmíð hans. Það er sjaldan nema hálfsögð sagan, er einn segir frá, ekki sízt í þessu efni, þar sem allt er komið undir kunnugleika, nákvæmri eptir- tekt og minni, en engin heimildarrit til að styðjast við. Síðasta ritgerðin í Tímaritinu er Ritsjá 1892 eptir Þorstein Erlingsson, og er lít- ið um hana að segja samkvæmt eðli henn- ar. Vér höfum þá skoðun, að ritsjárnar mættu missa sig úr Tímaritinu, því að al- menningur hefur lítið gagn og ekkert gam- an af efnisyfirliti úr útlendum bókum, sem mestmegnis eru goðfræðilegs og málfræði- legs efnis, eða blátt áfram deilurit um „skegg keisarans“ með meir og minna öfug- um skoðunum sitt á hvað. Hvenær verður verzlunin frjáls? Eptir Víglund. (Framh.). Opt hefur verið talað um óvand- aðar innlendar vörur, og það ekki um skör fram, svo og það, hve nauðsynlegt er að verka og vanda allar vörutegundir sem bezt að unnt er, og ýms ráð, er muni lík- legust til að ráða bót á verzlunarólaginu. Er það eins áríðandi fyrir seljanda og kaup- anda að varan geti náð áliti og haldið því, því geti hún það ekki, er báðum vís skaðinn, og þeim þó meiri, er minni hefur máttinn. Er það virðingarvert, að sumir kaupmenn hafa gert þýðingarmiklar til- raunir til að bæta vöruvöndun, t. d. á salt- fiski, og það í sameiningu við bændur eða fiskseljendur, með því að hafa vörumats- menn, er mun með líklegri meðulum, til að fá vöruna betri og gera öllum jafnt undir höfði. Öðru máli er að gegna hafi kaupmaður verið öndverður gegn óskum og tilraunum bænda, með að hafa vöru- matsmenn, segjandi sem svo: að liann vildi engan kostnað bera af vörumati, og liann hirti ekkert um vörumatsmenn, því hann vœri sjálfur fœr með sínum þjónum til að aðgreina og meta fisk og aðra vöru eptir gæðum, og hann vildi vera að öllu leyti sjálfráður um meðferð og mismun á verði fiskjar og annarar vöru, þegar hún kœmi í sínar vörzlur; en öllum væri velkomið að sjá sína meðferð á fiskinum eða vörunni!! Það er tilfinnanlegt fyrir bændur, sem sjálfir hafa viljað bera kostnað af vöru- mati og haft áhuga á því, að fá vöru bet- ur vandaða almeunt og að óvandaða var- an hjá slóðanum eða hinum prettvísa yrði dæmd hlutdrægnislaust, að fá í svo nauð- synlegu máli spillandi undirtektir. Það er tilfinnanlegt fyrir seljendur, efþeirfáþess háttar snoppunga hjá þeim kaupmanni, sem sjálfur hefur áminnt skiptavinina um vöru- vöndun og lagt til, að eiðfestir vörumats- menn væri hafðir. Mikil eru umskiptin, þegar þekkingin á góðri fiskverkun þrosk- ast svo á einu ári, með sjálfsálitinu, að einn treystir sjer til þess, sem margir hafa hixtað við áður og hann líka; því þótt hann með þjónum sínum hafi verið mót- takandi og matsmaður fiskjar, hafa ámæli og kvartanir komið á eptir fyrir illa og misjafna fiskverkun fyrirfarandi ár. Mikil kaupmannleg náð er það, sem veitir seljendunum (skiptavinunum ?!) leyfi til að horfa á meðferð vörunnar eptir að hún kemst á „metaskálarnar"! Það er skemmtilegt fyrir skiptavinina, sem vanda vilja og vandað hafa vöru sína, að mæta þeirri rjettlætistilfinningu, sem borgar skammarlega verkaða vöru, eins og þá sem bezt er, og ef til vill einstöku efua- mauni betur. Það er skemmtilegt fyrir skiptavinina, ef þeir fá að sjá t. d. góðan fisk tekin í búð eptir sólarlag eða í þung- búnu lopti, og fiskinum sé „skipað út“ úr geymsluklefum kaupmannsins miklu verri, en hann fer inn í þá, stundum í rigningu og sjógaugi, svo hann húðvöknar. Það er skemmtilegt fyrir skiptavinina, ef þeir fá að sjá og heyra kaupmanninn skipa erfið- ismönnunum (alvönum og reyndum sjó- mönnum), að snúa við og koma aptur að bryggjunni og hlaða meir af fiski, þegar áður er nóg hlaðið, og ágjöf fæst svo að mun fyrir bragðið, en ámælin frá Spáni fyrir illa fiskverkun, (gegnum munn kaup- mannsins), ásamt hinar skaðlegu afleiðing- ar, hafa dunið jafnt yfir alla skiptavinina árunum saman. En þó nú þetta og því líkt verzlunar- lag kunni að álítast fagurt og frjálslegt, þá fara að minnsta kosti að renna tvær grímur á suma með frelsið, efkaupmaður, sem krafinn er til að greiða umsamið verð, sem hann hefur lofað fyrir einhverja vöru- tegund, en tregðast við að borga það nokk- uð á annað ár, tekur kröfunni svo: að hann muni borga hana þeim, sem krefjist hennar, en gefur það jafnframt í skyn, að hann muni jafna það upp á þeim apt- ur!!! vegna þess hann hafi tapað á þess- ari vöru. Ekki mun öllum Þykja ýkja frjálslegt, ef kaupmaðurinn skipar með valdi erfiðismönnum úr einni slitvinnunni í aðra t. d. frá kolaburði að „róa út skipu, og nokkrir erfiðismenn eru svo djarfir að neita slíku, að hann hóti þá rað loka búð- inni og „stoppa“ verzlaninau. Á einum ónefndum verzlunarstað gerð- ust ekki alls fyrir löngu tvær eptirfylgj- andi smásögur, sem heldur hafa einokunar- brag en frelsisblæ í verzlunarsökum. Hin fyrri gerðist sumarið 1890. Kom þá Norð- maður með viðarfarm, þar sem kaupmað- maður var fyrir. Kaupmaðurinn keypti helming farmsins af Norðmanninum með því skilyrði (að sögn skipstjóraus): aðNorð- maðurinn seldi þar engum öðrum timbur. Nú stóð svo á, að maður nokkur í grend- inni hafði falað timbur af Norðmanninum, undír eins og hann kom inn á höfnina, fyrir nokkur huudruð krónur, og fengið

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.