Þjóðólfur - 14.09.1894, Blaðsíða 3
175
loforð náttúrlega. Þegar kaupmaðurinn
var búinn að fá sinn part af farminum,
fðr hinn að sækja sinu við. Var Norð-
maðurinn þá orðinn svo fráhverfur að
verzla við aðra, að nærri lá, að hann mundi
bregða loforð sitt við manninn. Undir
eins og það sást úr landi, að Norðmaður-
inn var farinn að „afhenda“ öðrum timb-
ur, fór kaupmaður út til Norðmannsins
með tvo af skipstjörum sínum, er voru á
höfninni, og vildi fá Norðmanninn af þessu
háttalagi, eu það gekk ekki í það sinn.
Skömmu síðar sama daginn fór kaupmað-
urinn aptur út til Norðmannsins og hafði
þá með sér sýslumanninn. Hvað þá gerð-
ist frekara er almenningi hulið, en rétt á
eptir fór Norðmaðurinn burt og seldi ekki
fleirum. En kaupmaðurinn seldi aptur
fyrir 16, 18 og 20 kr. tylftina af borðum
þeim, er áður kostuðu 11, 12 og 14 kr.
hjá Norðmanniuum. — Hin sagan er þann-
ig: Vinnumaður eins verzluuarmanns, sem
komin var búhugur í, en var húslaus keypti
nokkrar tylftir af borðum hjá Norðmanni,
og seldi eða lánaði */„ tylft manni, sem
grunur lék á, að hefði verið gerður út af
kaupmanni þar á staðnum, til að kaupa
borðin. Vinnumaðurinn var óðar lögsótt-
ur og sektaður, og orð lék á því, að verzl-
unarmaðurinn hefði ekki mátt hafa vinnu-
manninn lengur fyrir kaupmanninum.
Á seinni árum hafa augu manna all-
víða opnazt og séð ýmislegt, er bæta má
í verzlunarefnum, svo og það, hvar skór-
inn kreppinn mest að í ýmsum viðskipt-
um. En að framfylgja þeim ráðum, er
líklegust munu til að bæta úr skák, er
allvíða óhægt. Mörgum er farið að skilj-
ast það, að hagfeldara sé að kaupa vörur
sjálfur fyrir borgun út í hönd, erlendis,
eða fá vörur sendar hingað, og borga þær
hér við móttökuna með vörum, fénaði eða
peningum, og hafa 25—35 kr. hag á hverj-
um 100 kr., í samanburði við búðarverð,
heldur en að vera bundinn við sama verzl-
unarklafann ár eptir ár, og fá eí til vill
miklu verri vörur á sumum stöðum en
þær, sem pantaðar eru eða keyptar. En
hymingarsteinninn í þann múr, sem girða
skal fyrir öll pöntunarumbrot (að minnsta
kosti allra fátæklinga)), er lagður þar, sem
með lækkandi sólargangi, versnandi veður-
áttu og þrotnum samgöngum við aðra
verzlunarstaði, lækkar einnig lánssólin á
náðarhimninum og gengur alveg undir hjá
einum kaupmanninum, en byrgist svörtum
bölskýjum hjá hinum, þegar hver fátækl-
ingurinn eptir annan er boðaður inn í
náðar-„kontór“ kaupmannsins til þess, að
skuldbinda sig til að „leggja innu fisk sinn
blautan (óverkaðan) framvegis, sömuleiðis
allan annan afla, og í tilbót að veðsetja
hús sín og aðrar eignir, ef til eru. Engin
mótmæli duga. Með þessum kjörum veit-
ist lán til að lifa af fyrst um sinn; að
öðrum kosti er dauðinn fyrir dyrum, þótt
margir kunni að hafa vonazt eptir að liafa
jafnrétti við þá verzlun, sem gefið hefur
út reikniuga með þessari eptirtektaverðu
setningu prentaðri framau við þá: „Það
sem stendur inni borgast einungis í vörum
eptir hentugleikum verzlunarinnar“. En
sú von lætur sér til skammar verða.
Þessháttar jafnrétti er ekki að tala
um þar, sem einn ræður má segja
öllu, hinn eugu. Fátæklingurinn er neydd-
ur til að undirgangast þann samning, sem
honum er ómögulegt að halda: að veðsetja
einum allt, og að leggja allt sitt inn hjá
einum. Feiri skuldunautar geta verið
til og eru, sem ber að borga, og eiga ekki
síður heimting á sínu en kaupmaðurinn.
Blautfisksbandinginn þarf að borga eptir
jörð sína, þurrabúð eða húsnæði sitt, hann
á að borga presti, hann þarf að standa í
skilum við sýslumann, honum er gert að
gjaida til sveitar, honum ber að greiða
hjúum kaup og daglaunamönnum sín verka-
laun og margt fleira. Hvernig fer ef hann
lítur í fleiri horn til að borga skuldir sín-
ar en til kaupmannsins ? Enginn veit,
hvað við tekur nú, en á blómaárum ein-
okunarinnar voru menn húðstrýktir. En
í öllu falli þarf haun að fara huldu höfði
með afla sinu og eign, vilji hann sjálfur
borga þessum eða hinum skuldunaut sín-
um, og mjög er hætt við, að hann verði
svikari undir þessum kringumstæðum, og
fer þá að gráua leikurinn. Auðvitað verða
ekki fyrir þessum ókjörum nema skuld-
ugir menn; en eins og það hefur verið
fávíslegt (svo eg ekki segi frekara), að
lána sumum fáráðum öreigum takmarka-
laust í byrjun, hvar með þeim hefur verið
sökkt ofau í fen ógæfunnar, svo er það
harðýðgislegt að fara þannig að, án nokk-
urs fyrirvara. (Meira).
Thor Jensen, sem um nokkur undanfarin ár
hefur verið verzlunarstjóri i Borgarnesi, og stórum
aukið álit þoss sem kauptúus, yíirgefur nú Borgar-
nes og sezt að á Akranesi. Hann hefur reynzt
sérlega lipur og skyldurækinn verzlunarstjóri, og
auk pess getið sér hinn ágætasta orðstír um
Mýrar og Borgarfjörð, sem góður drengur og fram-
úrskarandi félagsmaður. Hver sem kynnist honum
hlýtur að bera virðingu fyrir hinum eldlega áhuga
hans á að drífa áfram allt, sem til framfara horfir,
einkum vegna þess, að íjör og fylgi hans til fram-
kvæmdanna er að sama skapi og áhuginn. í viður-
kenningar- og þakklætisskyni fyrir þetta og hina
stöku gestrisni og alúð hans, héldu nokkrir Mýra-
menn og Borgfirðingar honum samsæti í Borgar-
nesi 31. f. m. til að kveðja hann. Kvæði orti
Hannes Blöndal í Hjörsey við þetta tækifæri.
Allir, er veruleg kynni hafa haft af herra Thor
Jensen og hans góðu konu, er ekki hefur látið sitt
eptir liggja til þess að gera garð þeirra frægan,
láta hugheilar óskir um heill og hamingju fylgja
þeim og þeirra, en velvild og þakklátBsemi vina
þeirra, er fasteign, sem þau eptirskilja hér.
2/# ’94. Mýramaður.
--a>i ns»—
Málaferli. Það er óvenjulega mikið mála-
stapp, er ritstjórar islenzku blaðanna eiga í um
þessar mundir. Björn Kristjánsson kaupm. hefur
auglýst lögsókn á hendur ritstjóra „Fjallkonunnar“
fyrir meiðyrði, en annað mál er þegar höfðað gegn
Birni út af skaðabótakröfu (6000 kr.) frá Rennie
í Glasgow. Ritstjóri „Austra“ hefur átt í meið-
yrðamálum hátt á annað ár, og er því öllu ekki
enn lokið. Svo kvað ritstjóri „Grettis" eiga von á
málssókn frá séra Sigurði í Vigur fyrir meiðyrði,
ef hún er ekki þegar byrjuð. Svo er enn eitt eða
fleiri meiðyrðamál á prjónunum milli ritstjóra
„Grettis11 og „Þjóðviljans unga“. Ennfremur muna
mörgum vera kunn málaferlin millum „Þjóðviljans“
og „ísafoldar". Þau eru orðin eitthvað 10 alls
þau mál, því að Skúii Thoroddsen hefur höfðað (eða
gert ráðstafanir til að höfða) 3 mál gegn ritstjóra
„ísafoldar11, allt fyrir meiðyrði. Ekki er þó allt
talið enn, því að ritstjóri „ísafoldar" keíur nú hafið
lögsókn gegn Þjóðólfi, eins og hann hafði boðað.
Var mál þetta fyrir sættanefnd 4. þm., en sættir
komust ekki á. Úr þvi að ritstjóri „ísafoldar"
hefur að fyrra bragði, eins og endrarnær, hlaupið
í illindi við Þjóðólf, þá hefur ábyrgðarmaður hans
fyrir sitt leyti gert ráðstafanir til lögsóknar gegn
ritstjóra „ísafoldar", allt fyrir meiðyrði náttúrlega,
því að nóg er af sliku. Það er óvandari eptir-
leikurinn og ekki þarf nema einn ófriðarsegg til
að hleypa öllu í bál og brand. Að þeim kolum
hefur „ísafold11 dyggilega blásið raeð framkomu
sinni, þá er ábyrgðarmaður hennar hefur, gagnstætt
allri venju, höfðað lögsóknir gegn samverkamönn-
um sínum, hinum blaðstjórunum. Verði honum að
góðul!
Veitt ppestakall: Staður í Grindavik
séra Brynjólfi Gunnarssyni í Kirkjuvogi, fyrrum
aðstoðarpresti i Útskálaprestakalli. Kosning hafði
orðið ólögmæt, eins og áður hefur verið minnzt á,
og veitti svo landshöfðingi brauðið, án þess að
láta nýjar kosningar fram fara, þar eð eigi mun
hafa verið álitið, að þær gætu leitt til annara
úrslita.
Hollenzkur konsúll er W. Christensen
kaupmaður hér i bænum, skipaður og staðfestur
af konungi 10. júlí þ. á.
Fjársala verður að likindum með mesta móti
nú í haust, og ættu bændur nú að láta sér annt
um að velja gott fé á markaðina og selja hóflega,
því að annars geta þeir átt á hættu, að verzlun
þessi verði endaslepp. „Það er betri sígandi arður
en svífandi11 og mest um vert, að viðskiptin hald-
ist framvegis. Sérstaklega viljum vér beina at-
hygli Arnesinga, að auglýsingu hér í blaðinu frá
hr. Sigfúsi Eymundssyni, er ætlar sér að kaupa fé