Þjóðólfur - 09.11.1894, Qupperneq 2
210
stökum mönnum fjárvon með að kæra að
að raunalausu. Það er því að vorri hyggju
engin hætta á, að þes3um lögum verði
beitt, nema þegar menn sjá sér hættu
búna af of miklum hvalleifum reknum frá
hvalveiðistöð á land þeirra, og þá á lika
vel við að beita þeim en endrarnær ekki.
Eitað í Álptafirði 10. október 1894.
Hundraö ára afmæli
(9. nóvember 1794 — 9. nóvember 1894).
í dag eru liðin 100 ár síðan Skúli
Magnússon landfógeti í Viðey andaðist.
í öðrum löndum mundi ómerkari manns
en Skúla vera minnst með einhverjum há-
tíðabrigðum á 100 ára andláts afmæli hans,
en hér er ekki um neitt slíkt að tala.
Það gleymist þó ekki að draga fána á
hverja stöng hér í bænum á hverju fæð-
ingarafmæli landshöfðingja eða Danadrottn-
ingar, sem aldrei hefur ísland séð, né
unnið neitt í þarfir þess, sem vitanlega
þarf heldur ekki að ætlast til, enda mun
allur þorri íslendinga ekki vita, hvað hún
heitir. Landshöfðingjann munu þó fleiri
kannast við að nafni, en hver íslendingur,
sem nokkuð er kominn til vits og ára,
mun aptur á móti hafa heyrt Skúla „fógeta“
nefndan. Hann ber svo höfuð og herðar
yfir samtíðarmenn sína að dugnaði og
framkvæmdum í landsins þarfir, að það
væri ófyrirgefanleg gleymska, að minnast
hans ekki á þessum tímamótum. Auðvitað
er hér ekkert rúm og engin tök á að
lýsa hinum margbreytilega Iífsferli hans
og margháttaða lífsstarfi. Til þess þarf
langar og miklar rannsóknir í sögu lands-
ins á 18. öld, sem enn má kallast alger-
lega óplægður akur. En það er vonandi,
að næsta öld líði ekki svo, að það
verði gert rækilega. Þá mun það koma
greinilega í Ijós, hvílíkur afkasta- og fram-
faramaður Skúli fógeti var, og hversu
mikinn þátt hann átti í því, að buga hina
óþolandi verzlunareinokun hér á landi á
þeim tímum. Þar var við ramman reip
að draga, en Skúli varð ekki linhlaupa
og lagði ekki árar í bát, þótt við mikla
erfiðleika og megna mótspyrnu væri að
berjast. Kunnugt er einnig, hversu mik-
inn þátt hann átti í að koma á fót hin-
um svonefndu „innréttingum11, og þótt
þeim hnignaði síðar fyrir andróður einok-
unarverzlunarinnar, áhugaleysi Iandsmanna,
harðæri og ýms óhöpp m. fl., þá verður
því ekki neitað, að þær voru mjög þarf-
legar stofnanir, og hefðu getað orðið land-
inu til mikils hagræðis, ef allt hefði farið
með felldu. Skúli var og frumkvöðull að
því að útvega hingað þorskanet frá Sunn-
mæri í Noregi. Hann kom hingað með
rokka og nýja vefstaði í stað kljásteins-
vefstaðanna gömlu, er eptir það fóru að
hverfa úr sögunui. Miðaði þetta allt til
meiri þæginda og hagræðis, en áður hafði
verið, og sýndi bezt, hver áhugamaður
Skúli var í hvívetna, og er þó hér fæst
talið. Má með sanni segja, að í sögu
landsins síðari helming 18. aldar berí
miklu meira á Skúla en nokkrum öðrum
manni og jafnvel að rækileg æfisaga hans
um það skeið sé sama sem saga alls lands-
ins á því tímabili, og er þá mikið sagt,
en þó ekki ofmikið. Að vísu hafa sumir
borið honum á brýn ofsa og harðfylgni
heldur mikla, en þess ber að gæta, að
„góðmennskan gilti ekki“ á þeim tímum,
og að ekki var við lömb að leika sér,
þar sem einokunarverzlunin var hins vegar
og allur sá óvinafagnaður, er Skúli átti
við að etja. Hann þjónaði einhverju hinu
vandasamasta og erfiðasta embætti á þeim
tímum — landfógetaembættinu. — Yar þá
harðæri mikið í landi allan síðari helming
18. aldar, svo að ekki hefur í annan
tíma meira verið, og má því furðu gegna,
hve lengi Skúli stóðst í jafnmiklu stima-
braki, sem hann átti við valdamenn og
verzlunina. Og þótt honum væri í elli
sinni vikið frá embætti um stundarsakir,
fyrir ofurlitla sjóðþurð á hinum mestu
harðindaárum og fyrir kapp óvildarmanna
hans, þá var það ekki neitt undarlegt.
Ólafur 8tiptamtmaður var þá nýkominn í
æzta embætti landsins og hefur viljað
sýna einhverja rögg af sér, enda mun hann
hafa langað í Viðey til ábúðar, en ein-
hversstaðar hefði sú röggsemi getað komið
niður á heppilegri stað en á Skúla, er
hafði verið honum vel, en Ólafi sjálfum
gekk hrumult að lokum, og var vikið
frá embætti, eins og kunnugt er. Ekki
fór Skúli gamli úr Yiðey, þótt hann missti
ábúðina. Hann andaðist þar á framfærslu
Ólafs stiptamtmanns 9. nóvember 1794,
83 ára gamall, vinum horfinn og snauður
að fé. Engin andlitsmynd er til af honum,
en ísland mun jafnan geyma minningu
hans í heiðri, sem hins mesta skörungs,
framfaramanns og ættjarðarvinar, er það
hefur átt á 18. öld, og þess vegna vildum
vér ekki að öllu láta hans ógetið á þessu
100 ára andlátsafmæli hans í dag, þðtt
engir fánar séu dregnir á stöng honum
til minningar.
Drukknun. 5. þ. m. fórst skip í fiski-
róðri af Álptanesi. Formaðurinn var Elías
bóndi Elíasson í Akrakoti, einhver hinn
mesti dugnaðar- og aflamaður þar á nes-
inu. Var honum bjargað að eins með lífs-
marki, en dó að vörmu spori. Auk hans
drukknaði uppeldissonur hans Marjön (?)
Jónsson að nafni, en 2 varð bjargað, og
þykir von um, að þeir lifni. Yeður var
allhvasst og hafði snögg vindhviða hvolft
skipiuu, en segl öll rigföst, er aldrei ætti
að eiga sér stað í hvassviðri. Hafa sjó-
menn optar en einu sinni verið áminntir
um að varast það, en þess er því miður
sjaldan gætt. Skipið var hlaðið af fiski.
Sá sem bjargaði mönnunum var Benedikt
sonur Eiíasar. Álptanesið hefur hvaðept-
ir annað misst hina duglegustu og efni-
legustu menn í sjóinn, og er það ekki lít-
ill hnekkir fyrir þá sveit, enda kvað hag-
ur hennar vera fremur bágborinn.
Norður-Þingeyjarsýslu 10. okt.: Héðan
eru fréttir fáar markverðar, allt stðrtíðindalaust.
Tíðin afbragðs-góð í allt sumar, nema oflítið um
firkomur, svo spretta á harðvelli varð íyrir pað
verri, en nýting auðvitað hin bezta. Og enn
helzt sama öndvegistíðin, og muna menn varla
annað eins. — Fjármarkaðir nýafstaðnir, fóru eldri
sauðir á 15 kr. mest, en veturgamalt frá 8—11 kr.
eða þar í kringum eptir gæðum. Verð á sláturfé
afarlágt, engu reyndar betra en í fyrra, hezta kjöt
samt 18 aura, en í það verð ná menn ekki, því
allt skárra féð er farið á markaðina, og svo er
verðið 16, 14 og 12 aura, mör á 19 og gærur frá
1,25—2.00. Er þó drjfigum látið fé í allar áttir,
því skuldir eru nógar, eyðsla marg-aukin, en fram-
farir i búskap á hina hlið ekki að því skapi- Og
víst er þó um það, að í mörgu er meiri lagnaður
brfikaður en áður var, annars gæti ekkert staðizt,
svo sem nfi er lifað og látið. Þörfin, bæði sfi sanna
og ósanna — sem erfitt er að aðgreina — hvetur æ
sporum til fullnægingar. — Lítið þykir kveða að
oss Noiður-Þingeyingum i pólitiskum framförum og
röggsemi, og mun það satt, að víða er meiri veðra-
gangur með það, en að öðru leyti er hér þó nokk-
ur áhugi um sumt, er til framfara horfir, einkum
hér í Kelduhverfi, jarðabætur nokkrar o. fl. — Heii-
brigði er hér að mestu síðan kvefveikin rénaði, og
enginn nafngreindur nýlega dáið. — Óliklegt er, að
margir fari að fara til Ameríku, ef að ekki batua
fréttir þaðan. Nokkrir höfðu komið þaðan nfina
með Tbyra“ alfarnir heim, og létu víst hið versta
af ástandinu þar. Varð að hjálpa sumum til að
komast heim, því peninga vantaði. Og þetta er
gull-landið góða fyrir handan hafið, sem mest liefur
verið skrumað af. Auðvitað kæmn menn heim
þaðan i þúsundatali, ef þeir gætu það. Veit eg
um nokkra, sem fegnir vildu heim, ef þeir bara
gætu. Ætli annars vesturferðir þessar hafi ekki
lifað sitt hið fegursta; engin ósköp standa lengi,
sem betur fer.
Bciuagrindina af Demostliencs (!)
þykist sænskur í'ornfræðingur, Winte að
nafni, hafa fundið á eynni Poros (er í