Þjóðólfur - 23.11.1894, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 23.11.1894, Blaðsíða 2
218 ala sig saman nm virðið og hafa mynd- að samtök. Undir þessum kringumstæð- um verður salan á fénu okkar að neyðar- uppbodi og það er látið fara fyrir hvaða verð sem fæst, þar sem hinir, sem hafa ailt til alls geta stöðvað uppboðið, þegar þeim sýnist, og þannig neytt kaupendur fjár vors til að gefa betra verð, ef á annað borð eru þær kringumstæður fyrir hendi, sem skapa vilja og getu kaupenda, nfl. nægilegt fóðurefni. 3. Ekki allir, sem kaupa og flytja féð okkar, hafa kringumstæður til að flytja það á stórum skipum, það eru optast smá- farmar, sem þeir kaupa og verða þannig að nota smáu skipin; en eins og eg hef lýst hér að framan er það eitt af aðal- skilyrðum til þess, að koma fénu fljótt og vel útlítandi á markaðinn, því þótt auð- vitað vel geti heppnazt á smáum skipum, þá er það ei að siður miklu meiri hætta og það hlýtur hver heilvita maður að sjá, að fái stóru skipin svo vont veður, að þau naumast fái afborið, hvað mnn þá verða úr þeim smáu? Sumir kunna að segja: „Það er ekki víst, að þau smáu skip séu endilega á ferðinni á sama svæði og á sama tíma, hvar af leiðir, að þau kunna að verða heppnari í það og það skiptið“. Auðvitað, en það er lán og lán- inu er valt að treysta, og að minnsta kosti ekkert vit, að treysta að eins heppn- inni, ef kostur er að taka vitið til hjálpar. 4. Ekki ailir, sem kaupa og flytja fé okkar, hafa nánda nærri nógu vel vit á að fara svo vel með það á leiðinui, sem þarf, sem er innifalið í því, að útbúa vel skip sín, leiða nægan og góðan loptstraum um öll þilförin, hirða það vel, og ráða úr ýmsum vandræða tilfellum, sem kunna að koma fyrir; t. d.: í vondum veðrum á smáum skipum, þegar hætt er við ágjöf- um, veit eg dæmi til, að lestin hefur ver- ið byrgð, til þess, að verjast þess, að skip- ið fyltist af sjó — afleiðingin er sú „að féð hefur kafnað úr loptleysi. Þar mætti viðhafa önuur ráð, sem eins vel næðu til- gangiuum, án þess að drepa féð úr lopt- leysi. Hverjar eru þá afleiðingarnar, þegar svona kemur fyrir, eius og í ár, að féð okkar er boðið á fleiri hendur í Bretlandi og þar af sumir, sem vanta ýms þau skil- yrði er eg nú hef lýst og útheimtast til, að hafa nákvæmlega vel vit á starfl sínu og getu til að framfylgja því með dugn- aði? Afleiðingarnar verða eðlilega þær, að þeir hinir sömu selja fyrir lágt verð, og þetta lága verð, sem þeirseljafyrir, hefur apturáhrif á sölu hinna, þannig að þó viðunanlegt verð fengizt hjá þeim, þá myndi þó enn þá betra hafa fengizt, ef salan að eins hefði farið fram frá eins þess manns hendi, sem hefði getu og þeJckingu til að haqnýta sér vel allar kringumstœður. Þessar afleiðingar, eru eðlilegar þegar menn ihuga, að kaupendur fjár okkar í Bretlandi eru takmarkaðir, með öðrum orð- um, það eru ekki ætíð nýir og nýir, sem kaupa fé okkar, það eru optast þeir sömu, sem eru vanir að „spekulera“ í þeirri grein fjársölunnar á Bretlandi og þegar þess vegna sumir af þeim fá féð hjá þeim mönnum, sem neyðast til að selja fyrir lágt verð, þá fiunst þeim eða honurn engin ástæða til, að gefa geypiverð hjá öðrum bjóðend- um. Þannig hefur það áhrif á verð þeirra líka, eða er það eðlilegt, að eins hátt verð náist á uppboði (fé okkar er optast selt á opinberum uppboðum), hvort byrjað er með lágt boð, t. d. 15 shillings eða hátt boð, t. d. 22 shillings, og það þegar slík atriði fylgja með, að þeir hjá öðrum fengu fyrir lágt verð, og meira væntanlegt af fé hjá öðrum en þessum manni? Sá sem tiltölulega hefur selt langbezt í ár, og sem að mínu áliti enginn vafi er á, að sé laugbezt fallinn til að standa fyrir sölunni á íslenzku fé í Bretlandi, er herra L. Zöllner í Newcastle. Hann hef- ur alla kosti, sem útheimtast til þess starfs, t. d. hefur mjög nákvæma þekkingu á markaðsútlitinu þar, og veit því, hvað hann má bjóða hér gagnvart kaupendum, án þess að skemma fyrir sölunni. Hann er ágætis „forretnings maður“, kann þannig vel að sjá, hvenær hann muni hreppa dal- inn, ef hann lætur skildinginn fara, og er það engu síður við þetta starf, að betra er að hata lagið með; og svo er hann vel liðinn af félögum sínum og kemur því fremur sínu áformi fram en margir aðrir — er einnig orðinn svo vanur þessu starfi, hefur því allan útbúnað til alls, sem það útheiratir, og þar að auki get- una til að stöðva söluna þegar honum ekki líkar, og hann sér, að tilvinnandi sé að bíða með að selja féð. Það er ekki til þess að raæla með þess- um einstaka manni fremur öðrum, heldur blátt áfram af því, að eg er sannfærður um, að hann er bezt kjörinn til þess starfs, eða hvað sýna ekki dæmin? Tökum eptir! Zöllner flutti út í ár um 45,100 fjár, þar af vanhöld 116! Björn Kristjánsson flutti út í ár um 2300 fjár, þar af vanhöld um 200! Franz flutti út í ár um 9,800 fjár, þar af vanhöld um 2300! Slimon flutti út í ár um 11,000 fjár, þar af mun hafa verið tiltölulega minni vanhöld en hjá B. Kr. og eðlijega minni en hjá Franz, sem hefur farið verst í því tilliti. Sýnir þessi skýrsla þá ekki, að Zöllner hefur bezt vit og kringumstæður til að vernda féð á leiðinni út? enda notar hann helzt stóru og hraðskreiðu skipin. Þá er verðið, og skal eg hér setja nokkur þau dæmi, sem fylliloga sanna skoðun mína. 17. oktober selur Zöllner í Newcastle 6500 fjár fyrir Dalasýslufélagið, þar af er hér um bil helmingur veturgamalt, og af því mikið af gimbrum, (sem aldrei ætti að senda). Fyrir þetta fé fékk hann, að frádregnum öllum kostnaði 14^/a kr. til jafnaðar fyrir hverja kind. 18. oktober eða daginn eptir þetta góða verð selur Björn Kristjánsson siun farm í Edinborg og f'ær frá 13 shillings og 9 pence til 15 shillings og 9 pence fyrir stykkið, það er frá 12 kr. 37 aur. til 14 kr. 17 aur., og það „bruttó“; þegar þá þar frá dregst allur kostnaður, verður vart 8 lcr. eptir fyrir hverja kind, og það að mínu áliti, áu þess það sem fórst á leið- inni komi til skoðuuar. 20. óktober eða tveim dögum eptir þessa misheppnuðu sölu Björns Kristjánssouar selur Zöllner fé Árnesinga og Bangvell- inga í Newca8tie og fékkst fyrir það fé 16 kr. 2 a. fyrir Árnesinga og 12 kr. 23 a. fyrir Kangvellingaféð að frádregnum öllum kostnaði. Sala Slimons var þaunig: Fyrsti farmurinn lians, um 5500 fjár seldist um 4000 fyrir 16 shillings hver. — 1100 — 12 shillings hver. — 3—400, sem var úrvalið fékkst þolanlega gott verð fyrir, en varla mun hann þó hafa haft 16 shillings til jafnað- ar „brútto“ eða hæst 10 kr. „netto“ fyrir hverja kind. Seinni farminn fékk hanu aptur betra verð fyrir, en mun samt hafa tapað talsvert á fjárkaupum sínum í ár. Svo er Mr. Franz: Hann seldi báða fyrri farma sína þol- anlega, þannig, að hann líklega ekki hefur tapað mikið á þeim; á seinasta farminum þar á móti hefur hann eðlilega tapað stór- fé á, þar sem hann missti um 2000 fjár og sjö hross á leiðinni af þeim farmi. Eru nú þetta ekki nægilog dæmi til

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.