Þjóðólfur - 23.11.1894, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 23.11.1894, Blaðsíða 4
220 sem kynntust honum persónulega, höfðu hið bezta álit á honum fyrir mannkosti. Hann var frásneiddur styrjöldum, og því nefndur „friðarvörður Evrópu" og mun hann að nokkru ieyti hafa átt það skilið. Fráfall hans getur því haft mikil áhrif á friðarhorfurnar hér í álfu. — Elzti sonur hans Nikulás er þegar tekinn við stjórn, sem Nikulás 2. Rússaheisari. G-era menn sér ekki miklar vonir um hann, því að hann kvað vera einþykkur og laklega gáf- aður. Hann er, eins og kunnugt er, dótt- ursonur Kristjáns konungs 9. og að eins 26 ára gamall (f. 1868). Hann kvæntist snemma í þessum mánuði prinsessu A!ix af Hessen, dótturdóttur Viktoríu Englands- drottningar. Önnur stórtíðindi eru þau, að eptir- maður Bismarcks, Caprivi ríkiskanselleri á Þýzkalandi hefur sagt af sér. Mun hon- um hafa þótt Vilhjálmur keisari vilja ráða heldur miklu, enda er mælt, að hann ætli sér, að hafa enn meiri yfirráð eða bein af- skipti af stjórninni eptirieiðis og því hafi Caprivi fúslega fengið fararieyfi. — Ekki hefur enn frétzt, hver verði skipaður í stað hans. Ófridurinn millum Japana og Kínverja er ekki enn til lykta ieiddur, en ávallt kreppir meir og meir að Kínverjum. Bæði iandher þeirra og sjólið er í hinu hrak- legasta ástandi og í byrjun þessa mánað- ar höfðu óbreyttir liðsmenn engan mála fengið greiddan næstliðna 7 mánuði. Að- alhershöfðingi þeirra Li Hung Chang sat með mestallan herinn í herkvíum við Yalu- fljót, og er ætlun manna, að hann ætli að láta hungrið sverfa nóg að liðinu, svo að það veiti sem minnst viðnám, og ófriðnum verði ekki haldið iengur áfram, með því að hann sjái, að það sé þýðingarlaust, og verði ekki til annars, en að steypa ríkinu í enn meiri ógæfu. Honum kvað nfl. vera fullkunnugt um, hversu allur herútbúnað- ur Kínverja er frámunalega slæmur. Gufuskipið Linden (211 tons, skipstj. Waiker) kom um næstl. helgi frá Middles- borough á Engiandi til Akraness, með sait til Thor Jensen kaupmanns og kaupfélags Í8firðinga. Var hr. Jensen sjálfur með því, Eptir enskum blöðum, er það flutti, eru teknar útlendu fréttirnar hér á undan. Með því fréttist og, að „Laura“ hefði ekki átt að leggja af stað frá Höfn fyr en 10. þ. m. (í stað 8. samkv. áætlnn). Fjársalan á Englandi í þetta skipti, hefur gengið misjafnlega, eins og ljósast sézt af hinni fróðlegu og ítarlegu skýrslu hr. Thor Jensens hér framar í blaðinu, sem vér að því leyti vísum til. Kaupfélögin, sem skipta við Zöllner, hafa fengið fyrir hverja kind, að frádregn- um kostnaði, verð það, er nú skal greina: Félag Þingeyinga .... . kr. 17,04 — Svalbarðseyrar . . . — 15,31 — Eyfirðinga .... . — 14,21 — Skagfirðinga . . . . — 12,21 — Fljótsdalshéraðs . . . — 16,03 — Dalamanna .... . — 14,51 — Árnesinga .... . — 16,02 — Stokkseyrar . . . . — 12,23 Hið íslcnzka kvennfélag hélt skemmti- fund 17. þ. m. Söngfélagið frá 14. janúar 1892 8kemmti þar með söng og stud. theol. Benedikt G. Þorvaldsson söng þar einn nýtt kvæði eptir cand. jur. Einar Bene- diktsson1 með nýju, fallegu lagi eptir frakk- neskan vísindamann, dr. Pilet, er nú dvel- ur hér í bænum. Þótti sá söngur takast mjög vel. Því næst talaði ungfrú Ólafía Jóhannsdóttir alllangt erindi um frumvarp til iaga fyrir félagið og skýrði það ræki- lega, og siðar hélt hún ræðu og þótti mælast mjög vel að vanda. Tryggvi Gunn- arsson bankastjóri og jómfrú Þorbjörg Sveinsdóttir töiuðu einnig á þessum fundi. Drukknun. 30. f. m. drukknaði Guð- mundur Hagalín Guðmundsson óðalsbóndi á Mýrum í Dýrafirði (bróðir Guðna læknis á Borgundarhólmi) og með honum húshjón- in Sigurður Bjarnason og Sigríður Guð- bjartsdóttir. Hagalín var að sækja í veizlu sína vistir til Haukadals; ætlaði að kvong- ast í annað sinn 3. nóvember. Hann var mesti dugnaðarmaður og vel metinn. 6. þ. m. druknaði á Álptafirði vestra Bjarni Jónsson sýslunefndarmaður í Tröð, en öðrum manni, sem með honum var, var bjargað á sundi. Mörkunarverkfæri það, er hr. Matthíaa verzlunarmaður Matthíasson hefur fundið upp, er sérlega heutugt til að marka með sauðfé. Það hef- ur margt fram yfir gömlu aðferðina (að marka með hníf): 1. Það er rniklu fljótara, tekur í einu það, er á að fara af eyranu og verður hreinna; 2. glögg- vara markað og 3. sársaubaminna fyrir lambið eða kindina, þar eð eigi þarf nema einu sinni að bregða þvi á hvort eyrað til að ná markinu, hvað mörg hnífsbrögð, sem annars hefði þurft. Verkfæri þetta er dálítil töng, með sléttum fleti; á öðrum framenda tangarinnar er lausri plötu með stáleggjum ýmislega niðurröðuðum, skotið upp *) Kvæði þetta birtist ekki hér, sakir þess, að höf. vildi ekki láta prenta það, nema því að eins, að nótur fylgdu, en þær hefur prentsmiðjan ekki. í hinn framonda tangarinnar; tvær lausar plötur fylgja sitt fyrir hvort eyra, en sá er hefur sama mark á báðum eyrum, þarf ekki nema eina plötu, fjöður er á milli arma tangarinnar, svo hún helst opin, en eyrað á að leggja á slétta flötinn og þarf ekki annað, en að taka annari hendi um báða enda tangarinnar og þrýsta að og skerst þá af það, er fara á af eyranu. S. Hr. doeent Jón Helgason prédikar í dómkirkjunni á sunnudagínn kemur, kl. 5 e. h. Aðalfundur í stúdentafélaginu annað kveld kl. 9 á hótel „Reykjavík". Kosin ný stjórn. Et stort, brugt Slwnnertsegl er tilsalgs hos M. Johannessen. Nýtt mörkunarverkfæri geta þeir, er vilja, pantað hjá þeim herrum Birni Hjaltesteð, Gisla Finnssyni og Þorsteini Tómassyni. Verð 4 kr. Verzlunin í Vesturgötu 12 selur: Grjón, hveiti, kaffi, kandis, púðursykur, export-kafíi, ágætar kartöílur danskar, lauk, haffbrauð, tebrauð, sveskjur, chocolade, te, pipar, gerpúlver, kanel, grænsápu, hvítsápu, handsápu, rjól, rullu, reyktóbak, vindla ódýr spil o. m. fl. Allt góðar vörur. Söðlasmíði. Undirskrifaður selur hnakka fyrir 22 kr. og söðla fyrir 40 kr., ef pantað er fyrir desembermánaðarlok þ. á. Brúsastöðum 12. október 1894. Halldór Einarsson. Eg hef nokkra hríð þjáðzt af tauga- veiklun og óhægð fyrir brjósti; þessvegna fór eg að nota hinn naíbfræga Kína-lífs- elixír hr. Waldimars Petersen’s, og á eg elixírnum að þakka, að eg hef að mestu leyti náð heilsu minni aptur. Háholti 18. apríl 1894. Þorsteinn Bjarnason. Kína-Iífs-elixírlnn fæst hjá flestum kaupmönn um á Islandi. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lifs-elixír eru kaupendur beðnir að líta vel v. p. eptir því, að-^r— standi áflöskunum|í grænu lakki, og eins eptir hiuu skrásetta vörumerki á flösku- miðanum: Kínverji með glas í hendi, og firma- g fnið Valdemar Petersen, Frederikshavn, Danmark. Bigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Félassprentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.