Þjóðólfur - 30.11.1894, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 30.11.1894, Blaðsíða 3
223 fengið höfuðborg!“ Sem stendur hafa vinstrimenn jafnmikinn Iiðsstyrk sem í fyrra. Aðgerðir demókrata vid Mc Kinley lögin í vetur voru hvorki heilar né hálfar og Cleveland neitaði að skrifa undir þær. Hann beitti þó ekki neitunar- rétti sínum af því, að honum þótti þær skárri en hitt, en kallaði þær kák og ósæmilegar sönnum demókrötum. Þeir hafa líka hlotið óvinsældir af. því að hvorugum líkar vel, tollvinum né toll- féndum. Póstskipið „Laura“ kom hingað loks frá Höfn 27. þ. m. Hafði verið viku eða lengur í Færeyjum að afhenda vörur. Með því komu hingað: Guðmundur Guð- mundsson læknir í Laugardælum, Guðmund- ur bóndi Einarsson í Nesi og kaupmenn- irnir Björn Kristjánsson, Eyjólfur Jóhanns- son (frá Flatey) og Þorbjörn Jónasson, ennfremur Sigurður A. Fjeldsteð frá Hvít- árvöllum. Lögiu urn botnvörpuveiðar frá síð- asta alþingi hafa verið staðfest af kon- ungi. Fleiri lagafrumvörp alþingis ekki staðfest enn sem komið er. Niðurskurður. Stjórnin hefur ekki verið sein á sér að synja stjóynarskrár- frumvarpi síðasta alþingis staðfestingar. Neitun konungs er dagsett 10. þ. ®. Eng- ar ástæður eru færðar fyrir þessari synj- un, en að eins skírskotað í auglýsinguna 15. des. f. á. Þar er nefnilega allur víst dómurinn fólginn, og svo í fyrstu auglýs- ingunni 2. nóv. 1885, sem stjórnin vitnaði til í fyrra. Hún getur orðið löng að lok- um þessi tilvitnanakeðja. Þótt allt annað breytist, getur danska stjórnin ávallt haft sömu svörin óbreytt gagnvart liinni íslenzku þjóð í þessu máli. Þau hafa verið frá- bærlega vel hugsuð i upphafi. Nú hefur stjórnin einnig gert duglega hreint fyrir sínum dyrum með því að synja fimm stórmálum frá alþingi 1893 staðfest- ingar í sömu andránni. Þessi mál eru: háskólamálið, afnám hœstaréttar, lœkkun eptirlauna, kjörgengi kvenna og hluttaka safnaða í veitingu brauða (um að söfnuðir megi velja um alla umsækjendur). Þetta eru öll langstærstu og merkustu málin, er þingið 1893 hafði til meðferðar. Svona er starf þingsins ónýtt ár frá ári. Ástæð- urnar fyrir þessari lagasynjunarhrúgu birt- ast auðvitað í Stjórnartíðindunum, og verð- ur þá tækifæri til að athuga þær nánar. Það má geta nærri, að þær eru rækilega hugsaðar og rökstuddar, því að stjórnin hefur verið að sjóða þær saman nokkuð á annað ár. Það „þarf vel að vanda, sem lengi á að standa“, því að auðvitað verð- ur hér eptir að eins vitnað í þessar fyrstu ástæður, sem eins konar „evangelium“, alveg eins og í stjórnarskrárauglýsing- arnar. Dr. Ehlers, holdsveikislæknirinn, sem hér ferðaðist um í sumar, hefur nú haldið fyrirlestra um ferð sína og látið prenta skýrslu um rannsóknir sínar í „Spítalatið- indunura“ dönsku. Fer hann mörgum orð- um um óþrifnað bér á landi, og virðist gera heldur mikið úr honum, enda hefur frásögn hans verið andmælt allrækilega, bæði af stud. jur. Sigurði Péturssyni (frá Sjávarborg) í blaðinu „Dannebrog“ og síð- ar af Schierbeck iandlækni í „Spitalatið- indunum", en dr. Ehlers hefur reynt að verja sig og dregið nokkuð svo úr um- mæium sínum. Komizt hefur til orða í stjórnarráðinu ytra að stofnsetja holds- veikraspítala hér í Laugarnesi, en ekki var það komið verulega í hámæli um það leyti, sem póstskipið fór frá Höfn. Sam- kvæmt síðustu skýrslu, er dr. Ehlers hef- ur sent oss, kveðst hann hafa fengið vitn- eskju um 144 holdsveika menn hér á landi (81 karlmann og 63 konur). Látnir eru í Ameríku tveir íslending- ar: Hans Christian Róbb, fyrrutn kaup- maður í Reykjavík, 62 ára gamall (dó 22. sept.) og Sigurður Jónassen cand. phil. (sonur Þórðar háyfirdómara Jónassonar). Hann andaðist úr hálsmeini 6. okt., um fimmtugt. Hann var útskrifaður sem utan- skólalærisveinn frá Reykjavíkurskóla 1865, las guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla, en tók ekki embættispróf, dvaldi svo all- lengi hér i Reykjavík, en fór til Ameríku 1885. Hann var vel að sér i tungumál- um o. fl., eu brast gæfu til að komast áfram í liflnu. Stúdentafélagið. Á aðalfundi þess 24. þ. m. var kosin ný stjórn. Forseti valinn Guðmundur Björnsson cand. med., en í stjórn með honum Bjarni Jónsson cand. mag., Eggert Briem málaflutningsm., Sigurður Thoroddsen cand. polyt. og W. G. Spence Paterson konsúlí. Félagið ætlar að halda sjónleiki hér í vetur og mun sérstaklega leika frumsamin íslenzk leik- rit. Hefur það leigt leikhús W. Ó. Breið- fjörðs til þessara skemmtana, er munu eiga að hefjast um nýársleytið eða fyr, ef unnt' er. Ritstjóri „ísafoldar“ sektaður. í gær var kveðinn upp dómur fyrir bæjarþings- rétti Reykjavíkur í máli því, er ritstjóri þessa blaðs höfðaði gegn ritstjóra ísafoidar út af meiðyrðum i 32. tölubl. ísafoldar þ. á. og var ritstj. ísafoldar dæmdur í 20 kr. sekt (6 daga fangelsi til vara) og málskostnað, en hin átöldu uminæli dauð og marklaus. Hitt málið, er ritstj. ísafoldar hóf herferð sína með gegn Þjóðólfi, er nú orðið á eptir; var lagt i dóm næstl. viku. Til verzlunarstéttarinnar í Reykja- vík, er gekkst hér fyrir hátíðahaldi á silfurbrúðkaupsafmæli danska krónprinsins í sumar, hefur Þjóðólfi verið sent til birt- ingar svolátandi þakklætisávarp: „Deres kongelige Höjheder, Kronprinsen og Kronprinssessen, sende ved Förstnœvntes Adjutant i Brev dateret Amalienborg 22. August Handelsstanden i Reykjavík en hjertelig Tak for det fremsendte Tele- gram med indeholdte Lykönskning i An- ledning af Deres kongelige Höjheders Sölv- bryllupa. Paa Festkoniiteeua Vegne ærbödigst H. J. Bryde. Lciðrétting. Hisprentazt hefur í sumum eíntökum síðasta tölubl. „Fjallk.“ bls. 184, málsgr. (a), lið 3; á að vera þannig: (a) Metandi verð rafíæra til að lýsa 200 hús Rvíkurbæjar og götur hans, sem sagt er hér að frarnan, á ein 15,000 kr., og með leiðartistólpum, uppsetningu og vélstöðvum á eitthvað 35,000 kr., þá yrði árlegur viðhaldskostnaður ekki fjarri þessu: Fyrir 632 lampagler og breunara 948 kr. — slit raffæranna .... 750 — Laun 2 verkmanna.......... 2,000 — Rentur af fjárstofni...... 1,750 — Álls 5,448 kr. Fr. B. Anderson. Nýprentaö Búnaðarrit, áttunda ár, útgefendur Hermann Jónasson og Sæm. Eyjólfsson fæst hjá öllum bóksölum á landiuu. Kostar kr. 1,50. Sigurður Kristjánsson. Nýlega er út komin Njáls saga................kr. 1,75 Huld IV.....................— 0,50 Elenóra (Saga frá Winnipeg) . . — 0,65 Fást hjá öllnm bóksölum á landinu. Sigurður Kristjánsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.