Þjóðólfur - 07.12.1894, Page 1

Þjóðólfur - 07.12.1894, Page 1
Árg. (CO arkir) kostar 4 kr Erlendie 5 kr,—Borgist fyrir 15. jtili. ÞJÓÐÓLFFR. Uppsögn, bundin viö áramöt, ðgild nema komi til útgefanöa fyrir 1. oktöber. XLYÍ. árg. Reykjavílt, föstudaginn 7. desemlber 1894. Nr. 57. ÞJÓÐÓLFIIR 18 9 5. Nýir kaupendur hans það ár fá þrenn sögusöfn ókeypis auk 3. heptis af Kambsránssögu. Hin tvö heptin, sem út eru komin, geta þeir fengið fyrir 1 kr., ef þeir óska (sbr. aug- lýsingar í 49. og 53. tölubl.). í næsta árgangi, þegar eptir nýár, hefst ný saga eptir séra Jónas Jónasson. Munið eptir að panta „Þjóðólf“ í tíma. Ekkert ísienzkt blað nema hann einn gefur Öllnm kaupendum sínum, gömlum og nýjum, fróðlegt fylgirit árlega. Knafaliólar. Þeir gnæfa völlunum aldnir á, þar augað lítur ei nokkurt strá, en rjúkandi, svarta sanda; þar hvíslar golan um hetjuöld og horfnu frægðina, sérlivert kvöld, er hrífur minn unga anda. Jeg heyri fótdun af fráum jó, og friður virðist mjer hverfa og ró; — nú óttast jeg atför fjanda. í fjarlægð heyri jeg hjörva-gný, — sem himinstjörnur við næturský við lopt sé jeg blika branda. Nú Gunnar þykist jeg geystan sjá með geirnum vargana óima hrjá, — á eggjum hans leiptur loga; Það brennur eldur úr augum hans og ört'ar þjóta sem hugur manns, er bendir hann traustan boga. En burt er skóganna skrautið allt, — nú skefur roksanda uáttkul svalt, — jeg þykist samt þarna líta hvar milli skóggreina skín á hjör, og skati vígbúinn hvatar för og hverfur á fáknum hvíta. Og gegnum kvöldgolu ljóðin löng °g langan, drynjandi atgeirs-söng í eyrum mér ómar láta, frá svipum fornum, er sveima þar um sandana dökkva um næturnar og hetjufrægð horfna gráta. * * * Er tunglskin hrímgaða glitar grund og gustar af norðri’ um aptan-stund á söudum hin svala gjóla, — þá fljúga minningar fornaldar og fegurstu hetju-sögurnar í hug minn, við Knafahóla. Quðm. Quðmundsson. Uppgötvanir framtíðarinnar. II. Eins og menn hafa reynt að líkja eptir flugi fuglanna í loptinu og lagt það til grundvallar fyrir tilbúningi flugvéla, eins hafa menn ieitazt við að athuga nákvæm- lega, hvernig fiskarnir synda í sjónum, tii að færa sér það í nyt við útbúnað gufu- skipa. Það er ætlun manna, að gufuskip verði ekki gerð hraðskreiðari en orðið er. Betri og aflmeiri gufuvélar verða héðan af trauðlega smíðaðar. Yélasmiðirnir hafa eingöngu haft hugann festan við þetta atriði, en það er annað, sem ekki hefur verið tekið tillit til, en gæti orðið mjög þýðingarmikið tii að auka hraðann, og það er að minnka mótspyrnu vatnsins. Um það hefur hingað til lítið sem ekkert verið hugsað, nema einungis í þá átt, að gera skipin sem ísmeygilegust, eða fleygmynd- uð að framan, af því að menn hafa ætlað, að vatnið eins og spyrnti á móti skipinu, er það brunaði áfram. og því meir, sem skipið væri breiðara að framan. En þetta er byggt á misskilningi, samkvæmt nýjustu athugunum. Hin eiginlega mótspyrna vatnsins myndast í raun og veru eingöngu af núning vatnsins við skipshliðarnar, þ. e. að segja, að 98°/e af allri mótspyrn- unni stafar af núningi vatnsins við líkama, sem er huiinn vatni. Að því er skip snert- ir, gildir þetta auðvitað að eins þá er logn er, því að vindur og öldur breyta hlutfallinu. Þegar vér gætum þess, að hnýsan t. d. syndir með meiri hraða, en nokkurt gufu- skip hefur og það án þess að þreytast, þá má það virðast harla undarlegt í fljótu bragði, þá er hnýsan hefur ekki meira en 1 eða i mesta lagi 2 hestöfl, en gufuskip svo hundruðum skiptir. Þetta liggur að nokkru leyti í því, hvernig fiskarnir synda, nfl. í krókum og vindingum, sem gufu- skipin geta ekki fylgt, en aðalástæðan fyrir hraða fiskanna fram yfir skipin er fólgin í þvi, að núningsmótspyrna vatns- ins er nálega engin, að því er fiskana snertir. Náttúran hefur á ýmsan hátt hvívetna séð fyrir því, að gera hana sem minnsta; þannig er állinn þakinn hálu slími, sem vatnið rennur eptir eins og olía væri, en optast nær er liúð fiskanna hreistri þakin, og þetta hreistur hindrar viðloðan vatnsins, svo að núningsmótspyrna þess verður engin og fiskurinn rennur með feiknahraða í vatninu. En við skipið loða vatnsagnirnar fastar, svo að það rennur ekki gegnum vatnið, heldur dregur all- mikið af vatninu með sér og því meir sem hraðinn er meiri. Það er því ávallt umkringt þykkri vatnshúð, er það verður að draga með sér. Ef menn gætu af- numið þessa núningsmótspyrnu eða við- loðan vatnsins, þá ykist hraðiun afar- mikið, án þess beita þyrfti meira krapti. Þó að tekið sé tillit til öldugangs og hvassviðurs, og þeirrar mótspyrnu, er það veitir, þá má samt gera ráð fyrir, að 50 °/0 allrar mótspyrnu sé núningsmót- spyrna. Sá, sem um þetta efni ritar, sting- ur upp á, að þetta sé rannsakað nákvæm- lega, og að freistað verði að líkja eptir hreistri fiskanna við skipagerð, eða búin verði til pappirshúð utan á skipin, mótuð sem hákarlsskrápur, svo að skipin renni jafn- mjúklega í vatninu sem hákarl eða hnýsa, og þetta hyggur höf., að geti aukið hraða skipanna um meir en helming við það, sem nú er frekast. Ennfremur segir hann, að skipasmiðir verði að gæta þess, að minnka mótspyrnu öldugangs og hvass- viðris, einkum með þeirri aðferð, sem not- uð hefur verið á vöfcnunum í Kanada og gefizt mjög vel, en það er hin svonefnda hvalhryggsbygging (Whaleback), þar sem nálega allt skipið er undir yfirborði vatnsins, en þilfarið ávalt, svo að öldurn- ar skolast yfir það en brotna ekki né falla yfir það. Fyrir farþega og skipverja er dálítil bygging yfir þilfarinu, reist á súlum.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.