Þjóðólfur - 07.12.1894, Page 3
927
minnsta kosti, eru málinu hlyntir, en telja þð samt,
sem ekki er ólíklegt, að það komist ekki nema á
pappírinn. En þar sem þetta er híð langstærsta
samgöngu-nýmæli, sem upp hefur verið borið á
alþingi íslendinga, er þess ekki að dyljast, að mörg-
um þykir leiðinlegt að sjá nöfn þingmanna okkar
í flokki andstæðinga þess, þvi einmitt samgöngu-
og atvinnumálanna vegna mun óhætt að fullyrða,
að alténd annar þeirra hafi verið kosinn síðastl.
vor. Kernur þetta því undarlegar fyrir einmitt nfl,
er um svona stórt samgöngumál var að ræða. Það
hljóta allir að sjá, að hættulaust var að láta málið
ganga til efri deildar eptir því er á stóð, hvað þá
heldur til 3. umræðu í neðri deild, en það gat
hinn síðari þingmaður okkar (Þori. Guðm.) ómögu-
lega. En því eptirtektaverðara er þetta, að í loka-
ræðu sinni segir sami þingmaður á þá leið, að
atvinnu- og samgöngumálin séu nú aðaláhugamái
þjóðarinnar, sem og ætti að vera. Hér virðist sum-
um, að kastað sé „tólfuuum11, enda er svo að
heyra á ræðu þingm. Ísíirðinga, að þessi ræða Þ. G.
hefði tæplega átt við, eptir því er á undan var
farið, — þar á móti kunna honum allmargir þakkir
fyrir ræðu þá, er hann talaði á móti þingmanni
Strandamanna (Guðjóni Guðlaugssyni) út af um-
mælum hans um búskap okkar Árnesinga; samt
verð eg að álíta ræðu G. G. fremur sáryrt gaman,
heldur en alvöru, því maðurinn virðist vera nokk-
uð kappgjarn og óvæginn í orðum, hver sem i hiut
á, eins og hann gefur í skyn sjálfur. Ekki dettur
okkur í hug, að áfella síðara þingmann okkar fyrir
það, þó hann gæti ekki verið með vínbanns-sam-
þykktuuum, sem sofuuðu svo þægilega frá anuari
umræðu i neðri doild í sumar, og teljurn við það
mjög heppileg málalok, þvi að vaidbjóða bindindi
er hin mesta heimska og ætti alls ekki að eiga
sér stað hjá siðaðri þjóð. — Meira skrifa eg ekki að
þessu BÍnni, þótt fleira mætti til tína.
Eptirmæli.
Húsfrú Þóra Halldórsdóttir í Þormóðsdal, er
andaðist 4. okt, (sbr. 49. tölubl. Þjóðólfs) var fædd
á Möðruvöllum í Kjós 14. des. 1828. Faðir henn-
ar var Halldór, er síðast bjó í Hvammi í Kjós Jóns-
son yngra Örnólfssonar í Álfsnesi Yaldasonar. Bróð-
ir Jóns yngra var Jón eldri í Skrauthólum faðir
Kristínar móður Bcnedikts sýslumanns Sveinssonar.
Kona Halldórs í Hvamrni, en móðir Þóru var Guð-
rún eldri Magnúsdóttir bónda á írafolli Kortsson-
ar á Möðruvöllum Þorvarðssonar i Brautarholti
Einarssonar. Var Kort bróðir séra Odds Þorvarðs-
sonar á Eeynivöllum móðurföður Jóns Hjaltalíns
landlæknis, en kona Magnúsar Kortssonar og móð-
ir Guðrúnar var Ragnhildur Jónsdóttir frá Efra-
hálsi í Kjós Gislasonar og Guðrúnar yngri Jóns-
dóttur prófasts á Reynivölluin Þórðarsonar, en bróð-
ir þessarar Guðrúnar yngri var Jón í Flekkudal
faðir séra Þórðar á Lundi og Jóns kennara við
Bessastaðaskðla föður Bjarna rektors. — Þóra
sál. ólst upp hjá foreldrum sínum á Möðruvöllum
°g í Hvammi og eptir fráfall móður sinnar stýrði
hún búi föður síns 2 ár, unz hann andaðist 1865;
fluttist hún þá vorið eptir til Halldórs hreppstjóra
Jónssonar í Þormóðsdal og giptist honum 20. okt.
1866, áttu þau saman einn Bon, Halidór að nafni,
sem nú er hjá föður sínum. Þóra sál. var hin
ástríkasta eiginkona og móðir, mjög hjálpsöm við
bágstadda og vildi efla velgengni hjúa sinna og
annara, er hún kynntist. Hún var tápmikil til
sálar og líkama, hyggin, ráðdeildarsöm og dugleg
utan húss og innan, vinavönd en vinafóst og fór
ekki að mannvirðingum. Hún var ein þeirra kvenna,
er gera garðinn frægan, enda var heimili þeirra
hjóna jafnan hið prýðilegasta, fyrirmyndarheimili
að gestrisni, góðuin siðum og allri umgengni. Hún
var trúrækin kona og vildi ekki vamm sitt vita.
Má óhætt segja, að hún skaraði fram úr öðrum
konum í sveitarfélaginu fyrir margra hluta sakir.
Svo minntist þessarar merkiskonu ein af vinkonum
hennar:
Vort lif er svo hverfult það líður svo ótt,
það líður og bölþrungin dauðans nótt
færist að fyr en oss varir
og ljúfustu vinir, sem voru okkur allt,
þá vefur örmunum helið kalt,
en önd vor á eptir þeim starir.
Og ljóst er hér dæmi! því liðin er braut
og lögð í vort ástkæra fósturlahds skaut
tállaus og trygglynd kona,
sem elskaði drottinn og elskaði drðtt
og unnið hefur af kærleik og þrótt
á Krist hún kunni að vona.
Og kransinn þessi, sem knýti eg þér
hann kærleiks vottur og þakkar er
eg væti hann viðkvæmum tárum.
Og heitt bið eg ljúfa lausnarann minn
að leiða þig inn í fögnuð sinn
leysta frá sorg og sárum.
Þú svifin ert burtu eg syrgi þig,
en sjálfur Jesús nú huggar mig
eg veit, að við fáum að fiunast.
Því lifið er stutt og eg líð brátt til þín
þú ljúfasta bezta vinkona mín
og margs við skulum þá minnast.
G.
11. f. m. andaðist í Yestmannaeyjum Guðfinna
Gísladöttir (frá Hallgeirsey Jónssonar) 87 ára (f.
15. ágúst 1807), ekkja Engilbcrts Ólafssonar, er bjó
allan sinn búskap á Syðstu-Mörk undir Eyjafjöll-
um. Sonur þeirra er Gísli verzlunarmaður í Yest-
mannaeyjum. Gísli faðir Guðfinnu var alhróðir
Guðrúnar móður Tómasar prófaBts Sæmundssonar.
Guðfinna heit. var „mesta sóma- ráðdeildar og
dugnaðarkona, gaðhrædd og gestrisin“. Þ.
Stefiiufarir og saittir. TJt af skömm-
um og raeiöyrðum í ýmsum tölublöðum
„Grettis“, atefndi Skúli Tlioroddsen rit-
stjóra blaðsins, kand. Grími Jónssyni, fyrir
sáttanefnd, og bauðst Grímur þá til að
taka allt aptur, og varð það að sættum,
að hann apturkallaði öll meiðyrði og móðg-
unaryrði um Skúla Tlioroddsen, borgaði
60 kr. til fátækra og allan málskostnað,
og augiýsti þessi málalok í „Gretti“. Þykja
þetta allmiklar lirakfarir þar vestra fyrir
þá Grím og „Gretti“, og mjög að makleg-
leikum, því að „Grettir" hefur átt litlum
vinsældum að fagna hjá ísfirðingum og
víðar, eins og eðlilegt er. — Mál það, er
Skúli höfðaði gegn Grími út af meiðyrðum
í „ísafold11, er enn óútkljáð fyrir rétti. —
Grimur og séra Sigurður Stefánsson í Yig-
ur hafa einnig sætzt á sín raál, og er það
einkum þakkað hinum setta sýslumaBiii
þeirra ísfirðinganna, cand. polit. Sigurði
Briem, er virðist vera mesti friðarstillir
þar vestra.
Sklptapi varð í Bolungarvík 17. f. m.
og drukknuðu 5 menn; formaðnrinn var
Sigurður Jónsson frá Breiðabóli, ókvæntur
maður. Er þetta þriðji skiptapinn þar í
sýslu á rúmum hálfsmánaðartíma.
Póstskipið „Laura“ fór héðan áleiðis
til Hafnar að morgni 3. þ. m. Með því
tóku sér far til útlanda; ekkjufrú Kr.
Havsteen með dóttur sinni (Elinu), kaup-
mennirnir Eyþór Felixson, Popp frá Sanð-
árkrók og Sigurður E. Sæmundsen frá
Ólafsvík, verzlunarniennirnir Barteis og
N. P. Nielsen, ennfremur Guðjón Sigurðs-
son úrsmiður af Eyrarbakka og Frímann
B. Anderson, er hér hefur dvalið um stund
í raflýsingar-erindum.
Maður hvarf héðan úr bænum á föstu-
dagskveldið var, Sigurður Sigurðsson að
nafni, og hefur ekki fundizt enn, þrátt
fyrir mikia leit. Er talið víst, að hann
hafi fyrirfarið sér.
Bráðapest hefur víðasthvar gert óvenju-
lega mikinn usla á fé manna þetta haust.
Hafa sumir misst nái. helming fjár síus.
Engin ráð, sem reynd hafa verið gegn
vogesti þessum, hvort heidur bólusetning
eða anuað, hafa orðið að nokkru gagni.
Sjónleikir. í sambandi við það, er minnst
yar á fyrirhugaða Bjónleiki í siðasta blaði skal
þess getið, að stúdentafélagið á ekki annan þátt i
leikjunum en þann, að það kaus 3 manna nefnd
til að velja leikrit og lýsti því yfir á fundi, að
það vildi styðja með þessu að því, að haldnir yrði
islenzkir sjónleikir hér í vetur. Að öðru leyti
tókst félagið ekki á hendur að stjórna leikjunum
eða kosta þá, enda hefur leikhúseigandinn (W. Ó.
Breiðfjörð) samið við þessa 3 manna nefnd eina
um leikina.
Prestaskólakennarl Jón Helgason
stígur í stólinn í dómkirkjunni á sunnudaginn kem-
ur, kl. 5 e. h.
Fataefni og skófatnaður fæst í
vcrzlun Sturlu Jónssonur.
íslenzk frímerki
kaupi eg með hœsta verði. Skiidingafrí-
merki ættu ailir að seija mér, því enginn
gefur jafnhátt verð fyrir þau.
Austurstræti 5.
Olafur Sveinsson.