Þjóðólfur - 14.12.1894, Qupperneq 3
231
októbermánuði. Agentar hennar hér á
landi hafa því snögglega misst atviunu
sína, en öðrum mun þykja bættur skaðinn,
þótt starfsemi hennar sé á enda.
Nýtt flugrit hefur Björn Kristjánsson
gefið út um fjársölu sína á Skotlandi í
haust til að réttlæta hana fyrir þeim,
sem sendu hann með féð. Þetta fylgir
„ísafold41 alveg ókeypis.
Fundur verður ekki haldinn í stúd-
entafélaginu annað kveld.
Skófatnaö
hef eg af öllum stærðum: karla kvenna
og barna. Allt er það, er eg hef af skó-
fatnaði, unnið á vinnustofu minni, ekkort
útlent, og eins og alþekkt er, mjög vel
vandað, bæði að verki og efni.
Pantanir mjög fljótt og vel af hendi
leystar.
liafn Sigurðsson.
Hannyrðabókin er til sölu 4 skrifstofu
Þjóðólfs.
Rauðhetta, ágæt barnabók með fallegum
myndum, er til sölu á skrifstofu Þjóðölfs fyrir
7B aura.
RafmagnsbeSti
dr. A. Owerís hafa á siðustu árum náð
mjög mikilli útbreiðslu í Yesturheimi, sem
eitthvert hið bezta læknismeðal gegn ýmis-
konar veikindum. Þau kosta 6—15 doll.
)um 22 kr. 20 a. — 55 kr. 50 a.) hvert eptir
gæðum og þaðan af meira. Hin ódýrari
eru kraptminni en hin. Rafmagnsbelti
þessi hafa opt verið keypt af íslendingum
hér vestra og orðið þeim að góðu, þótt
önnur meðul hafi ekki getað hjálpað, svo
eg get þess vegna mælt með þeim. Þess
skal getið, að læknirinn borgar sjálfur
undir þau til kaupendanna. Þeir, sem
kaupa, verða að senda mál af því, hve
gildir þeir eru um mittið. Beltin má panta
hjá hr. kaupm. Helga Helgasyni í Reykja-
vík eða hjá mér undirskrifuðum.
Magnús Bjarnason.
Mountain P. 0.
Pembina Co. N. Dak.
U. S. A.
Nýlcga er út komin
Njáls saga...............kr. 1,75
Huld IY..................— 0,50
Elenóra (Saga frá Winnipeg) . . — 0,65
Fást hjá öllum bóksölum á landinu.
Sigurður Kristjánsson.
Dugleg stúlka getur fengið góða vist hér
í bænum frá 14. maí næstkomandi; gott peninga-
kaup. Ritstj. vísar á. .
=^=l=T=l=T=l=T=l=T=l=T=l=T=l=T=l=T=l=T=l=T=l=T=l=T=l=l=i
i
„Piano“-verzlun
„Skandinavien“,
verksmiðja og sölubúð
Kongens Nytorv 22, Kjöbenhavn.
Verksmiðjunnar eigið smíði ásamt
verðlaunuðum, útlendum hljóðfærum.
Birgðir af Orgel-Harmonium.
Er allt selt með 5°/0 afslætti gegn
borgun í peningum, eða
gegn afborgun.
Gömul hljóðfæri tekin í skiptum.
Yerðskrá send ókeypis.
T=1=T=1=T=1=T=1=T
*=T=1=I=1=T=»=T^
J
100
talað, hve margt hefði hún ekki getað sagt þeim, er
fram hjá gengu, um hinn þunga harrn og sára söknuð
hins göfuga, fræga tónskálds Fr. Chopin’s.
Athgr. Saga þessi mun sönn vera í öllum aðalatriðum. Hinn
heimsfrægi tónsnillingur Franz Liszt hefur ritað æfisögu Chopins
allítarlega og getur þar um kunnleika hans við Ostrowaættina, án
þess hann minnist beinlínis á þetta æfintýri, en hann gefur fullkom-
lega 1 skyn, að pólsk stúlka af háum stigum, er Chopin hafi elskað,
hafi haft mikil áhrif á lundarfar hans, og hið dularfulla viðkvæma
þunglyndi, er hvivetna lýsir sér í verkum þessa tónsnillings, muni
hafa átt rót sína að rekja til sorglegra endurminninga og vonbrigða
frá æskuárum hans. Chopin varð að eins fertugur að aldri og and-
aðist í París 1849 úr brjóstveiki. Sögu þessari er snúið úr tíma-
ritinu „Dioskuren" („Tvíburarnir“), sem gefið er út i Wien.
Þýö.
97
og hafði ekkert hjá sér, er minnti á fornan veg, nema
gamla, trygga þjónustustúlku. er stundaði liana, nokkur
blóm, ofurlítinn fugl og lítið, óskreytt herbergi, en þar
mátti hún ekki haldast við, og átti að byggja henni út
þaðan, því að nú gat hún ekki lengur borgað húsleig-
una og vissi alls ekki, hvar hún átti að fá sér hæli„
þar sem hún gæti hvílt hið þreytta höfuð sitt.
Hún var mjög döpur í bragði og myndir horfins
tíma svifu fyrir hugskotssjónum hennar. Hún sá sig
fa^urbúna, skreytta rauðum rósum og Wladislaw Au-
gustow krjúpandi á knjám frammi fyrir hetini, hinn sama
mann, er síðar hafði svo samvizkulaust látið liana eina.
Þá er hún minntist þessa brá greinjusvip á andlit henn-
ar, en skyndilega lék blíðubros um varir henni. Hún
sá í anda ásýnd annars manns, er vissulega hafðihenni
tryggur verið, þess manns, er hún hafði haft hlýjan
þokka á, þótt hún í fyrstu gerði sér ekki Ijósa grein
fýrir því, en honum hafði hún hrundið frá sér svo hugs-
uuarlaust og kuldalega af ungæðislegu drambi, og þessar-
ar breytni sinnar hafði hún opt iðrazt sáran, þótt eng-
inn vissi.
í þessum svifum kom hin gamla þjónustustúlka
inn til hennar með dálítinn böggul, er þangað hafði
verið sendur.
Böggullinn var með utanáskript til Valesku Ost-