Þjóðólfur - 21.12.1894, Page 1

Þjóðólfur - 21.12.1894, Page 1
Árg. (00 arliir) kostar 4 kr. Erlendis 5 kr.— Borgist fyrir 15. Júli. Uppsögn, bundin við áramöt, ógild nema komitilútgefanda fyrir 1. oktöber. ÞJÓÐÖLFUR. XLYI. árg. Reykjavík, fiístudaginn 21. desemker 1894. Nr. 59. Bókmenntafélagið. Eg las það í einhverju blaði í sumar, að einhver bðkaverzlun í Höfn hefði tekið að sér útgáfu „íslenzks fornbréfasafns11, og varð mér hálf-hverft, er eg las þetta. Pað er nefnilega ekki í fyrsta sinni, að Bókmenntafélagið sýnir þolleysi og mér liggur við að segja stefnuleysi i því að hætta við hálfgert verk eða varla það. Eg veit nú að visu ekki, hvort þetta er satt, en ef svo er, er það mjög óheppilegt, að mínu áliti. Það er meir en hvimleitt fyrir félagsmenn, að fá þannig að eins parta af samstæðum ritum, þótt það sé að vísu hótinu skárra, að útgáfan hættir ekki alveg. Eg fyrir mitt leyti álít „íslenzkt fornbréfasafn“ eitt af allra-merkustu rit- um, sem út hafa komið á síðari árum. Og eg er viss um það, að margir, sem eru í Bókmenntafélaginu, sakna þar vinar í stað. Bókmenntafélagið er hið eina vísindafélag, sem starfar opinberlega, og það er stofnað í þeim tilgangi, að varðveita íslenzka tungu, og efla þekkingu á sögu landsins, sérstak- lega með útgáfu fornrita, og velsömdum vísindalegum ritgerðum. í þessa réttu átt hefur útgáfa fornbréfasafnsins stefnt. Og mér er spurn: Á nú að snúa við apt- ur? Nei, eg treysti því að svo verði ekki. Eg treysti hinum nýja forseta Reykjavíkur- deildarinnar, að hann í samráðum við for- seta Hafuardeildarinnar haldi félaginu í rét.tu horli, eg treysti honum, af því að mér er kunnugt um, að liann ann íslenzkri tungu og íslenzkri sögu. Annars hefur félagið opt brugðizt tilgangi sínum, eink- um á síðari árum, t. d. álít eg óþarft fyrir félagið að gefa út síðari útgáfurnar af kvæðabókum Jónasar og Bjarna, ekki af því, að eg álíti þær ekki hvora í sinni röð sóma íslenzkum bókmenntum, heldur Wtt, að engin hætta hefði verið á því, að Þær hefðu ekki gengið út — og það jafnvel betur — þótt þær hvor um sig hefðu verið gefnar út af einstökum mönnum. At' þess- ari sömu ástæðu álít eg ekki rétt fyrir félagið að gefa út biblíuljóð V. Briem. Það er miklu meiri þörf fyrir félagið að gefa út hinar elztu rímur okkar og önnur mið- aldaljóð, sem að vísu kunna að hafa verið gefin út af útlendum fræðimönnum, en eru sökum dýrleika í mjög fárra manna hönd- um hér á landi. En það er óhætt um það, að raargur er sá upp til sveita á íslandi, er einlæglega ann íslenzkri sögu og bók- menntum, og þá hina sömu svíður það sáran, að hafa ekki tök á hjálparmeðulum til að auka þekkingu sína í þessari grein. Eg er einn af þeim, sem af hjarta ann öllum fornum fræðum, elska „hið gamla og góða“, og það er föst sannfæring mín, að ef vér rækjum ekki þann bókmennta- lega arf, sem vér höfum fengið frá for- feðrunum, og hlynnum ekki að útbreiðslu hans meðal þjóðarinnar, þá er viðreisnar- vonin á veikum grundvelli byggð. Bók- menntafélagið ætti sem minnst að fást við útgáfu nýsamdra rita, nema þá vísinda- legs efnis, sem styðja að þekkingu á sögu og bókmenntum þjóðarinnar, t. d. eins og Landfræðissaga Þorv. Thoroddsens, marg- ar ritgerðir í Safni til sögu íslands, og nokkrar ritgerðir í Tímaritinu. „Skírni“ ætti félagið alveg að hætta að gefa út, og jafnvel „Fréttir frá íslandi“. Því hef- ur verið hreyft í „Þjóðólfi", að engin eptir- sjá væri í „Ritsjá útl. bóka, sem snerta ísland eða ísl. bókmenntir“, en ekki er eg á því máli; séu þær vel samdar, eins og þær voru hjá dr. Valtý, eru þær bæði til gagns og gamans1. Eg vouaðist eptir víkivaka-kvæðum frá félaginu í sumar; hvernig stendur á því, að þau koma ekki? Félagsmenn eru orðnir langeygðir eptir þeim. Að endingu óska eg þess, að félagið annaðhvort haldi áfram að gefa út forn- bréfasafnið, eða þá kaupi það af dönsku bókaverzluninni til útbýtingar meðal fé- lagsmanna. a-\-b. Um lífsábyrgð. Um allan hinn menntaða heim fer það mjög í vöxt, að þjóðfélögin eða einstakir menn koma á fót stofnunum, er gefa ein- i) í „Djóðólfi" var ritsjánum sérstaklega fundið það tjl foráttu, að þær værn óhæfilega langar, í jafnstuttu riti, sem „Tímaritið" or, enda getum vér frætt hinn heiðraða greinarhöfund á því, að hin núverandi stjórn bókmenntafélagsins hefur nýlega ákveðið, að hin árlega ritsjá í „Tímaritinu" skuli ekki lengri vera en ein örk, og það teljum vér einkar-heppilega breytingu. Ritstj. staklingnum kost á, að gera velmegun sína og ástæður, sem óháðasta eyðileggingu þeirri, er altaf vofir yfir lífi og eignum manna. Af öllum slikum stofnunum er lífsá- byrgðin ef til vill hin þýðingarmesta, þvi stærsta, en um leið fallvaltasta innstæðan eða „kapitalið“ er þó vinnukrapturinn eða lífið sjálft. Það eru flestir, að minnsta kosti hér á landi, er ekki hafa annað handa sér og fjölskyldu sinni að lifa á, en vinnu sína, og þegar þeir svo falla frá, stendur kona og börn, gamlir foreldrar og aðrir, er þeir hafa annazt, uppi allslausir, og verða handbendni sveitafélaganna, eða vandamanna sinna, vilji þeir hjálpa þeim og séu nokkurs umkomnir. Það má því með sanni segja, að það sé skylda allra, að gera sitt ýtrasta til, að sjá efnahag sinna borgið, þó þeir falli frá, og það eru líka flestir, er láta sér annt um það, en það er margur, er ekki gætir að því, að hægasti og óhultasti veg- urinn til þess, er að tryggja líf sitt, svo erfingjarnir við lát manns fái útborgað fé, er þeir geti haft sér til framfærslu. Það er margur, sem segist heldur vilja leggja það, sem hann geti sparað saman í sjóð, og láta það standa þar á vöxtum, en að brúkaþað til þess, aðtryggjalífsitt, en hann gætir ekki að því, að það hvað mik- ið hann sparar saman á þann hátt, er háð því, hvað lengi hann lifir til þess að leggja inn þessa árlegu upphæð, þar sem lífsá- byrgðin er upphæð, er hann strax tryggir sínum útborgaða,1 þó hann félli frá svo að segja samstundis. Þar að auki draga menn miklu fremur saman það fé, er þeir vita að þeir eiga að borga, en sem annars opt mundi verða þeirra eyðslufé, er hvergi sæi stað. Það eru flestir, er ekki finnst þeir þurfa að tryggja líf sitt meðan þeir eru ungir og fyrir engum hafa að sjá, en með- an maður er ungur, eru iðgjöldin lægri og maður hefur í rauninni lagt upp fé til þess tíma, er hann á erfiðara með að missa það. Það er margur, er i alla staði viður- kennir þýðingu lífsábyrgðarinuar bæði fyr- ir einstaklinginn og félagsheildina, en sem þykir þetta svo ísjárvert að binda sig æfi-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.