Þjóðólfur


Þjóðólfur - 18.01.1895, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 18.01.1895, Qupperneq 2
10 Ræða R. B. Anderson’s prófessors. [Haldin vi5 komu „Víking8“, hins norska drekaskips til Milwaukee 1 júlí 1893J. Matth. Jochumsson þýddi. Vinir og landsmenn mínir! Það er snjallræði að byggja víkingaskip þetta og gera út og senda vestur um ver, oss til fróðleiks og fagnaðarauka á þessari afmæl- ishátíð hins fræga Columbuss. Tel eg það sæmd fyrir mig, að mér er boðið að taka hógværa hlutdeild í þeim hugheilu fagn- aðaróskum, sem höfuðstaður Wisconsin- ríkis býður þessurn víkingum hinnar 19. aldar. Það má og kalla bezt fallið, að þess- ar fegins-viðtökur fari fram í skjóli og skugga minnismerkis Leifs Eiríkssonar. Vér erum hér samankomnir til að fagna ferðalokum yfir Atlantshafið með sigri og sæmd, í nákvæmri eptirmynd af fornu vík- ingaskipi, er grafið var nýlega úr jörðu á Noregsströndu, en ferðina hefur gert hinn hugprúðijkapteinn Magnús Andrésson (Anderson) og hans vösku hásetar, sum- part til þess að sýna menningarstig og far- mennskulist manna á víkingatímanum, en sumpart og einkum til að víðfrægja Ame- ríkufund hins norska fornmanns Leifs Ei- ríkssonar árið 1000 eða 500 árum á undan Columbusi. Kapt. Anderson og félagar hans vildu sýna og sanna, að sigling til Vínlands hins góða á slíku skipi, er full- komlega gerleg, enda hefur þeim tilraunin tekizt í alla staði ágætlega' vel. Með yðar furðulegu hugprýði og ham- ingjuför, hafið þér nú kæri kapteinn And- erson, unnið allsherjar frægðarálit, Leifi Eiríkssyni og öðrum norskum landfunda- mönnum, en einnig og jafnframt áunnið handa sjálfum yður sæti í sögunni, meðal hinna vöskustu drengja yðrar stéttar og kynsmanna. Þetta nýstárlega skip, sem þarna ruggar sér á höfn vorri, leiðir oss lifandi fyrir sjónir Orm hinn langa, þann er Ólafur konungur Tryggvason lét Þor- berg gera, hinn nafnkunna smið, sem flest- ir kannast við af sögunum. Kjölur Orms hins langa var 140 fet; var til hans mjög vandað alit efni; voru þóptur hans 34 og stafnar báðir alrendir skíru gulli. Ormur- inn langi gaf Longfellow efni í eitt hið fegursta kvæði, „Bygging skipsins“, sem liggur eptir þetta andríka skáld. Allur mannjafnaður er óvinsæll, segir Shakspeare, enda ætla eg ekki og vil held- ur ekki með nokkru einu orði rýra stór- frægð þá, er hinn mikli, ódauðlegi Christ- opher Columbus á með réttu. En einung- is vil eg benda á það, að þetta víkings- skip fór alla leið frá Skotlandi til Nýfundna- lands á 22 dögum, og var það eins fljót ferð, eins og nokkur seglskip sigldu fyrir 40 árum síðan. Víkingaskipin norrænu þola fyllilega samanburð við skip annara þjóða, sem notuð hafa verið á síðustu öld- um, til umsiglingar jarðarhnattarins, enda voru að öllu vel löguð til siglinga á stór- höfum. Þau voru í sannleika fullt eins dugandi hafskip, eins og hinar ólögulegu galeiður (caravels) Columbuss. Fornsög- urnar segja oss, að liinir gömlu Norðmenn kunnu fullkomlega að meta gildi farmanna- listarinnar. Þeir kunnu að telja gang sólar og tungls og miða tíma við gang stjarna; og hér í nálægð þessa mikla minnismerkis, í hjáveru þessara ungu víkinga, á vel við að segja, að það voru hinir fornu norrænu víkingar, sem kenndu heiminum að sigla yfir úthöfin. Einn hinn ágætasti sagna- meistari er á mínu máli, þá er eg segi, að aðrar þjóðir Evrópu kunnu ekki meir í formennsku, en að sigla með ströndum fram. Norðmenn, og fremstur allra Leifur Eiríksson, kenndu mönnum hafsiglingar. Þeir kenndu að fara mætti langt úr land- sýn, og að því leyti megum vér að minnsta kosti segja, að Norðmenn hafi rutt veginn fyrir hinum mikla Columbusi. En vera má, að sumum þyki, að eg beri helzti mikið lof á hina fornu víkinga. Þér munuð margir lesið hafa um hinar tíðu öldur norrænna víkinga, sem skullu á ströndum Englands og annara landa, með óþrotlegu ofstopaæði, um þær hinar harðsnúnu sveitir, runnar af freðnum lend- um norðurheimsins, sem féllu eins og engi- sprettur yfir suður- og vestur lönd Evrópu, hristu veldi Bómverja til grunna og um- skópu löndin, að þær hafi eingöngu verið herskáir, blóðþyrstir, hundheiðuir hervík- ingar. Eg svara, að sannleiki sögunnar mæli þar mjög í móti. Að vísu lýsa Engel- saxar og franskir annálamenn Norðmönn- um, einsog djöflum og villimönnum, trúar- og lagalausum ófreskjum, án allra mann- legra tilfinninga, kalla þá eiturflugur og bitvarga, óða úlfa óseðjandi af blóðþorsta, sísólgna í manndráp og spellvirki; eu þá megum vér muna eptir, að þar tala sigr- aðir menn um sigrendur sína, enda bera þeir þráfalldlega í mót vituisburði sjálfra sín, og lofa þessa varga og eiturflugur, eigi einungis fyrir hreysti og atgervi, held- ur og fastheldni við orð og eiða. Ef þér læsuð rit hins fróða norska sagnafræðings Sars og fornsögur Norður- landa, munduð þér fá miklu betra álit á víkiagunum. Þá munduð þér sjá, að það var eigi eintóm græðgi í herfangið, sem dró Norðmenn í víkingu, heldur betri hvatir. Þeir lögðust í víking meðfram til þess að afla sér frægðar og frama. Slík- ar ferðir þóttu vera skóli fyrir unga menn, er stórættaðir voru, þar sem þeir skyldu læra að vinna afreksverk og ná menn- ingarþroska með því að sjá siðu annara þjóða. Víkingar voru optlega kaupmenn og fardrengir, og þegar þeir komu heim og höfðu fengið fé og frama, settust þeir um kyrt og þjuggu búum sínum sem friðsamir og löghlýðnir borgarar, að öllu líkir nágrönnum sínum, utan einungis því, að þeir voru betur siðaðir og bjuggu rík- mannlegar en þeir; en fyrir hinu finnst hvergi sönnun, að siðir víkiuga hafi verri orðið eða að vaxið hafi ójafnaður þeirra við hernaðinn. Hiuir eugilsaxnesku og frönsku rithöfundar segja, að þeir hafi verið menn furðulega tregir til að bindast sáttum eða sammálum, enda hafa þeir líka verið manna trauðastir til að rjúfa sátt- mála þá, er þeir einu sinni höfðu gert. Sín á milli sýndu þeir æ hinn fastasta félagsskap og létu gjarnau lífið í sölurnar hver fyrir annan. í allri þeirra hegðan og æði kom fram stjórnsemi, einnig og trúmennska, enda var sigursældin þessum kostum að þakka. Þegar Hrólfur vann Normandí, var einhver manna hans spurð- ur að, hver væri höfðingi þeirra, svaraði hann: „Vér höfum engan höfðingja, vér erum allir jafniugjar“. Þeir voru her- menn, sem kosið höfðu fyrirliða, og sá fyrirliði mátti treysta fylgi þeirra. Þegar í raun kom, stóð hver þeirra kyr í sínu rúmi. Þessi stjórnsemi, er menn fúslega hlýddu og samþýddu þrekinu, hún sannar, að þeir höfðu siðgæðiskrapta, sem engir „barbarar“ eiga. Slíkur frelsisins vísir var það, sem var gróðursettur í Norðmandíi, enda urðu það Norðmenn, sem fyrst hófu bókagerð á Frakklandi. Slíkur var sá frelsisvísir, sem síðar spratt upp og bar ávöxt í frelsisskrá Englands (Magna Charta), og sem loksins bar sinn fulla blóma í vorri amerísku stjórnarskrá (Declaration of Independence), og þannig fór það, að hið litla atvik, að Hrólfur og menn hans fengu eignarráð yfir hinum hálf-eyddu Signubökkum, hefur orðið einhver hinn mikilhæfasti atburður allrar miðaldar- og nútíma sögunnar. (Niðurl. næst). Itosmlivalanesi 8. janúar: Um kvöld- ið 28. f. m., var hér mesta ofsaveður af suðvestri, sem gerði talsverðar skemmdir

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.