Þjóðólfur - 01.02.1895, Blaðsíða 2
18
Ungverjaland. Konungur þeirra Ung-
verjanna, Jósep Austurríkiskeisari hefur
vikið ráðaneyti sínu frá völdum að óvilja
þingsins vegna kirkjumálanna, sem sagt
hefur verið frá í Þjóðólfi áður. Enn þá
hefur engum tekizt að setja saman nýtt
ráðaneyti.
Dr. Wekerle, sem frá fór, hefur getið
sér mikinn orðstír. Hann er spekingur
að viti og harðsnúinn og málafylgjumað-
ur mikill; í öllum frumvörpum hans hefur
komið fram frjálslyndi svo mikið, að eng-
inn ráðherra í Evrópu þykir jafn frjáls-
Iyndur nema Roseberry Bretajarl.
Danmörk. Hér er það helzt títt, að
miðlunarmenn hafa slegizt í lið með hægri-
mönnum, og fylgjast þeir nú að öllum
málum að heita má. Hið síðasta afrek
þeirra er kosningarlög. Svo stendur á,
að nú eru miklu færri menn á þingi en
stjórnarskráin mælir fyrir; 1890 lagði
stjórnin til, að fjölga þeim á þá leið, er
stjórnarskráin segir, en það var fellt. Nú
kom annað frumvarp frá henni; eptir því
eru þingmenn langtum færri en þeir eiga
að vera, og kjördæmum þannig bylt og
breytt, að hægri- og miðlunarmenn hljóta
að hafa sigur við næstu kosningar.
Þetta tiltæki mælist hið versta fyrir
og fundir hafa verið haldnir mjög margir,
einkum hér í Höfn til að mótmæla þess-
um tiltektum.
Gamii Högsbro steig af forsetastóli,
þegar er frumvarpið var samþykkt, og
heitir sá Easmus Claussen, miðlunarmað-
ur, er kosningu hlaut. Hann var allra
manna rauðastur um 1880, en er nú tek-
inn allmjög að hvítna. Enginn skyldi
hafa haldið það, sá er var hér um 1885,
að tíu árum síðar væru hægrimenn í for-
setasæti í fólksþinginu.
Prófessor Johnstrup, sá er fór til Dyngju-
fjalla, merkastur jarðfræðingur með Dön-
um, síðan Forchammer leið, er nýdáinn.
Ítalía. Crispi hefur slitið þingi. Svo
stóð á því, að Gíolitti, alræmdur af Banca
romana-málinu, lagði fram skjöl á þingi,
er haldið hafði verið leyndum hingað til.
í þeim steDdur, að Crispi og kona hans
hafa gengið í bankann eins og bæjarlæk-
inn og aldrei goldið aptur einn eyri. Þá
varð óp mikið um endilanga Ítaiíu, en
Crispi jlét ekkert á sig bíta, rak þing-
menn burt og sagðist ekki geta unnið með
þeim óróaseggjum. Þá höfðaði hann og
mál móti þeim Giolitti, og gengur þar nú
ekki á öðru en málsóknum og útlegðar-
dómum. Giolitti flýði úr landi. En Crispi
situr í trausti konungs, og heldur nú
hverja stórhátíðina á fætur annari, því að
döttir hans er að gipta sig.
önnur lönd. Af stríðinu í Asíu er
það að segja, að Japanar hafa unnið virki
það, er heitir Port Arthur, allra kastala
sterkastan; er sagt, að þeir hafi þá sýnt
frábæra grimmd og hreysti, en Kínverjar
drápu þá herforingja, er af komust en
hýddu liðsmenn. Nú hafa Japanar þegar
unnið svo mikið, að ekki varnar þeim
annað en vetrarríki að taka Peking, höf-
uðborg í Kína. Annars eru allar fregnir
af þeim atburðum svo mjög á reiki, að
naumast eru eptir hafandi.
Frökkum þótti meykóngurinn á Mada-
gaskar misbjóða sér, og sendu þangað her
manns. En ennþá vita menn ekkert um
aðgerðir r,þess liðs, því að fréttaþráður er
ekki lagður þangað ennþá. Allir búast
við því, að þeir taki eyna. Það er víst,
að stjórn Frakka er dugmikil, en illa mæl-
ist það fyrir, hversu þeir finna sér allt tll
og slást uppá varnarlítil ríki að rauna-
lausu.
í Noregi hefur staðið hiu harðasta
kosningahríð og unnu hvorugir á öðrum.
Vinstrimenn hafa jafnmikinu meiri hluta
og áður, en eptir er að kjósa í 2 fylkjum,
þar sem kosning var rekin aptur fyrir
rangindi hægrimanna. Vinstrimenn hafa
unnið mikinn sigur í bæjarstjórnarkosningu
í Kristjaníu, og hugsa sér nú gott til glóð-
arinnar, að hleypa úr stýflunum.
í Danmörk er öll pólitik á apturför,
og hér situr hvert gamalmennið öðru ofar
í völdunum; í Noregi er allt á ferð og
flugi, og öllu fleygir fram. — Þeim er
ólíkt farið í mörgu, Dönum og Norðmönnum.
15. janúar.
í gær féll Ðupuy ráðherra, og ráða-
neytij hans við atkvæðagreiðslu í neðri
deild. Dagskráin, sem stjórnin hafði sam-
þykkt, var felld með 263 atkv. mót 241.
í morgunblöðunum segir svo um fricfar-
skilmála Japansmanna:
1. Kórea skal vera óháð, undir vernd
Japana.
2. Kína leggur niður margar flotahafnir,
þar á meðal Port Arthur og Wei-
Hai-Wei.
3. Japan ræður, hve mörg herskip Kín-
verjar mega hafa, og hvernig byggð.
4. Stórfé í herkostnað.
5. Kína lætur nokkrar eyjar af hendi og
6. Skulu Japanar og Kínverjar vera vin-
ir og gera samband milli síu til sókn-
ar og varnar.
Nýtt ungverskt ráðaneyti er sezt á
laggirnar, stýrimaður heitir Banffy.
Fjársölumálíö.
Út af grein þeirri, sem stóð 25. þ. m. í „Þjóð-
ólfi“ frá herra Baldvin Gunnarssyni í Höfða, sem
tjáir sig hafa verið við böIu á tveim fyrstu fjár-
förmunum, sem seldir voru á Englandi næstliðið
haust, bið eg yður, herra ritstjóri, að ljá eptir-
fylgjandi rúm í blaði yðar.
Höf. greinarinnar lýsir það ástæðulausa tilgátu,
„að þeir, sem áttu hið selda fé, hafi fengið hærra
verð fyrir það frá þeim Zöllner og Yídalín en það
seldist fyrir á markaðinum að frádregnum kostn-
aði“. — „Eg var heyrnarvottur að hverju boði, sem
gert var i féð“, segir höf. greinarinnar, og „skrif-
aði hjá mér um leíð boð þau, er gerð voru, og
nöfn kaupenda“.
Úr því höf. skrifaði boð þau, er gerð voru í
féð, — hvers vegna skýrir hann þá ekki frá því,
hvað féð seldist fyrir á markaðinum?
Höf. hefur einmitt sömu aðferðina og hinir, sem
ritað hafa um fjársölu Zöllners-Vidalíns, að segja
frá því, hvað bændurnir fá fyrir féð, að frádregn-
um kostnaði, en leyna sjálfu markaðsverðinu. Og
ástæðan var nóg fyrir greinarhöf. að skýra frá
markaðsverðinu, þar sem grein mín setur mest út á,
að hinir greinahöfundarnir gerðu pað ekki.
Það hlýtur að vera mesta launungarmál þetta
markaðsverð á islenzku fé á Englandi. Neweastle-
blöðin t. d. forðast að nefna markaðsverðið á ís-
lenzku fé, sem þau annars eru vön að skýra frá,
en lýsa því, að fé Zöllners hafi selzt vel, um leið
og bent er á ófarir Eranz til samanburðar. Það
er rétt eins og Zöllner sjálfur gefi slíkar skýrslur,
sem er all-sennilegt, því blöð erlendis fá vanalega
slíkar skýrslur frá viðkomendunum sjálfum.
Hvernig getur höf. greinarinnar borið um, að
bændur hafi ekki fengið hærra verð fyrír féð að
frádregnum kostnaði, en bændum bar? Gerði
höf upp sölureikningana með Zöllner? Og voru
allir kostnaðarreikningarnír lagðir fyrir höfundinn?
Það er harla ólíklegt, en hitt er líklegra, að höf.
hafi getað vitað um, hvað féð seldist fyrir á mark-
aðinum, og frá því verði hefði hann átt að skýra.
Það getur vel verið, að merkin á norðlenzka
fénu séu svo glögg, áð hægt sé að lesa úr þeim,
þegar til Englands kemur, en það vill ekki reynast
svo á Suðurlandi, enda tók eg dæmi af fjármerk-
ingu þar eptir eigin reynslu.
í hverju er þá hin norðlenzka fjármerking frá-
brugðin merkingu hér? Og hversu lljótt mundi
gauga að losa skip í NowcaBtle, sem hefði 9000 fjár
innanborðs, þar sem merkingin væri jmist,brenni-
mörk á hornum eða spjöldum og ýms dauf eða af-
máð merki i ullinni, og greina ætti féð sundur
um leið og það færi í land, eins og höf. segir að
gert sé.
Það mundi taka svo langan tíma, að helming-
ur fjárins mundi komast í mestu hættu eða drep-
ast. Nú var einmitt fjárfarmur sendur af Suður-
landi í haust, sem var 9000, og var féð með sunn-
lenzkri merkingu, þar á meðal brennimörkum og
Bpjaldmerkingu.
Höf. segir, að rýrustu kindurnar hafi verið seld-