Þjóðólfur - 08.02.1895, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 08.02.1895, Blaðsíða 2
26 vera „pesthættara", sem kallað er, á einni jörð en annari. Sama á sér einnig stað í Noregi, að því er dýral. ívar Nielsen seg- ir í „Norsk Landm.b!.“ 11. árg. 1892. Hann álítur að þetta geti, að nokkru leyti orsakazt af því, hve óvarlega hafi verið farið með hið pest-dauða fé, af því, að menn hafi haldið, að sjúkdómuriun væri ekki „smittandi11. Því meir, sem eg hugsa um bráðapestina, því fleiri vafaspurningar rísa upp í huga mínum. Hvers vogna fer pestin helzt í það feitasta og fallegasta af fénu? Hvernig stendur á því, að hún leggst meir á sauði en ær? Hver er or- sökin, að hún drepur einna mest fé á ann- an vetur? Hvað er það, sem veldur pest- j inni? Meðan bráðapestin er ekki rannsök- | uð af dýralækni, hljóta þessir og fleiri svipaðar spurningar, að standa óráðnar. Og allt svo lengi þær ekki eru leystar, hljótum vér að líða hinar þungu búsifjar bráðafársins, og standa vopnlausir gegn óvin þessum. í næsta kafla mun eg geta hins heizta, er gert hefur verið til að rannsaka bráða pestina, og um leið sýna, hvað nú ber að gera í þessu efni. fram úr öðrum skara í jarðabótnm og öðr- um nytsömum umbótum, sem blöðunum ber að gjalda verðugt lof í eyru þjóðar- innar. Eg tek upp aptur jarðabótum og öðrum umbótum, því ekkert hrós ber þeirn, sem bjargálnamenn eru eða jafnvel ríkir, en kosta ekki nokkrurn dagsverkum eða tugum króna til jarðabóta eður annara um- bóta. Það liggur næst að álykta, að þeir viti ekki af kröptunum í sjálfum sér, eða þeir hafi litið um öxl á lífsskeiðinu og orð- ið að steinum. Þótt, margir vorir nýtustu bændur séu ei framgjarnir, þá geta blöðin verið sér úti um upplýsingar um þá, og öllu við- feldnara er að lesa slíkar línur að þeim lifanrli, en látnum. Meiri betrandi áhrif á hugsunarhátt þjóðarinnar myndu þær hafa, en vandlætingaþulur „ísafoldar“. Blöðiu brýna aldrei um oí fyrir bænd- um, hvílík nauðsyn er að vinna sem fyrst og mest að jarðabótum, að sérhver, er þær gerir elskar þjóðina — vinnur Jcœrleiks- verJc. Á Dorláksmessu 1894. Norðmýlingur. „Vex hver við vel kveðin orð“. Þessi forni málsháttur kom mér í hug, þá eg las grein í 52. tölubl. „Þjóðólfs“ þ. á., með yfirskriptinni: „Eptirbreytnisverður dugnaður,,, því hvað hvetur samtíðarmenn vora meira til framkvæmdarsemi í jarða- bótum og öðrum umbótum, en það að hljóta verðugt lof fyrir dugnað siun, í lifanda lifi. Því fleiri atorkumenn sem laud vort byggja, þess betur farriast þjóð vorri. Ætt- um vér því, að stuðla til þess með ráðum og dáð, að þeim fjölgi sem ailra mest. í þá átt vinnur styrktarsjóður Kristjáns kon- ungs IX. og búnaðarstyfkurinn. Sú var tíðin, að forfeður vorir mátu meira heiður en fé, og má ætla, að enn eldi eptir af þeim tilfinningum hjá niðjum þeirra. Með því að blöðin eru tunga þjóðarinnar, þá ætti það vera eitt af markmiðum þeirra, að haida á lopti heiðri samtíðarmanna þeirra, sem fram úr öðrum skara, þótt venja hafi verið að „úthrópa“ lof þeirra alls ekki fyr, en að þeim látnum; stéttar- bræður þeirra á hinum landshornunum hafa ei mátt um þá vita, fyr en þeir væru komnir undir græna torfu. Þetta sýnist að vera öfugt og ekki laust við hræsnisblæ. Með því að hagsæld þjóðarinnar fellur og stendur að miklu leyti með bændunum, þá eru það sér í lagi þeir bændur, sem Mr. Franz, fjárkaupmaðurinn enski, er kom nú með póstskipinu og fór aptur með því, ætiar að kaupa hér-fé að hausti, eins og í fyrra. Verður hr. Sigf. Eymunds- son aðstoðarmaður hans við fjárkaupin. Má telja það einkar mikilsvert, að við- skipti þessi fóru ekki út um þúfur við ó- höpp þau, er Mr. Franz hreppti á síðasta fjárfarminum í haust, og mundu þá marg- ir hafa lagt árar í bát. Er vonandi, að landsmenn að sínu leyti styðji að því, að fæía ekki þessa viðakiptamenn burtu með óbilgirni eða hrekkvísi. Það borgar sig aldrei til lengdar. Póstskipið „Laura“ fór héðan áleiðis til Hafnar 5. þ. m. Með því tóku sér far: kaupmennirnir Friðrik Jónsson, Th. Thor- steinsson W. Christensen, og W. Ó. Breið- fjörð héðan úr bænum, Ólafur Árnason af Eyrarbakka, P. J. Thorsteinsson frá Bíldu dal og Thor Jensen af Akranesi, ennfrem- ur cand. jur. Einar Benediktsson, Björn Guðmundsson múrari og Mr. Franz enski fjárkaupmaðurinn. Háinn hér í bænurn aðfaranóttina 6. þ. m., Haýiiði Guðmundsson (frá Engey Péturssonar) ýerzlunarmaður (um 30 ár) við Knudtzous verzlun, vandaður maður og vfil látinm ’Tíann var kvæntur Friðriku dóttur LudV. A. Knudsen verzlunarm., og eiga þau mörg börn á lífi. Slysfarir. Hinn 19. des. f. á. hvarf smaladrengur frá Skíðastöðum í Laxárdal í Skagafirði. Hann hét Friðrik FriðriJcs- son bónda frá Úlfagili í Húnaþingi. Dag- inn sem hann hvarf var veður gott og leysing mikil, en á ein (Grímsá) liggur þar miílum beitarhúsa og bæjar og er gctið til, að hann hafi farizt í henni. í sama mánuði drukkuaði drengur í Fljótum; fór á skautum yfir stöðuvatn og renndi í vök. Sæmdarvottur. Það heí’ur láðzt eptir að geta opinborlega urn sæmdarvott nokkurn, er óðalsbónda Jóni Magnús- syni á Broddanesi var sýndur af sveitungum haus og vinum á 80. afmælisdag hans 16. april f. á. — Var honum þá af sóknarprestinum (séra Arnóri Árnasyni á Felii) færðir gripir tveir, silfurbúinn stafur og silfurdósir haglega gerðar; var á stafinn grafið nafn hans og sömuleiðis dósirnar, og auk þess þessi orð: „Frá sveituugum og vinum á 80. afmælisdegi hans 16. apríl 1894“. Flutti prestur- inn honum ásamt gripunum heiliaóskir gefendanna og þakklæti fyrir heiðarlegt og velunuið æfistarf; en hann þakkaði sem bezt gjöfina. Jón óðalsbóndi Magnússon hefur búið mestallan búskap sinn á eignarjörð sinni Broddanesi, bjó hann á fyrri árum rausnarbúi, enda var hann dugnaðarmaður mesti og sívinnandi. Á siðari árum hafa efni hans reyndar gengið til þurð- ar og er það að vonum, þar sem hann hefur verið sjónlaus um 20 ár, og því orðið að sjá allt með annara augum, á þeim árum kostað son sinn í skóla (séra Björn á Miklabæ), ferðast sjálfur til Kaupmannahafnar til þess að fá bót á sjónleysinu (sem varð þó árangurslaust), með fleiri erfiðleikum og tilkostnaði, sem f'yrir haun hefur koinið, og nú í ár i félagi við tengdason sinn, Sigurð búfræðing Magnússon, hýst bæ sinn með miklum kostnaði, svo að á Broddanesi er nú þegar orðinn einhver bezt hýstur bóndabær í sýslunni. Það er einkennilegt við Jón Magnússon, hve vel hann fylgist moð tímanum og með hvílíkum áhuga hann fylgir Ollum framfarauiálum, miklu fremur en flestir yngri menn, þótt heilskygguir séu; lætur hann því lesa fýrir sig allar bækur, er hann á kost á, svo sero þiugtíðindin, dagblöðin og annað þess konar. Pað er og aunað einkennilegt við Jón, að þrátt fyrir sjónleysið hefur hann ekki látið af að vinna, en stundað smiðar af miklu kappi allt til þessa dags; smíðar hann meisa, hrip, am- boð og ýmsa fleiri búshluti, og er það svo vel gcrt, að ókunnugum þykir ótrúlegt, að það sé blinds manns verk. Svo er Jón ern, að hann gengur fuil- um feturn bæja á milli, ef hann er leiddur, og ekki hikar hann sér við að ríða svo hart, sem vera skal, hvort heldur er sumar eða vetur. Þess má geta, að kona Jóns, Guðbjörg Bjarn- ardóttir, er hin inesta merkiskona, og um leið og nafn hennar er nefnt, verður því ekki gleymt, að heimili þeirra hjóna hef'ur verið og er aðdáanlegt gestrisnis- og greiða-heimili, enda mun gjafmildi og höfðingskap Guðbjargar, sér í lagi við alla fátæka, halda minningu hennar á lopti um ókomna tíma. 1-—

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.