Þjóðólfur - 08.02.1895, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 08.02.1895, Blaðsíða 4
28 H. S. v- Dittens Piller. Fortrinlig styrkende, oplivende og regnlerende Middel for en evækket og træg Mave, udmærket ved Forstyrrelser i Underliveorganerne, Leversygdomme, Haemorr- hoidebesværligheder eto. Attesteret og anbefalet af 12 af Kristianias förste Professorer og Læger. Anvendt i de sidste 25 Aar af Professorer og Læger og anbefalet som et billigt og uskadeligt Middel. Bestanddelene angivne. Leveres i originale, fabrikmærkede og med Brugsanvisning forsynede Æsker á 1 Krone. Faas i de íleste Apotheker i Skandinavien. Apoteker I. Sell, Kristiania, Norge. Enefak>rils.ant. 1 laugardaginn 9. febníar, kl. 8, rerður leikin: Frænka Charleys, gamanleikur í þremur þáttum eptir Brandon Thomas. Leikurinn fer fram í Oxford. Frænka Charleys hefnr verið leikin um alla Norð- urálfu síðustu tvö ár, og optar en 100 sinnum á sumum leikhúsum með fullu húsi. Búnaðarskólinn á íívanneyri. Þótt frestur sá sé þegar liðinn, sem ákveðinn er í reglugerð búnaðarskólans á Hvanneyri, 14. febr. 1890, til þess að senda amtmanni bænarskrár um aðgang að skól- anum, vil eg samt enn veita bænarskrám hér að lútandi móttöku til 15. marzmán- aðar næstkomandi, og skal þess getið, að nokkur líkindi ern til þess, að efniiegum lærisveinum yrði veittur styrkur til náms bókakaupa. íslands Suðuramt, Reykjavík, 5. febrúar 1895. J. Havsteen. Brnkuð íslenzk frímerki eru keypt í verzlun Sturlu Jónssonar. í flarveru minni bið eg mína heiðr- uðu sldptavini að snúa sér til herra Sveins Ouðmundssonar frá Mörk á Akranesi, sem afgreiðir öll verzlunarmálefni fyrir mína hönd og þannig á meðan undirritar per procura. p. t. Reykjavík 4. febrúar 1895. Thor Jensen. ZE3ggjapúlver, gerpúíver, hjartarsalt, cornflour, buddingahlaup, sundmagalím (husblas), vanille, glycerin, citronolía, maskínuolía, sultutau, apricots, ananas, perur, tomater, sardínur, lax, ostrur, uxa- tungur, humrar, pikles, capers, flsk- og kjötsósa fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Allskonar farfi, fernis, terpentín- olía, chellakk, copallakk, kítti og ruðugler fæst í verzlun Sturlu Jönssonar. • Ekta anilínlitir |H •pH fást hvergi eins góðir og ðdýrir eins og S5 ^■H •pH í verzlun SS a c3 Sturlu Jónssonar K Aðalstræti Nr. 14. & i—• eH- tr • Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes íorsteinsson, cand. theol. FélagsprentBmiðj an, 14 Hann var snúirm heim á leið; það var orðið dimmt af nóttu, norðanstormur, og hríðarél í fjöllum; hann skalf og nötraði af kulda; svona komst hann heim á hlaðið á prestssetrinu. Hann gekk heim á hlaðið. Bæjardyrnar voru lok- aðar. Hann gekk að stofuglugganum og horfði inn. En hann gat ekkert séð fyrir myrkrinu. Þar var inni það, sem hann þurfti með í þann svipinn: matur: harður fiskur og mör við. Hingað til hafði Bjarni verið ráðvandur maður; hann hafði aldrei tekið neitt., sem hann átti ekki; en hvað átti hann nú að gera? Þörfin, neyðin, hungrið skipaði honum nú með harðri hendi að stela — brjótast inn og stela lífi handa konu sinni og börnum og sjálfurn sér. Hann stóð lengi við dyrnar, gekk tvö, þrjú spor nær glugganum, og frá honnm aptur; hann reyndi til að hugsa, og gera sér grein fyrir, hvað það væri, sem hann ætlaði að gera; hann vissi að það var rangt; hann fann, að hann átti að brjótast á móti freistingunni, og fara, taka til fótanna, og flýja, þjóta eitthvað út, í busk- ann, langt, langt í burtu, út í myrkrið. Og svo gekk hann suður fyrir bæinn; svo fram á hlaðið aptur. Svo ringlaðist öll hugsun fyrir honum; hann sá ofsjónir: konu sína máttfarna og skjálfandi, börnin veinandi í 15 dauðateygjunum; svo ruglaðist hugsunin alveg; hungur- tilfinningin bar allt annað ofurliði. Honum uxu kraptar um helming; það sló út um hann þvölum svita, en hrollurinn af kuldanæðinginum minnkaði ekki að heldur; hann gekk að stofuglugganum, tók í grindina, og rykkti henni út með einu snöggu taki; hann leit á gluggann í hendi sér; svo reisti hann gluggann rólega upp framan við þillð- Svo fór hann að troða sér inn um glnggann; það tókst eptír langa mæðu, því nð glugginn var þröngur; loksins náði hann höndunum niður, og svo gat hann bylt sér inn á gólfið. Þa* stóð hann upp. Hann þreifaði fyrir sér; hann fann skjótt mörvana á kistunni, og handlék þá; síðan tók hann minni mör- inn, þann sem hafði verið eytt af, og stakk honum í barm sinn; svo tók hann fimm sraáfiska við kistugaflinn. Þetta gerði hann svo rólega og tilfinningarlaust, eins og hann væri að lögmætu verki. Hann raðaði smá- fiskunum í vinstri hönd sér, þreifaði upp skrána, og opnaði stofuhurðina með hinni, og staulaðist út; svo opnaði hann bæjarhurðina og smaug út, og hallaði henni aptur á eptir sér. Þá þaut upp hundur með gjammi miklu inn í göng- unum. Við það var eins og honum væri geflð utan undir;

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.