Þjóðólfur - 08.02.1895, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 08.02.1895, Blaðsíða 3
27 Jafnaldri Napdleons mikla, Nikulás A. Savin, er áður hefur verið getið um hér í blaðinu, andaðist í Saratow á Rúss- landi 12. desember f. á. 126 ára gamall, Hann var borinn og barnfæddur í París 1768, og því rúmlega tvítugur í stjórnar byltingunni miklu 1789 og hafði opt séð Mirabeau en verið kunnugur Robespierre. Hann var með Napóleon á öllum herferð- um hans til 1812, því að þá tóku Kósakk- ar hann höndum austur á Rússlandi og kom hann ekki heim til Frakklands eptir það, eu dvaidi um 50 ár í Saratow og hafði ofan af fyrir sér með kennslu. í hitt eð fyrra veitti Alexander keisari hon- um ofurlítil eptirlauu og i sept. síðastl. sendi Frakkastjórn honum St. Helenu minn ispeninginn með mynd Napóleons og þeirri áritun: „Napóleon I., til frægra föru- nauta. Siðasta hugsun hans. Sainte Hel- ene 5. 5 1821“. Að líkindum er nú eng- inn framar á lífi, er man stjórnarbylting- una miklu 1789, og þá atburði, er á þeim árum gerðust á Frakklaudi. Á háskóliinum í Helsingfors á Finn- landi stunda nú 105 konur nám, en 73 í fyrra. Fiestar lesa sögu, málfræði, nátt- úrufræði eða stærðfræði, 7 lögfræði, 5 lækn- isfræði en að eins ein guðfræði. Stærsta tré í heimi er gúmmítré („Eucalyptus amygdalina“) i Ástralíu um 400 fet á hæð, og um 80 fet að þvermáli. Til þess að jafnast við þessa hæð, þyrftu 67 menu, er hver væri 3 álnir á hæð, að standa hver upp af öðrum. Aktiengeseílschafi vormals Frister & Rossmann í Berlín selur hinar beztu Singers-saumavólar. Einka-útsölumaður á öllu íslandi: Sturla Jónsson. Ljósmyndir. Með „Laura“ fékk eg beztu Ijósmynda- efni, og er nú byrjaður að tika royndir. Allur frágangur eptir nýjustu tízku. Verðid lœgra en nolckurdaðar á Islandi. Aug. (fuðmundsson. Skófatnaöur, vandaður og ódýr, ný- kominn í verzluu Sturlu Jónssonar. Hár-ölixírinn kominn aptur í verzlun Sturlu Jónssonar. í verziun Ólafs Árnasonar á Eyrarbakka fæst: Rúgur, bankabygg, grjón, hveiti nr. 2, mais, kaffi, Norn al- kaffi, sykur, tóbak, brennivin, kramv^ra af ýmsum sortum og margt fleira með lægra veröi en annar taðar gerist. Ullarnærfatnaöur fyrir karlmenn og kvennmeuu fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Seldar óskllakindur í Þingvallalii'eppi liaustið 1894. 1. Hvít ær, tvævetur, niark: sneitt apt. h.; sneitt apt., biti fr. v. 2. Hvítur sauður, tvævetur, mark: blaðstýft apt., biti fr. h.; 2 stig fr. v., brennim.: SOP á h. horni (ólæBÍIegt á v. horni). 3. Svartbotnótt gimbrarlamb, mark: tvístýft apt., biti fr. h.; blaðstýft fr. v. 4. Hvítt gimbrarlamb, mark: sneitt apt. v. 5. Hvítt hrútlamb, mark: tvístýft apt. h., sýlt v. 6. Hvítt geldingslamb, mark: sýlt, standfjöður apt. b.; stýft, bálftaf fr. v. 7. Hvítt gimbrarlamb, mark: sneitt apt. h.; 2 stig apt. v. 8. Hvítt gimbrarlamb, mark: stýft, hálftaf apt. h.; biti fr., gat v. Þeir sem sanna eignarrétt sinn til ofangreindra kinda fá andvirðið að frádregnum kostnaði hjá undirskrifuðum til voturnótta 1895. Hrauntúni 28. desember 1894. Jóuas Halldórsson. 16 hann tók til fótanna og hljóp; þau hlaup ætluðu aldrei að lirma; honum he}rrðist alltaf einhver koma á eptir sér, og lilamma fótunum ofan í jörðina; hann ætlaði að springa af mæði; en stælingin og ókyrleikinn í líkam- anum var svo mikil, að haun gat ekki annað en hlaup- ið — sprettirin af heim á hlað á Nefstöðum. Þegar þ tngað kom, kom bróðir hans sunnan íilaðið. „Hvaða óskðp hleypur þú núna, frændi!“ sagði hann hálfglottandi, „þér hefur vist eitthvað fénazt í ferðinni“. Bjarni var svo móður, að harm gat engu orði upp komið; hann gekk suður íyrir bæjarhornið, og settist fremur en datt ofan á skekklabunka. Sigurður gekk á eptir houum og settist lijá honum. Það fyrsta, sem Bjarna varð að orði, var það, að biðja harm að gefa sér að drekka. Sigurður fór inn og kom með mjólkurblöndu í aski. Hatm drakk það í botn. E>á var honum runniu mesta mæðin, en í staðinn kom hungrið, ogs^.gði til sín. Þeir bræður settust þar niður, og skiptu einum fiskinum á milli sín og átu hann, og bitu í mörstykkið með. Sigurður var að ýmsum getgátum á meðan, og beindi því að Bjarna, að hann mundi hafa stolið þessu einhversstaðar, líklega á Stað; Bjarni gerði hvorki að játa né neita, og svo iét Sigurður það vera; þegar þeir 13 hann inn í kofa einn lítinn inn af eldhúsinu; þar stóð lítiil askur með mjólk og dáiitið íiskstykki. Húu vís ði honum til að borða þetta, lagði ríkt á við hanu að láta engan vita, að hann hefði fengið þetta — og íór. Bjarni reif í sig fiskbit&nn, og saup mjólkina með; á svipstundu var það búið. Það var ekki nema til þess að æsa npp í honum sultinn; en hvað urn það — lítið er betra en ekki neitt. Hann fann prestskqnuna í eldhúsinu-, þakkaði henni fyrir sig — og bað hana um að gefa sér bita með sér. Hún neitaði því — sagði að bann mætti ekki biðja sig um slikt; hún kvaðst ekki geta meira, ea húa væri búin að gera. Svo kvaddi hann og fór; sultartilfinningin var orð- in vægri; kraptaruir uxu, og hann gat gengið þrauta- laust og beint — hann lagði af stað út á bæi. Og hvíldarlaust gekk hauu þ nn dag allan, og kom á alla þá bæi, á alla þá staði, þar sem var nokkutrar liknar von; hann knúði á, liklega og ólíklega, og bar fram kveinstafi sína, hungraðrar móður og horaðra barna; en alstaðar var sarna viðkvæðið: „Nei, eg get það ekki“; og til staðfestingar því, að þetta var srtt, sá hann alstaðar mögur og óbragðleg andlit, dauflegt útlit, fjör- lausar hræringar; það var eins og flest iandsfólkið gengi í svefni, eða væri utan við sig.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.