Þjóðólfur - 01.03.1895, Síða 1

Þjóðólfur - 01.03.1895, Síða 1
Árg. (60 arkir) kost.&r 4 kr Krlendis 5 kr,—Borgist fyrir 15. )úli. Uppsögn, kundin viö áramöt, ógild noma komi til útgeíanda fyrir 1. oktðber. ÞJÓÐÓL'FUR XLVII. árg. Bókmenntalegur svefn. Eigi alls fyrir löngu hefur „Fjallk." roinnzt á bókmenntaiegan svefn, eða and- legt mók á íslenzku þjóðinni um þessar mundir. Eg held þessi umkvörtun Fjallk. sé á rökum byggð. Síðari árin hafa verið ærið ófrjósöm í þessu efni. Þegar talin eru frá dagblöðin, sem að vísu munu vera nógu mörg og að sumra dómi of mörg, og nokkur tímarit, öll nauðsynleg, þá er sára fátækt umhorfs. Nokkrar ljóðabækur hafa birzt, og fáein uppbyggileg smárit, helzt þýdd, fátt frumsamið. Allt er þetta smátt, eins og ófuilkomnar tilraunir, til þess að vekja almenning, en þær virðast ekki slá á þá strengi, sem þeim er ætlað — þær kafna í byrjuninni. Þessir smá- ritiingar, sem út koma, liggja fyrir það mesta á hyllum bóksalaana, þeir eru aldrei lesnir. Menn tíma ekki að kaupa þá, eða álíta, að það svari ekki kostnaði, og þá er lítil von, að þeir, sem finna mátt hjá sér til að rita eitthvað, og sjái nauð- synina á því, leggi út í það, þar sem það borgar sig svo afarilla. Þetta er líklega ein og ekki sú minnsta ástæðan tii þess, að svo lítið líf er í bókmenntunurn. En þetta er ekkert sérstakt einkenni fyrir hinn yfirstandandi tíma, munu menn segja. Það er eldgömul setning, að „bókvitið verð- ur ekki látið í askana“. Að vísu. En eptir því hef eg þó tekið, að meira er til af eldri bókum, guðsorðaböhim gömlum og rímum, en nýrri tíma ritum. Menn skyldu t. d. ímynda sér, að Búnaðarritið væri kærkomið bændunum og almennt keypt, enda á ritið það að mörgu leyti skilið, en ekki er því að hellsa, þar sem eg þekki til; þeir bændur eru víst teljandi, sem ritið kaupa hér um slóðir. Meira að segja, að eg gæti bezt ímyndað mér, að sumir hverjir ^ændanna hefðu harla óljósa hugmynd un,í að nokkurt Búnaðarrit væri gefið út á íslandi. Hið sama er tilfellið með Þjóð- vinafélagsbækurnar. Það eru bækur, sem væru þess verðar, að þær væru á hvers manns heimili. En þar sem eg þekki til, eru þær einmitt mjög óvíða keyptar, jafnvel efnaðri bændurnir kynoka sér við að gefa út 50 aura fyrir Almanakið, sumir hverjir. Þeir álíta þeim aurum á glæ kastað. Það Iteykjavík, föstudaginn 1. niarz 1895. er hrein undantekning, að Bókmennta- félagsbækurnar séu keyptar til sveita, að svo miklu leyti sem mér er kunnugt, enda eru þær bækur ekki eins alþýðlegar, eins og Þjóðvinafélagsbækurnar. Hin eina bók, af nýrri, góðum bókum, sem nokkuð er til muna keypt, er sálmabókin nýja; ber það ekki vott, um hnignun hins kristilega trúar- lífs á meðal vor, en ekki er mér þó grun- laust um, að þar liggi að nokkru leyti til aðrar ástæður meðfram. Svona er það, þær fáu bækur, sem gefnar eru út, eru alls eigi keyptar eða lesnar, og þá er þess engin von, að líf sé í bókmenntunum. Þó virðist mér ekki lestrarfýsnin neitt vera að minnka, það vill margur lesa, en þeir fá ekki þau rit, sem þeim geðjast að, ekkert sem getur komið í stað rímnanna, sem fyr meir voru kveðnar á kvöldvökun- um. Það vanta verulega fjörgandi, lífg- andi og skemmtandi bækur. Af þeim bók- um, sem nú er gefin út, er engin, sem laðar almennings-athyglið að sér; það vant- ar þennan fjörgandi stýl, þennan brenn- andi áhuga fyrir því málefni, sem um er ritað, sem einkennir mörg af ritum vorum, sem út voru gefin átímabilinu 1840—1870. Eg man eptir því, að þegar eg var að alast upp í kringum 1870, fylgdi almenn- ingur betur með í bókmenntunum en nú. Það voru áhrif Jóns sál. Sigurðssonar, sem þá gagnsýrðu allan þjóðlíkamann. Hann var maðurinn, sem hafði bæði vit og lag á því, að vekja áhuga almennings á þeim málum, sem hann barðist fyrir. En slik- an mann vantar íslenzku þjóðina alveg nú; og það er margstað'festur sannleikur, að það er óhamingja hverrar þjóðar, að hana vantar leiðtoga, og þetta tel eg eitt með öðru ástæðuna til dauðamóksins, sem nú er á bókmenntum vorum. Það er mik- ill munur á því, hvað bókmenntir vorra tíma eru bragðdaufari en á tímabilinu 1840—70. Þær vanta þennan lífgandi, vekjandi og skapandj krapt, sem sérstak- lega einkenndi bókmenntir þess tíma, sem Jón. sál. Sigurðsson sat við stýrið í hin- um ísl. bókmenntaheimi. Enginn er enn þann dag í dag kominn fram á vígvöllinn, som fær sé um að taka þar við, sem hann hætti. „Hver verður nú til hans vopnin góð í hraustlega hönd að taka?“ er spurn- Nr. 10. ing, sem ennþá er ósvarað. Það er sárt að játa það, en það er sannleikur samt sem áður, að bókmenntum vorum er ein- mitt nú að fara aptur. En því get eg vel trúað, að þetta sé eitthvert millibils tíma- bil, að svefn hafi sigið á þjóðina, en að hún rísi aptur úr dáinu með nýjum kröpt- um og fjöri. a-j-ó. Vanhugsuð vegarlagning. Um það hvar vegurinn liggur frá Ár- bæ upp að Hólmi, skal ekki farið mörgum orðum, því að Iíkindum verður honum ald- rei breytt á þeirri leið og virðist þess heldur ekki þörf, jafnvel þó hann hefði þar átt að hafa aðra stefnu frá byrjun, sem sé, fyrir norðan Rauðavatn, en um það er nú ekki mikið að fást. En úr því kemur upp fyrir Hólm, fer að verða skoð- unarmál, hvort hann hefur verið lagður á sem beztum stað, eða ekki. Skal hér því stuttlega lýsa landslagi á því svæði og hvernig ár og rásir falla, sem bæði hafa valdið honum stórskemmdum og munu eins hér eptir, jafnvel þó varið hafi verið töluverðu fé honum til viðhalds, sem hefur verið brýn þörf, ætti hann að vera fær. Eins og kunnugt er, liggur vegurinn yfir Hólmsá, skammt fyrir austan Hólm. Hefur þar orðið að brúa hana tvisvar með ærn- um kostnaði og óvíst að enn dugi. Þaðan upp aðLækjarbotnum, er sléttlent — Hólm- arnir, — sem áin flæðir yfir í leysingum og hefur vegurinn þar umrótast fleirum sinnum og sjálfsagt verður honum þar al- drei óhætt. Á þeirri leið eru tvær brýr, er báðar hafa flotið burt með stöplum, en sú þriðja er nú nýger. Fyrir ofan Lækjar- botna, liggur vegurinn um svo kallaða Fossvelli, er áin rennur yfir, og hefur hún þar opt gert usla. Svo liggur hann upp Lakheiði, en þar er ekki annað að óttast en þverrásir, sem stundum hafa orðið nokk- uð dýrar. En þegar kemur npp undir Arnaþúfu, fer heldur að versna sagan. Þar liggur vegurinn á parti fram með án- um, fyrir sunnan neðri vötnin — svo er Fóelluvötnum skipt — enda flýtur hann þar burtu árlega, sem þó er enn verra, er kemur upp á Sandskeiðið. Þar má segja, að komi vatn úr hverri átt og það eigi

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.