Þjóðólfur - 01.03.1895, Page 2

Þjóðólfur - 01.03.1895, Page 2
38 lítið. Reiina þar saman allar leysinga- kvíslir, er koma sunnan með öilum Bláfjöll- um og hraunum og heiðum þar í kring, einnig með Vífilfelli að austan og norðan. Verður þá yfir allt Sandskeiðið ogFóellu- vötnin einn hafsjór, enda sýndi það sig bezt, veturinn eptir að vegurinn var þar lagður, því þá gersópaðist hann svo burtu, að eptir voru kafhlaup, þar sem hann var áður. Síðan hefur þar ekki verið vegur lagður og var það hyggilegt. Að vísu er þar allgóður vegur í þurkatíð um hásum- arið, en fram eptir öllu vori er þar opt lítt fært. Fyrir ofan Sandskeiðið taka öld- urnar við og er þar ekki slæmt vegstæði í sjálfu sér, en þar er svo mikið aðrennsli, sunnan úr Sauðadölum og fjöllum þar í grennd, að vegurinn hefur orðið þar fyrir miklum áföllum og er nú svo eyðilagðúr, að víða er hann verri en enginn vegur. En síðast og ekki sízt kemur Svínahraun, er staðið hefur eins og „þrándur í götu“ fyrir allri vegasmíð á þessari suður vegs- leið, með alla sína löngu og flóknu vegar- gerðarsögu, er væri nóg í stóra bók, og verður henni því sleppt hér. í fám orðum sagt, virðist vegurinn frá Hólmi upp að Kolviðarhól vera lagður um þær verstu torfærur, er voru á þessari leið og er það hraparlegt, um hinn fjöl- farnasta veg upp frá sjálfum höfuðstaðn- um. Þetta sýnist nú því verra, þar eð fenginn var útlendur vegfræðingur tii að leggja veginn, en ætli hann hafi, eða verið þá skipað, að skoða, hvort ekki væri hent- ugra vegstæði á öðrum stað, en eitt má telja víst, að hefði vegurinn verið fyrst lagður frá Reykjavík, að þá hefði aldrei verið farið með hann suður fyrir ár, og upp í Fóelluvötn, sem nú er líka dálag- legur krókur. Hér skal því benda á, hvar vegurinn hefði átt að liggja, eða öllu heldur, hvar hann nú ætti að leggjast, því ótrúlegt er að hann, þar, sem hann nú er líti dags- ljós tuttugustu aldarinnar, og það því heldur, sem við nú höfum vegfræðing við hendina, og erum búnir að fá dálitla reynslu í vegasmíði. Eins og áður hefur verið drepið á í blöðunum, er það nyrðri leiðin, sem af sum- um hefur verið álitin betri til vegalagn- ingar, enda er þeim óðum að fjölga, er sannfærast um, að þar hefði hann orðið að mun styttri, ódýrari og varanlegri, því á leiðinni frá Árbæ og upp að Húsmúla, eru bara tvær leysingavatns-rásir og læk- urinn milli Vilborgarkots og Elliðakots, er bæði væri hægt að brúa, og eins að fara fyrir upptök hans, ef það þætti betra, en það mætti með því móti að skilja ekki suðurveginn frá Mosfellsheiðarveginum fyr en fyrir ofan Sólheimatjörn. Leysinga- rásirnar eru, önnur fyrir vestan Lyklafell, sem sjaldan rennur og þá örlítil, en hin fyrir austan fellið og er hún nokkuð meiri, en þó hverfandi á móti öllu því vatni, er kemur úr suðurfjallinu, er nú stendur mest hætta af, hvað veginn áhrærir. Að nyrðri leiðin sé styttri, getur hver meðal- greindur maður séð og þó ekki sé mæl- ingafróður, því frá Árbæ upp í Hellisskarð, er línan hér um bil um Elliðakot, Lykla- fell og norðan tii á öldunum, en bein lína milli tveggja punkta er þó styzti vegur. Væri nú ekki ráðlegt, að þingið léti vegfr. Sigurð Thoroddsen rannsaka vegar- stæði á nyrðri Ieiðinni, áður en veitt væri stórfé til viðgerðar suðurvegiuum enn á ný, því þó gert væri við hann all-rækilega síðastl. sumar á pörtum, þá er þó efri hlut- inn í mesta óstandi, helzt öldurnar, er ekki mundi veita af nokkrum þúsundum krónum til viðreisnar. Sumum þætti nú kannske nokkuð í ráðizt, að hætta nú við suðurveg- inn, en slíkt er þó varla áhorfsmál, því þó búið sé.að verja til hans allmiklu fé, þá er því þó alls ekki á glæ kastað. Fyrst hefur vegurinn verið til mikils hægðarauka og að öðru leyti hefur féð að mestu leyti runnið í hendur landsmanna sjálfra. En úr því við höfum ekki peninga til vega- bóta, nema af skornum skammti, ætti þeim helzt að vera varið þar, er traustast yrði með framtíðinni, en ekki fleygt út til eins fávíslegrar vegagerðar, eins og suðurveg- urinn er, því á þeim stað, sem hann er nú, verður hann fyr eða síðar dæmdur ófær. E. Áskorun tll íslenzkra kvenna. Næsta sumar ætla konur frá öllum Norðurlöndum að halda sýningu í Kaup- mannahöfn á fornum og nýjum kvennleg- um hannyrðum og kvennamunum; þar á að sýna allt smátt og stórt, er konur geta tilbúið, og allt, er búning og lifnaðarháttu kvenna snertir. Vér þurfum varla að geta þess, hve æskilegt það væri, að íslenzkar konur vildu að nokkru leyti taka þátt í sýningu þessari, því með því gætu þær sýnt, að þær ekki standa svo mjög á baki öðrum konum á Norðurlöndum. Héðan mætti senda allskonar útsaum, helzt eptír alþýðu-uppdráttum, glitvefnað,spjaldvefnað, flos og sparlök, fína dúka, kvennhempur með flosi,8tyttubönd, ofin sokkabönd,kvennsilfur, silfurdósir og deshús, silfurkönnur og silfur- búnar svipur, útskorna hluti, t. d. snældu- stóla, snældur, prjónastokka, trafakefli, rúmfjalir, aska og spæni o. s. frv. Allt þetta verður eðlilega að vera mjög vand- að, einkennilegt eða fornt. Þær, sem vilja taka þátt í sýningu þessari, eru beðnar að snúa sér til ein- hverrar af oss undirskrifuðum eða senda oss munina fyrir lok aprílmánaðar. Það þarf að taka til, hver eigi munina, hvort þá megi selja og verð þeirra, er selja skal, og ef þeir eru fornir, hve gamlir þeir eru o. s. frv. Vonandi er, að sem flestar konur, er góða muni eiga, vilji lána þá, þótt þær ekki vilji farga þeim, svo sýningin geti orðið landinu til sóma. Munirnir munu verða vátryggðir. Reykjavík 25. febrúar 1895. Elín Stephensen. María Finsen. Þóra Thoroddsen. „Fjallkonan“ og „Framsókn". í Bíðasta tölubl. „Pjallkonunuar11 stendur grein, „Nýjasta blaðamenu8ka“, um hin tvö kvennablöð, sem komu út í byrjun ársins. Hvort sem það er nú ðviljandi eða ekki, lítur svo út, sem „Pjallk." vilji sýna mönnum fram á, að útgáfa „Pramsðkuar1* og það, sem stendur í þessu eina tölabl., sem út er komið, sé ekki annað en bergmál af útgefanda „Kvennablaðsins". Um það, hverjum af konum þessum hefur fyrst dottið í hug að gefa hér út kvennablað, skal eg ekkert um segja, þær vita það máske varla sjálfar, en ðmðtmælanlegt er það, að „Framsókn" er fyrsta kvennablaðið, som kemur út á íslandi, þótt „Kvenna- blaðið“ auðvitað væri búið að boða tilkomu sína, áður en „Pramsðkn" sá dagsins ljðs. Annars finnst mér lítið áríðandi að þrátta um þetta, hér er um engan frumburðarrétt að ræða, blöðin verða hvort í sínu lagi jafnóðum að skapa sitt ágæti. Hvort sem Skapti ritstjðri, kona hans og dóttir hafa líkar hugmyndir og skoðanir og útgefandi „Kvennablaðsins" eða ekki, þá ber það, sem komið er út af „Kvennablaðinu11 og „Pramsókn11 það ekki með sér. Blöðin eru ólík að stefnu, anda og orðfæri, eins og hver getur sannfærzt um við að lesa þau bæði. Að „Framsókn11 bendi á eitthvað, sem útgef. „Kvennabl.“ hefur áður minnzt á í fyrirlestrum sín- um, finnst mér nærri óhjákvæmilegt, þar sem hún minnist einmitt á sama málefni, og að enginn minntist framar á neitt, i sömu átt, af þvi einu sinni hefði verið haldinn um það fyrirlestur, getur útgef. „Kvennabl.“ eða maður hennar naumast hafa ætlazt til. Hvað opt ætli það hafi ekki verið búið að taka einmitt þessar sömu skoðanir fram fyrir 1888, er húsfrú Briet hélt fyrirlestur sinn, og hvað opt mun það ekki verða tekið fram eptir 1895, að „Fram- sókn“ hefur sagt það?

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.