Þjóðólfur - 01.03.1895, Síða 3
39
Það er okki vel hægt í fáum orðum að breyta
mikið til með framsetninguna á þessu, að konur
eru fleiri en karlar og geta því ekki allar gipzt.
En hitt, að ekki sé gott, að allar, sem ekki eru
húsmæður, eigi húsmæður, getur maður náttúrlega
horið saman við býflugnaástand og margt annað,
ef maður ekki vill segja það blátt áfram, eins og
„Framsókn11 gerir.
Þetta er nú það, sem líkast er í samanburði
„Fjallk.“ á því, sem stendur í „Framsókn" og fyrir-
lestri liúsfrú Bríetar.
Að taka fram, hve miklu meir menntandi sé að
lesa menningarsögu þjóðar sinnar en lesa rómanarusl,
getur ekki átt við menntunarástandið hér á landi,
því islenzk menningarsaga er ekki til. En saman-
burður á því, að lesa Passíusálmana, fornsögur
vorar og kvæði Jónasar Hallgrímssonar og svo
lélega rómana er vel til fundinn.
Eg hef minnzt á þetta, af því að grein „Fjall-
konunnar11 gæti orðið til að rýra „Framsókn“ í
augum þeirra, sem ekki hafa séð hana, en þeir,
sem næstir standa að taka svari hennar, eru langt
burtu.
Hafi það yfir höfuð að tala verið „orð í tíma
talað“ að koma hér á fót kvennablaði, þá er „Fram-
sókn“ líka orð í tíma talað.
Það getur verið ágætt að uppfræða kvennþjóð-
ina um allt, er lýtur að því, að prýða heimilin og
ala börnin vel upp, og væri æskilegt, að „Kvenna-
blaðið“ ynni sem mest i þá átt.
En alit, sem lyptir huga konunnar til að sjá
sína köllun, að vinna að frelsi og framför þjóðar
sinnar í smáu og stóru, í hvaða stöðu sem hún er,
það gerir hana hæfari til að prýða heimilin í orðs-
ins fyllsta og bezta skilningi. Kærleiksríkt hjarta
°g frjáls andi gerir hendina haga og sístarfandi,
og setur merki hreinleika og fegurðar á allt í
kríngum sig.
Þessu finnst mér „Framsókn“ vilja vinna að, og
mér finnst hún hafa yfir góðum kröptum að ráða,
þesB vegna árna eg henni af hjarta alls góðs.
Ólafía Jóhaiuisdóttir.
XJf Eyjafirði er ritað 2. febr.: „Þrem
stórmálum hefur verið hreyft hér í vetur,
fyrst því, að koma á gufubátsferðum hér
á firðinum, og vona menn, að það takist,
ef landssjóður vill styðja að því með fjár-
framlögum. Þá hefur verið hreyft að
Jlytja hvennaskólann frá Laugalandi að
Akureyri og reisa þar nýtt skólahús. En
hér mun fjárskortur hamla. Þykir mörg-
um vitrum mönnum illa farið, að vestur-
sýslurnar skyldu ekki vilja sameina sig
við oss um einn kvennaskóla, sem auðvit-
að hefði getað orðið margfalt fullkomnari
fyrir miuna fé en eytt er nú til þessara
fve8gja skóla; hefðu Eyfirðingar ekkert
haft á móti því, þótt skólinn hefði staðið
vestra, t. d. á Sauðárkrók, en auðvitað
var amtskvennaskóli bezt settur á Akur-
eyri- Enn er hið þriðja: flutningur
Möðruvallaskólans til Akureyrar en holds-
veikisspitalastofnun á Möðruvöllum. Hef-
ur talsvert verið rætt um þetta og alþm.
okkar hefur nú nýlega hreyft þessu í
„Stefni“; er hann því mjög meðmæltur.
Að likindum kemur tillaga um þetta tii
þingsins".
Hið íslenzka garðyrkjufélag hefur
gefið út ritling nokkurn um ræktun ýmissa
frætegunda, er bezt geta þrifizt hér á landi
með ýmsum leiðbeiningum í garðyrkju, að
mestu leyti eptir Schierbeck landlækni.
Þar er og skýrt frá frækaupum félagsins
næstl. ár m. fl. Ritlingurinn er hinn þarf-
asti og ættu sem flestir að kynna sér haan.
Garðyrkja hér á íandi gæti tekið miklum
framförum og menn ættu að leggja enn
meiri stund á hana, en gert hefur verið,
því að þótt garðyrkjufélagið hafi gert mik-
ið gagn, síðan það var stofnað, þá vantar
mikið á, að almenningur hafi enu sannfærzt
um þá þýðingu, er skynsamlega og ræki-
lega stunduð garðyrkja getur haft sem
notadrjúgur bjargræðisvegur landsbúa. —
Ritlingnum er útbýtt ókeypis tii hvers fé-
lagsmanns (er tekur fræ fyrir 1 kr. minnst)
en í lausasölu kostar hann 20 aura. Bún-
aðar- og sveitafélög fá 8 eintök send fyrir
1 krónu, svo að gera má ráð fyrir, að
hann nái allmikilli útbreiðslu. Ætlar fé-
lagið að gefa út ársrit í sömu stefnu fram-
vegis.
Mannslát. í fyrradag (27. febr.) varð
bráðkvaddur hér í bænum Halldór Melsteð
amtsskrifari, albróðir þeirra Páls Melsteðs
sagnfræðings ogSigurðarMelsteðs f. iektors,
á 63. aldursári. Hann var fæddur á Ket-
iisstöðum á Völlum 9. okt. 1832 og bjnggu
þar þá foreldrar hans: Páll Þórðarson
Melsteð sýslumaður, (síðar amtmaður í
Vesturamtinu) og fyrri kona hans Anna
Sigríður Stefánsdóttir amtmauns Þórarins-
sonar. Fluttist hann með foreldrum sín-
um að Hjálmholti í Flóa 1835, og ólst
þar upp, kom í Reykjavíkurskóla haustið
1846, sama árið og skólinu var fluttur frá
Bessastöðum, útskrifaðist þaðan 1854 með
2. einkunn, sigldi samsumars til háskólans
og tók þar heimspekispróf árið eptir, tók
þar að lesa lögfræði, en lauk ekki prófi,
kom inn aptur og dvaldi lengi vestra, við
skriptir 0. fl. Síðari árin var hann hér í
Reykjavík á skrifstofu amtmanna. Síðasta
daginn sem haun lifði, gekk hann af skrif-
stofunni að vanda kl. 2, heilbrigður að
því er sjá mætti, borðaði miðdegisverð, en
kvartaði þá um takverk, gekk þá heim-
leiðis og hitti á götunni Þorstein öunnars-
son lögregluþjón, er hann hafði húsnæði
hjá og bað hann að styðja sig heim ör-
stutta leið, dró þá svo brátt af honum,
að hann hné niður örendur, er Þorsteinn
var kominn með hann iiin í húsið. Halldór
Melsteð var mesti fjörmaður og gleðimað-
ur, sí-kátur og skemmtinn í viðræðum, og
fylgdi vel með tímanum, skyldurækiun og
samvizkusaœur við störf þau, er hann átti
að inna af hendi, og kom sér hvívetna veí,
enda var hann drengur hiim bezti og góð-
viljaður.
Drukknun. Maður drukknaði fyrir
skömmu í Leirá i Borgartírði, Stefán Lyðs-
son að nafni, af Akranesi.
Óveitt prestakall: Staður á Reylíja-
nesi, metinn 1415 kr. 16. au. Matið er
miðað við 400 kr. afgjald af brauðinu, en
nú er það 200 kr. Til uppgjafaprestsins
séra Jóns Jónssonar, er fengið hefur lausn
írá prestsskap frá næstkomandi fardögum,
greiðast af brauðinu 215 kr. 16. au. Aug-
lýst 23. febrúar.
Póstafgreiðslumaðurinn í Höfða, hr.
Benedikt Kafnsson telur það mishermt, að pðstþjófn-
aður hafi nérstaklega átt sér stað á leiðmni millum
Djúpavogs og Höfða, eius og minnzt var á í 46.
tbl. „Þjóðólfs11 f. á.; og óskar leiðréttingar á því, með
því að ekki verði sanuað, að þjófnaðurinn hafi verið
framinn Bérstaklega á þvi svæði, fremur en annurs-
staðar, enda hafi engu verið stolið, sem sent hafi
verið frá Höfða suður til Beykjavikur nema 130 kr.
(af 500 kr.), en af þvi að peningapokinn var ekki
athugaður alla leið suður, verði ekki sagt, hvar
þjófnaðurinn hafi verið framinn.
Prestaskólakennari Jón Helgason
prédikar í dómkirkjunni á sunnudaginn kemur
kl. 5 e. h. _____________________________
Gjafir til liáskólasjóðsins.
Þ. Guðjohnsen verzlunarstjóri, Húsavík kr. 50,00
Grímur Laxdal verzlunarmaður,--------— 5,00
Jakob Hálfdanarson borgari,----------— 10,00
Bjarni Bjarnarson verzlunarstjóri,---— 5,00
Þorb. Þórarinsson hreppstj., Sandhólum — 5,00
Jón Arason prestur, Húsavik .... — 5,00
Benedikt BenediktBson bóndi, Breiðuvik — 1,00
Jón Pjetursson skósmiður, Árnesi... — 1,00
Ari Jochumsson, Húsavík....................— 2,00
Jóhannes Jóhaunesson bóndi, Ytri-Tungu — 2,00
Jón Jónsson bóndi, Hringveri .... — 3,00
Sigurjóu Halldórsson bóndi.Hallbjarnarst. — 1,00
Pjetur Jónsson bóndi, Árnesi .... — 1,00
Jónas Sigurðsson útvegsbóndi, Húsavik — 2,00
Guðm. Gíslason bóndi, Tungugerði . . — 1,00
Benedikt Sveinsson, Húsavík .... — 2,00
Stefán Egilsson, ísólfsstöðum .... — 0,50
Björn Bjarnarson snikkari, Húsavik . . — 1,00
Eiríkur Þorbergsson snikkari, Húsavík — 1,00
Jón Jónsson, Beinabakka . , . . . —• 0,60
Árni Jónsson bóndi, Þverá..................— 2,00
Gunnar Benedíktsson bóndi, Ketilstöðum — 0,50
Sigurjón Jóhannesson dbrm., Laxamyri — 20,00
Valdimar Davíðsson, Kaupmannahöfn . — 10,00
Álls kr. 131,50