Þjóðólfur - 15.03.1895, Síða 1

Þjóðólfur - 15.03.1895, Síða 1
Árg (60 arkir) kostar 4 kr Erlendis 5 kr,—Borgist fyrir 15. ÚH. Uppsögn, bundin við úramAt, ógild nema komi tilútgefanda fyrir 1. október. ÞJÖÐÓLFUE. XLVII. árg. ReytjaTík, fiistudag'inii 15. marz 1895. Nr. 12. '$0T „Þjóðólfur“ kemur út tvisvar í næstu viku, þriðjudag og fiistudag. Sjónleikir. Eptir ósk ýmsra bæjarmanna verður „Ævintýri á gönguföru leikið næsta laug- ardag og sunnudag, 16. og 17. þ. m. Að- göngumiðar kosta: beztu sæti 65 a., al- menn sæti 50 a., barnasæti 40 a. Þetta er í síðasta sinn, er leikfélagið í leikhúsi W. Ó. Breiðfjörðs kaupmanns leikur á þess- um vetri. Keykjavík 13. marz 1895. Leikfélagsstjórnin. Um læknaskipun o. fl. Eptir séra Jóhannes L. L. Jóhannsson. (tiiSurl.). Væri það amtsráðið, sem í sín- um fjórðungi ætti að annast héraðslækna- málið, borga iaunin úr amtssjéði og ákveða stærð héraðanna, hygg eg, að það allt sam- an mundi fara betur úr hendi en nú, því þá ættu eigi aðrir en kunnugir menn við mál þessi. Svo sem eg áður hef bent á í „Þjóðólfi1*, mætti finna ráð til þess, að amtssjóði og þar með almenningi yrði eigi ofþyngt rrieð þessu. Fyrst legði lands- sjóður til bújarðirnar, og er það nokkur skerfur upp í launin, og svo mætti til dæm- is afnema lausafjárskatt og húsaskatt til landssjóðs, en leyfa amtsráðunum að leggja eitthvert gjald á menn í staðinn. Lækna- skólann og spítalana verður aptur landið í heild sinni að kosta. Enginn þarf að óttast, að siður yrði hugsað um að hafa lækna fyrir þetta, því það sýnir atferli sýslunefndanna, að þrátt fyrir það, þótt yfirsetukonum verði að launa úr sýslusjóði, hafa menn samt timt að fjölga þeim eptir þörfum. Þingið 1893 spillti nú samt því máli stórkostlega með afskiptasemi sinni af því. Með því að hækka laun yfirsetu- kvenna gerði það mönnum örðugra fyrir að fjölga yfirsetukonum og kæfði þannig niður löngunina til þess. Það er fyrst og fremst ofur ófrjálslegt að láta eigi héruðin sjálf ráða sem mest sínum eigin málum, því í rauninni ætti landsvaldið ekkert að varða um það, hvort vér, sem búum á ein- hverju svæði, fáum yfirsetukonu fyrir mikið eða lítið, ef vér að eins getum sannað, að vér höfum f'ullkomna og lærða yfirsetukonu, svo lögum sé hlýtt með það, að láta lífi manna vera borgið í þessu efni. í öðru lagi er það alveg rangt að hækka laun nokkurra manna, meðan nógir fást til að taka að sér starfið fyrir hina fyrri borgun, slíkt er að íþyngja alþýðu að raunalausu. Þá fyrst er sjálfsagt að hækka launin, þegar engir fást lengur fyrir hina minni borgun, en hér var eigi um slíkt að tala, enda höfðu engir kvartað um, að launin væri of lág. Það væri t. d. bandvit- laust að fara að hækka laun presta á meðan nógir fást í embættin, en ef eigi væri hægt að fá menn lengur fyrir þau laun, sem eru, þá ræki auðvitað þörfin til að hækka þau, en það væri þá ekki gert að ástæðu- lausu. Sama er að segja um læknana, að á meðan nógir fást í hin láglaunuðu auka- héruð er engin ástæða að hækka laun þeirra til muna. Þingið er fremur óspart á að auka útgjöld almenniugs, það hefur það sýnt með því að láta flutningsmann yfirsetukvennalagauna nýju koma máli sínu áfram og með því aðsamþykkjaýmsan nýjan tekjuauka fyrir sýslumenn í lögunum um „aukatekjur, ferðakostnað og dagpeninga sýslumanna“. Það er nú 1 alla staði rétt að hlífast eigi við kostnaðar- og útláta- hækkun, þegar nauðsyn krefur og til sannra framfara horfir, en i svona málum er það gert án orsaka, og ættu fulltrúar alþýðunnar að varast slíkt. Eg ímynda mér, að eitthvað ljótt hefði verið sagt um oss prestana, ef vér hefðum á þingi haft fram tekjuauka líkt því sem lögfræðing- arnir gáfu atkvæði með handa sjálfum sér í hitt eð fyrra. Eg er á því, að það sé hagur fyrir þingið og landssjóðinn að þurfa ekki að annast læknaskipunina, en hins vegar álít eg einnig, að það sé bæði frjálslegra og hagur fyrir almenning, að það mál sé í hendur fengið amtsráðunum, því þegar ein- göngu kunnugir menn fara með eitthvert málefni, en eiga sjálfir að hafa beinlíuis allan. veg og vanda af því, má búast við, að breytt sé skynsamlega. Sé nú farið skyn- samlega að ráði sínu í þessu efni, hygg eg að komast mætti af með 10 lækna í hverju amti og að laun þeirra væri nægi- lega há enn sem komið er 1200 kr. handa hverjum. Yrðu þá 40 læknar á landinu og launin 48,000 kr., og er það ólíkt betra ástand, en það sem uú er. Eptirlaun ætti eigi að vera nein fastákveðin, en að eins heimild til að veita þau í sérstökum kring- umstæðum. Sérfræðingum í læknlistinni, svo sem augnalækni, tannlækni og öðrum, sem eru fyrir allt Iandið, verður þingið náttúrlega að veita laun úr landssjóði, meðan þeirra nýtur við. Skólaröð í Reykjavíkur lærJa skóla eptir iniðsvetrarpróf 1895. VI. beklcur: 1. Páll Bjarnason (200)1. 2. Björn Bjarnarson (200). 3. Páll Sæmundsson (150). 4. Sigurður Eggerz (150). 5. Jón Sveinbjörnsson. 6. Halldór Jónsson (150). 7. Ólafur Eyjólfsson (100). 8. ÞórðurEdi- lonsson (50). 9. Sigurður Pálsson. V. békkur: 1. Gluðmundur Björnsson (200). 2, Q-uð- mundur Finnbogason (200). 3. Halldór Júlíusson (100). 4. Stefán Kristinsson (200). 5. Skúli Magnússon. 6. Árni Þorvaldsson (150). 7. Steingrímur Matthíasson (150). 8. Jónas Kristjánsson (150). 9. Edvald Möller. 10. Jónmundur Halldórsson (100). 11. Þórður Pálsson (75). 12. Sveinn Hall- grímsson. 13. Ingólfur Gríslason (100). 14. Andrés Fjeldsted. 15. Magnús Þorsteinsson (50). 16. Pétur Þorsteinsson. 17. Þorbjörn Þórðarson. 18. Jóhannes Frímann Jóhann- esson lauk ekki prófi. IV. bekkur: 1. Sigurjón Jónsson (200). 2. Jón Þor- láksson (200). 3. Sigurbjörn Gríslason (200). 4. Árni Pálsson (175). 5. Halldór Glunn- laugsson (150). 6. Eggert Claesen (100). 7. Ásgeir Torfason (150). 8. Eiríkur Kér- úlf (100). 9. Ólafur Daníelsson (100). 10. Sigfús Sveinsson. 11. Bernhard Laxdal. 12. Ólafur Briem (75). 13. Guðmundur Guðmundsson (50). 14. Jóhannes Jóhannes- son. 15. Jón Proppé. 16. Gísli Skúlason (25). 17. Einar Gunnarsson. Böðvar Bjarna- son var veikur um próf. !) Tölurnar milli sviga tákna upphæð ölmusu- styrksins. Heil ölmusa = 200 kr.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.