Þjóðólfur


Þjóðólfur - 29.03.1895, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 29.03.1895, Qupperneq 1
Árg (60 arkir) kostar 4 kr. Erlendis 5 kr.—Borgist (yrir 15. .1611. Uppsögn, bundin vi9 ftrarnöt, ógild nema komi tilfltgefanda fyrir 1. október. ÞJÖÐÖLFUR. XLVII. árg. Iteykjavík, föstudaginn 29. marz 1895. Nr. 15. Aukaþingin. Bptir Sigurð Sigurðsson. Aukaþiagin og kostnaður sá, er af þeim leiðir, er opt notaður sem „grýla“ framan í ísienzku þjóðina, til þess ef unnt væri að hræða hana og fá hana til að forð- ast þau, og hætta við þær sjálfstjórnar- kröfur, sem þjóðin á heimting á og hún er að berjast fyrir. Sumir þingmenn og þingmannaefni, sem stöðugt, eru að gylla sig með þvi, að látast vilja spara fé lands- ins, telja hverjum eyri, sem til aukaþiuga gengur, á glæ kastað. Stjórnin kveður við sama tón, og ógnar þjóðinni með auka- þingskostnaðinum og aukaþingunum, er hún telur ekki einungis óþörf, heldur hættuleg. Þessi tilraun, að gera auka- þingskostnaðinn sem ógurlegastan, miðar auðsjáanlega til þess að koma í veg fyrir nýja djórnarskrárbreyting á komandi þing- um. En það er vonandi, að þjóðin láti ekki blekkjast af slíkum fortölum, og virði þessa tilraun að vettugi, Eptir aukaþingið í sumar heyrðust þær raddir, að aíreksverk þess hefðu verið smá og ekki svarað kostnaði. Eigi verður því neitað, að aukaþingað í sumar varð dýrt, enda munu ferðareikningar sumra þingmannanna hafa verið hærri en góðu hóíi gegndi. En það kemur aukaþingun- um ekki beint við, þótt nokkrir þingmenn kynnn að hafa sterka tilhneigingu til að gera sér þingmennskuna sem ábatamesta í peningalegu tilliti. En hvað nú auka- þingin sjálf snertir, þá hafa þau svo mikla þýðingu fyrír liið pölitiska líf þjóðarinnar, að því fé, er til þeirra gengur, getur heitið vel varið. Þau eru því iangt frá óþörf, og skal eg reyna að sýna það með fáum orðum. Eins og kunnugt er, þá streymir svo mik- ill málaíjöldi inn á hvert þing, að tíminn vinnst eigi til að ljúka þeim öllurn. Vaua- lega er það j8 eða rúmlega það af öllum málafjöldanum, er þingið fær lokið í hvert sinn. En fyrir flaustrið og flýtirinn, sem stafar af naumieika tímans, eru mörg þau mál, er þingið afgreiðir, ver úr garði gerð en æskilegt væri. Og síðan er farið að gera breytingar við lögin þing eptir þing, og breyting á breyting ofan, þar til upp- haflegu lögin eru að engu orðin. Hvert reglulegt alþing hefur því fleiri, já miklu fleiri mál til meðferðar, en það getur komizt yfir eða gengið viðunanlega frá, í það og það skiptið. Að því er líka að gæta, að vanalega koma málin svo að segja óundirbúin að öllu leyti inn á þingið, og fer því meiri tími í undirbúning og meðferð þeirra en ella. Það sést því af þessu, að alþing hefði meira en nóg að gera, þótt það væri háð ár hvert. En svo er það heldur ekki rétt, að reikna gagn- semi þingsins einungis eptir því, hvað það afgreiðir mörg lög í hvert sinn. Á hitt má einnig líta, hvern undirbúning málin fá á þinginu, þótt þau ekki verði að lög- um í það skiptið. Það er mjög þýðingar- mikið, að hvert mál sé rætt og vel ihugað áður það er afgreitt sem lög frá þinginu. Hvað aukaþingið síðastl. sumar snertir, þá er það ekki allskostar rétt að dæma það eptir þeim fáu lögum, er það afgreiddi. Það hafði mörg mál til meðferðar og ræddi sum þeirra all-ýtarlega; ættu þau því að taka minni tíma á næsta þingi, en elía. Þá má geta þess, að aukaþingið í sumar er leið hafði til meðferðar eitt hið stærsta mál, er komið hefur fyrir þingið, sem sé járnbrauta- og siglingamálið, málið „stóra“. Sutnir hafa nú álitið þetta mál ærið óþarft, og þeim tíma, er fór til þess að undirbúa það og ræða, illa varið, en eg hygg það eigi vera. Málefnið er mjög mikilsvert, og það er eigi unnt að sjá nú, hver áhrif meðferð þess á aukaþinginu og umræður þær, er orðið hafa um það síðan, kunna að hafa á samgöngumál vor framvegis. Aukaþingin eru nú, eins og flestum mun kunnugt, aðallega háð í tilefni af breyt- ingu á stjórnarskránni. Önnur atvik geta hugsazt, er valdi þingrofi og aukaþingi, en hitt er tíðara, enda það, sem fyrir augum er haft, þegar verið er að hræða þjóðina með aukaþingskostuaðinum. Nú er það ætlunarverk aukaþingauna, að ræða stjórnarskrárbreytinguua eða hina endurskoðuðu stjórnarskrá og mál þau, er standa í sambandi við hana. Út frá því ætti helzt að ganga, að aukaþingið sam- þykkti breytinguna eða hina endurskoðuðu stjórnarskrá, eins og þingið skildi við hana árinu áður; um annað getur naumast verið að ræða. Umræður um málið á því stigi ættu því litlar eða helzt engar að vera, því þær hafa þá svo iítið að þýða, og eru eigi til annars en eyða tíma. Að vísu gætu þær átt sér stað, einkum ef svo óheppi- lega hefði viljað til, að inn á þingið hefði sá verið kosinn, er málinu væri móthverfur, og sem fyndi köllun hjá sér að andmæla því. Reynslan frá síðasta þingi bendir á, að þetta geti þó átt sér stað. En slík aðferð gerir fremur illt en gott, og vinn- ur það eitt á, að eyða kröptum og tíma þingsins í árangurslaust þras, er að eins spillir samkomulagi og góðri samvinnu. Að breyta hinni endurskoðuðu stjórnarskrá á aukaþinginu, er ópólitískt. Hafi breyt- ingin verið nauðsynleg, góð og fullnægj- andi, eða þannig háttað, að eigi var fært lengra að fara áriuu áður, þá getur naum- ast komið til greina að hafna henni ári síðar, nema sérstök atvik séu fyrir hendi. Mál þau, er standa í sambandi við stjórn- arskrána, ættu heldur ekki að taka mjög langan tíma. Með þetta fyrir augum er auðsætt, að aukaþingin geta haft ýms önnur mál til meðferðar og lokið við þau, ef tíminn er vel notaður, mál, er geta haft mikla þýðingu fyrir land og lýð, og það tiltölulega eins mörg eða fleiri, en reglulegt þing miðað við tímann, er þau standa yfir. Það er því ljóst, að auka- þingin eru ekki oþörf, enda er æskilegast, að alþingi væri háð ár hvert. Alþing er sú eina allsherjar sarakoma hér á landi, þar sem menn koma saman úr öllum héruðum landsins „til skrafs og ráðagerðar". Á milli þinga virðist sem þjóðin móki og hugsi fátt; en þegar al- þingi kemur saman, þá er eins og hún fái nýtt fjör og nýjan þrótt. Alþingi er fyrir þjóðina sem hjartað fyrir iíkamann. Eins og hið endurnýjaða blóð, er streymir frá hjartanu um líkamann, endurnærir hann og styrkir, eins færist nýtt líf gegnum þjóðlíkamann frá alþingi, er hressir hann og fjörgar. Alþing má því heita jafn- nauðsynlegt þjóðinni, sem hjartað líkaman- um, til þess maðurinn geti lifað. Það er gott og sjálfsagt að vera spar

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.