Þjóðólfur - 29.03.1895, Page 2
58
á landsfé, en sparnaðurinn verður að koma
niður á réttum stað, annars nær haun
ekki sínum sanna tilgangi. Það er nauð-
synlegt og sjálfsagt að vera spar á lands-
fé, þegar um óþörf fyrirtæki er að ræða,
óhyggilegar styrkbeiðslur, launahækkun,
eptirlaun og annað þess háttar. En hvað
kosta svo aukaþingin? Aukaþingið 1886
kostaði um 18 þús. krónur, en það er háð
var síðastliðið sumar 23 þús. kr., eða til
jafnaðar þessi tvö aukaþing rúmar 20 þús.
krónur. Þetta þykir nú há upphæð, og
of mikið að gert að fleygja því út fyrir
eitt mál, nfl. stjórnarskrármálið, eins og
sumir komast að orði. Eu aukaþingin
kosta þó til jafnaðar lítið meir, en nemur
launum beggja amtmannanna og biskups
■yfir árið, þessara embætta, er allur þorri
manna álítur að vel mættu missa sig, og
fáir mundu sakna. Þeir, sem eru að gylla
sig með sparnaðarræðum, eins og sumir
þingmenn og þingmannaefni gera, er þeir
viija koma sér vel við kjósendurna, ættu
að beina geiri sínum í aðra átt, en til
aukaþinganna, þangað, sem þörfin er meiri
á sparnaði. Væri ekki eins ráðlegt, að
beita kröptum sínum til þesss, að fá af-
numin óþörf embætti, takmarka meir en
gert er miður hyggilegar styrkveitingar,
færa niður ofhá embættismannalauu og
afnema eða mjög að minnka eptirlaunin,
sem veitt eru, eius og að berja það blá-
kalt fram, að aukaþingin séu óþörf o. s. frv.,
og draga með því dug, kjark og sjálfstæði
úr þjóðinni. Að spara fé landsins á þennan
hátt, sem hér er getið, finnst mér varða
mestu, og að því ættu þingmenn að starfa,
sem og öll þjóðin í heild sinni. Það er
einhver meining í því.
Útlendar fróttir.
Kaupmannahöfn 9. marz.
Andóf. Eg hef sagt frá því fyr, hversu
Frakkar og ítalir færðu sér víg Carnots
í nyt, til þess að færa inn frelsi, binda
og takmarka málfrelsi og vistfrelsi. Það
hefur orðið lítið úr þessum ráðstöfunum á
Frakklandi, en á Ítalíu má segja, að Crispi
ráði einn öllu; enginn er óhultur; hann
getur rekið hvern mann úr landi án dóms
og laga; hann hefur fullkomið alræðis-
vald.
Og Þýzkaland og Austurríki — hin
fornu höfuðból apturhaldsins í Evrópu —
koma á eptir. Það heitir svo, sem allt
sé gert til þess að vernda trú og góða
siðu, hjónabandið o. s. frv., en í rauninni
vilja þessir apturhaldsseggir kyrkja frjálsa
hugsun og rannsókn.
Jafnframt lagaboðum til verndar kirkju
og kristindómi, er hert á tolium og kvöð-
um. Það er hreppapólitík í stórum stíl,
sem fylgt er um endilanga Norðurálfuna
sem stendur. Aurakarlar og iðnaðarmenn,
stóreignamenn og verzlunarmenn o. s. frv.,
allir heimta þeir, að ríkið styrki sína at-
vinnugrein með tollum og álögum á út-
lendum varning, eða leggi beinlínis fé til
sín.
Ilússland. Mátulega var því spáð, að
keisarinn ungi mundi kalla menn á ráð-
gjafarþing. Nokkrum dögum eptir, að eg
skrifaði seinast komu kvartanir frá hér-
aðanefndum yfir sýslumönnum keisara,
og stóð í þeim meðal annars, að það
mundi heppilegt að kalla menn á þing í
Pétursborg; við það mundi loku skotið
fyrir yfirgang og rangindi embættislýðsins.
Hinar gömlu aptursókuarhetjur Alexand
ers 3. urðu bæði hryggar og reiðar yfir
slíkum kröfum, og með tilstyrk ekkju-
drottningarinnar fengu þeir Nikulás H. til
að lýsa því í heyranda hljóði, að hann
ætlaði sér að halda uppi einvaldsstjórn
þeirri, sem faðir sinn hásæll og elskuleg-
ur hefði fengið honum í hendur. Bað
hann engan vænta þess, að almenningur
fengi nokkurn þátt í stjórn innlendra mála.
Aðallinn gekk í kirkju og keypti af
klerkum að halda veglega þakkarhátíð í
minningu þessara keisaralegu orða.
Frakkland. Casimir Perier sagði af
| sér forsetatign 15. janúar. Menn hafa get-
ið sér margra hluta til um ástæðurnar til
þess. Frakkar sögðu, eins og þeir segja
alltaf, þegar eitthvað kemur fyrir: Ou
est la femme? Hvar er konan? Og þeir
fundu eða þóttust finna hana strax. Það
var fögur ekkja, sem honum átti að hafa
litizt, vel á; en konunni hans fannst ekki urn
það og hótaði skilnaði. Þetta sagði hin létt
úðuga Parísarborg. Hin sanna orsök mun
hafa verið sú, að Casimir Perier hefur ekki
þótzt hafa nógu mikil völd; honum þótti
ráðherrarnir gariga fram hjá sér, og blöðin
vera sér of nærgöngul, og þóttist ekki
hafa nein ráð til að breyta því.
Frakkar urðu æfir við afsögnina, og
hafi nokkur maður verið skaminaður þá
dagana, þá var það Casimir Perier. „C-P.
er hraualegur sjálfbyrgingur“. „C-P. hef-
ur farið að eins og götustrákur eða flón“.
Slikum dómum rigndi yfir hann í blöðun-
um og þaðan af verri. Einn mjög
merkur maður, franskur, skrifaði þetta
um hann:
„Það er verið að verja C.-P., en ástæð-
urnar, sem hann færir fyrir afsögn sinni,
eru lítils virði. Orsakanna er að leita i
lunderni hans. Hann hefur allajafna verið
vanstilltur og hrokafullur þrákálfur; haim
hefur aldrei gert mun á vargaskap og
og kjarki, tilfinningum og andans þreki,
hann er einn af þeim mönnum, sem dylja
konugeð með digrum kömpum — tilfinn-
ingarnar sveifla þeim eius og stormur
vindhana. Þeir kunna að vinna hreysti-
verk á vígveliinum, en skortir stöðuglyndi
og sanna karlmeunsku“.
Sá heitir Felix Faure, sem kosinn var
forseti í stað Periers. Hann er fæddur í
París af fátæku fóiki, gerðist sútari suður
í landi langa liríð, komst síðan til Havre
og setti á stofn skinnaverzlun. Hún blómg-
aðist í mörg ár svo vel, að eigur hans
skiptu mörguru miljónum. Hann var kos-
inn fyrst í hreppsnefnd, þá í sýslunefnd
og síðan á alþing. Hann talaði þar ekki
sérlega opt, en þegar hann gerði það, var
mál hans stutt og kjarnyrt, og þótti öll-
um, sem maðurinn lcynni skil áþeim mál-
um, sem hann gaf sig fram í, enda var
hann þegar kosinn í ákaflega roargar nefnd-
ir; hann þótti einkum vera beinrr í öllu
því, sem snerti nýlendur og sjófarir Frakka,
og innan skamms, varð hann líka nýlendu-
ráðgjafi. — Hann þykir ekki ýkja frjáls-
lyndur, en samvizkusamur og dugandi
stjórnari. Hann lýsti því þegar, er hann
hafði hlotið kosningu, að hann heyrði ekki
neinum flokki til lengur, en bað alla menn
fylgja sér að því, að halda uppi lýðveld-
inu og sóma Frakklands, hverjum flokki
sem þeir annars væru í.
Hinir fyrrj forsetar Frakklauds hafa
allir verið göfugir inenn af stórum ættum
eða í háum völdum. Nú í fyrsta sinn hafa
þeir gert þann mann að æztum borgara
með sér, sem hefnr uunið sig upp frá
fjósarekunni, ef svo má segja. Hann sagði
líka sjálfur, að Frakkar hefðu heiðrað vinn-
una og starfsemina, með því að kjósa sig.
Sá heitir Ribot, sem stýrir stjórninni nú
sem stendur. Hann er ötull framsóknar-
maður og gamalreyndur ráðherra.
Þýzkaland. Þar berjast flokkarnir
ákaflega á þingi; stjórnin vill fá meira fé
til hervarna, og stingur upp á tolium á
ýrasri nauðsynjavöru; stórir jarðeignamenn
og akrakarlar vilja fá allt tollað og for-
boðið, sem getur fellt kornið í verði og
aðrar jarðarafurðir. í einu að segja, hver